Tónlist

Plata Of Monsters and Men söluhæsta platan á iTunes

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hér má sjá efstu fimmtán plöturnar í iTunes vefversluninni.
Hér má sjá efstu fimmtán plöturnar í iTunes vefversluninni.
Önnur hljóðversplata Of Monsters and Men, sem ber heitir Beneath the Skin, náði í dag þeim árangri að vera söluhæsta plata á sölulista iTunes. Skýtur hljómsveitin þar þekktum nöfnum á borð við Florence and the Machine, Taylor Swifts, Ed Sheeran og Rolling Stones ref fyrir rass.

Platan kom út á Íslandi þann 8. júní en um heim allan degi síðar. Sveitin er um þessar mundir á stífu tónleikaferðalagi og kom til að mynda fram í sjónvarpsþáttunum vinsælu Good Morning America og The Tonight Show With Jimmy Fallon á dögunum. Í bæði skiptin lék sveitin lagið Crystals. Sveitin verður á ferðalagi það sem eftir ef af árinu.

Einnig hefur sveitin bryddað upp á skemmtilegri nýung en inn á heimasíðu sveitarinnar geta aðdáendur hannað sína eigin útgáfu af plötuumslaginu. Þeir sem vilja prófa það geta smellt hér.

Að neðan má sjá upptöku af því þegar sveitin lék í Good Morning America.


Tengdar fréttir

OMAM á tónleikum: Gatorade og ávextir baksviðs

Vísir hitti tvo meðlimi Of Monsters and Men skömmu áður en sveitin tróð upp í Portland í Bandaríkjunum í vikunni. Hljómsveitin er farin aftur í tónleikaferðalag sem mun að minnsta kosti standa yfir fram í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.