Heilsa

Góðir tímar í Heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins

Elísabet Margeirsdóttir skrifar
Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins var haldið í tuttugasta og fjórða skiptið í kvöld og tóku um 600 hlauparar þátt í hlaupinu í ár.

 

Stemningin var mjög góð og veðrið eins og best verður á kosiðfyrir langhlaup. Börn og fullorðnir á öllum aldri tóku þátt í bæði þriggja og tíu kílómetra hlaupunum.

 

Agnes Kristjánsdóttir var fyrst kvenna í mark í 10 km hlaupinu á 40:30 mín og Geir Ómarsson var fyrstur karla í mark á 34:03 mín. Guðrún Ólafsdóttir kom fyrst í mark kvenna í 3 km hlaupinu á 11:49 mín og Snorri Sigurðsson var fyrstur karla á 9:29 mín.

 

Öll úrslit í Heilsuhlaupinu má finna hér


Tengdar fréttir

Fyrsta þríþraut sumarsins fór af stað í snjókomu

Glæsileg þríþraut var haldin í Kópavogi í dag og einnig var boðið upp á fjölskylduþríþraut. Aðstæður voru skrautlegar til að byrja með en það snjóaði þegar fyrsti hópur var ræstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.