Lífið

Sumarlífið: Gísli Pálmi tryllti lýðinn á útgáfutónleikum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Davíð Arnar Oddgeirsson og Ósk Gunnarsdóttir, umsjónamenn Sumarlífsins, skelltu sér á sjóðheita útgáfutónleika Gísla Pálma í Gamla Bíói á fimmtudagskvöldið.

Tónleikarnir voru einstaklega vel heppnaðir og fór hann einfaldlega á kostum. Davíð og Ósk fara út um allt í sumar og kíkja á helstu viðburði.

Meðal gesta á tónleikunum voru Baltasar Kormákur, Lilja Pálmadóttir, fjölskylda Gísla Pálma og þar á meðan Sigurður Gísli Pálmason, Logi Pedro, Halldór Helgason, snjóbrettakappi og Mikael Torfason. 

Eins og áður segir voru tónleikarnir magnaðir og var Lífið á Vísi á sviðinu og baksviðs. Fullt var útúr dyrum og skemmtu gestirnir sér virkilega vel. Hér að ofan má sjá fyrsta þáttinn af Sumarlífinu. 

Halldór Helgason skemmti sér vel.
Ósk og Gísli í góðum fíling.vísir

Tengdar fréttir

Kíkja á allt það heitasta

Ósk Gunnarsdóttir og Davíð Arnar Oddgeirsson stýra nýjum þætti sem kallast Sumarlífið á Lífinu á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×