Topp snyrtivörulistinn fyrir sumarið 1. júní 2015 18:30 GettyImages Chanel Le Jour, La Nuit og Le Weekend Ritstjórn Glamour velur must have í snyrtibudduna fyrir mánuðinn. Chanel Le Jour, La Nuit og Le Weekend Þessi þrenna er að bjarga okkur í árstíðaskiptunum. Le Jour undirbýr okkur fyrir daginn, La Nuit sefar og gefur raka yfir nóttina og Le Weekend endurnýjar húðina fyrir nýja viku. Þessi eru alveg uppáhalds.YSL Touche Éclat Blur Perfector Nýji primerinn frá YSL er eiginlega ávanabindandi. Hann gefur silkimjúka áferð og á annasömum dögum sér hann til þess að farðinn haldist á sínum stað. Svo eru umbúðirnar líka svo fallegar.Label M Texturising Volume SprayLabel M Texturising Volume Spray Þetta kraftaverkasprey er það allra besta sem við höfum kynnst. Algjör himnasending fyrir fólk með flatt og fíngert hár sem engu hlýðir. Gefur fyllingu, hald og gerir hárið mun viðráðanlegra. Estée Lauder Enlighten EE Skintone CorrectorEstée Lauder Enlighten EE Even Effect skintone corrector Í nýjustu línu Estée Lauder er að finna andlitskrem, næturserum og EE krem. Línan vinnur á litablettum í húðinni, gefur henni fallegan ljóma og gefur EE kremið passlega þekju.Laura Spa Mud MaskLaugar Spa Mud Mask Hreinsandi og örvandi leirmaski úr nýju Laugar Spa línunni. Hentar flestum híuðgerðum en þá sérstaklega feitri og blandaðri húð. Tilvalinn til þess að hressa upp á andlitið eftir veturinn. Biothem BB milkBiotherm BB Milk Lait Corporel Þar sem við erum miklir aðdáendur BB, CC og EE krema, þá tók hjartað smá auka kipp þegar BB krem fyrir líkamann var kynnt til leiks. Tilvalið á hand-og fótleggina í sumar til að jafna húðlitinn. Smitar ekki neitt og svo ilma Biotherm kremin svo dásamlega. Clinique PopClinique Pop í Cherry Pop Þessi hressi og sumarlegi rauð-bleiki litur frá Clinique er að slá í gegn. Þetta er varalitur og primer í einni vöru þannig að hann endist og endist á vörunum. Getur hreinlega ekki klikkað. Blue Lagoon Rich Nourishing Lip BalmBlue lagoon varasalvi Þessi kom okkur verulega á óvart. Hann er mitt á milli þess að vera varasalvi og gloss, en er alls ekki klístraður. Gefur ofsalega góðan raka og næringu, bragðið er ekki of mikið eða pirrandi. Svo lætur hann varirnar líta djúsí út. Lancome Ombre Hypnôse stylo í Erika F Fyrir B týpurnar á ritstjórninni er allt sem getur mögulega sparað dýrmætan tíma á morgnanna mjög kærkomið. Þessi augnskuggapenni er ekki bara dásamlegur á litinn, heldur helst hann á allan daginn. Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir heimilið Glamour Heidi Klum óþekkjanleg á Hrekkjavökunni Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Stelum stílnum af Siennu Miller Glamour
Chanel Le Jour, La Nuit og Le Weekend Ritstjórn Glamour velur must have í snyrtibudduna fyrir mánuðinn. Chanel Le Jour, La Nuit og Le Weekend Þessi þrenna er að bjarga okkur í árstíðaskiptunum. Le Jour undirbýr okkur fyrir daginn, La Nuit sefar og gefur raka yfir nóttina og Le Weekend endurnýjar húðina fyrir nýja viku. Þessi eru alveg uppáhalds.YSL Touche Éclat Blur Perfector Nýji primerinn frá YSL er eiginlega ávanabindandi. Hann gefur silkimjúka áferð og á annasömum dögum sér hann til þess að farðinn haldist á sínum stað. Svo eru umbúðirnar líka svo fallegar.Label M Texturising Volume SprayLabel M Texturising Volume Spray Þetta kraftaverkasprey er það allra besta sem við höfum kynnst. Algjör himnasending fyrir fólk með flatt og fíngert hár sem engu hlýðir. Gefur fyllingu, hald og gerir hárið mun viðráðanlegra. Estée Lauder Enlighten EE Skintone CorrectorEstée Lauder Enlighten EE Even Effect skintone corrector Í nýjustu línu Estée Lauder er að finna andlitskrem, næturserum og EE krem. Línan vinnur á litablettum í húðinni, gefur henni fallegan ljóma og gefur EE kremið passlega þekju.Laura Spa Mud MaskLaugar Spa Mud Mask Hreinsandi og örvandi leirmaski úr nýju Laugar Spa línunni. Hentar flestum híuðgerðum en þá sérstaklega feitri og blandaðri húð. Tilvalinn til þess að hressa upp á andlitið eftir veturinn. Biothem BB milkBiotherm BB Milk Lait Corporel Þar sem við erum miklir aðdáendur BB, CC og EE krema, þá tók hjartað smá auka kipp þegar BB krem fyrir líkamann var kynnt til leiks. Tilvalið á hand-og fótleggina í sumar til að jafna húðlitinn. Smitar ekki neitt og svo ilma Biotherm kremin svo dásamlega. Clinique PopClinique Pop í Cherry Pop Þessi hressi og sumarlegi rauð-bleiki litur frá Clinique er að slá í gegn. Þetta er varalitur og primer í einni vöru þannig að hann endist og endist á vörunum. Getur hreinlega ekki klikkað. Blue Lagoon Rich Nourishing Lip BalmBlue lagoon varasalvi Þessi kom okkur verulega á óvart. Hann er mitt á milli þess að vera varasalvi og gloss, en er alls ekki klístraður. Gefur ofsalega góðan raka og næringu, bragðið er ekki of mikið eða pirrandi. Svo lætur hann varirnar líta djúsí út. Lancome Ombre Hypnôse stylo í Erika F Fyrir B týpurnar á ritstjórninni er allt sem getur mögulega sparað dýrmætan tíma á morgnanna mjög kærkomið. Þessi augnskuggapenni er ekki bara dásamlegur á litinn, heldur helst hann á allan daginn.
Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir heimilið Glamour Heidi Klum óþekkjanleg á Hrekkjavökunni Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Stelum stílnum af Siennu Miller Glamour