Fimm frábærir kókosþeytingar sigga dögg skrifar 9. júní 2015 16:00 Vísir/Getty Þegar sumarið svífur yfir mann þá verður meira framboð af ávöxtum og mann langar oft í léttari mat og drykk. Þá er kjörið að henda ávöxtum í blandara með ferskum kryddjurtum, skvettu af safa og svo setja í litlar flöskur sem geyma má í ísskápnum svo hægt sé að grípa með sér útí sólina (nú eða bara rigninguna). Ekki aðeins eru þeir saðsamir heldur líka góð leið til að koma ávöxtum og grænmeti ofan í þá sem ekki eru duglegir við nart á slíku lostæti. Hér eru nokkrar frábærar uppskriftir sem henta bæði fullorðnum og börnum. Hægt er að skreyta þeytinginn með granóla ofan áVísir/Skjáskot Hnetusmjörs- og heslihnetu þeytingur 1 og 1/2 bolli kókosmjólk (ekki er verra ef hún er frosin í klakaboxi) 1 msk súkkulaðiheslihnetusmjör (getur líka búið til þitt eigið eða notað Nutella) 2 msk hnetusmjör 1 bolli grísk jógúrt 1 msk kakónibbur 1/2 frosin banani Skellir þessu í blandarann og þetta er komið. Ef kókosmjólkin er ekki frosin þá getur verið gott að setja nokkra klakamola með útí blandarann. Það má vel frysta alla ávexti sem ætlar að nota í þeytinga og þannig nýtast ávextir sem liggja undir skemmdum betur! Vísir/Skjáskot Hitabeltisþeytingur 1 bolli frosin hindber eða jarðaber (eða bæði!) 1 banani (ekki verra ef hann er frosin) 1 bolli kókosmjólk 1 bolli mangó (frosið) 1 til 1 og 1/2 bolli ananassafi Skvetta af vanillu (dropum eða kornum úr 1 stöng) 1 kiwi Hörfræ (ef vantar smá trefjar í mataræðið þitt) Hentu öllu í blandarann. Ef ávextirnir eru ekki frosnir getur verið gott að bæta klökum við. Vísir/Skjáskot Grænn kókosþeytingur 1/2 bolli kókosmjólk 1/2 bolli grísk jógúrt 1 bolli spínat 1 stór banani 1 grænt epli 2 msk kókosmjöl eða grófar kókosflögur (getur verið gott að létt rista inni í ofni eða á pönnu við vægan hita áður en setur útí en ekki nauðsynlegt) 1 bolli af klökum Eins og með aðra þeytinga, hendir þessu í blandarann og hann er tilbúinn. Vísir/Skjáskot Mangó og goji berja þeytingur 1 til 1 og 1/2 bolli mangó (frosið) 3/4 bolli appelsínusafi + 2 tsk appelsínubörkur 2 msk chia fræ (má sleppa) 1 banani (helst frosin) 3/4 bolli kókosmjólk (eða möndlumjólk) 1/3 bolli hindber (frosin) 1/3 bolli jarðaber (frosin) 2 msk goji ber 1 tsk ferskt engifer (rifið) 1 tsk vanilludropar Þú hendir öllu í blandarann nema chia fræjunum, þú setur þau bara seinast og blandar með skeið. Ef þig langar að gera þetta extra smart þá getur þú blandað uppskriftina í tveimur skrefum þannig að fyrst er helming af ávöxtunum blandað með safa og því hellt í glas eða flösku og svo er seinni helming blandað og þá með mjólkinni og því svo hellt ofan á hinn. Vísir/Getty Kirsuberjakaffi þeytingur 10-12 fersk kirsuber, steinhreinsuð 1 bolli kalt kaffi (hægt er að frysta nýuppáhellt kaffi í klakaboxi til að nýta í slíka drykki og þá getur þú sleppt klökunum) 1 bolli vanillujógúrt (getur notað venjulega jógúrt/AB mjólk en þá bætt vanilludropum við) 2 bollar klakar 1 msk hunang 1 banani Öllu hent í blandarann og þetta er tilbúið! Drykkir Heilsa Morgunmatur Tengdar fréttir Heilsuþeytingur Þessi safi kemur þér af stað 25. janúar 2015 10:00 Ljúffengur hafra og möndlu þeytingur Án sykurs og tilvalinn í stað sætinda þegar löngunin hellist yfir. 29. október 2014 15:00 Grænn og vænn þeytingur - UPPSKRIFT Gæti ekki verið einfaldara. 21. júní 2014 10:00 Fjölbreyttir og heilsusamlegir sumardrykkir Heilsutorg.is inniheldur ýmsar sniðugar uppskriftir og fróðleik um heilsu. Lífið fékk leyfi til að birta girnilegar uppskriftir að heilsudrykkjum fyrir sumarið. 25. apríl 2014 16:00 Kaffihristingur - UPPSKRIFT Tilvalinn á fallegum sumardögum. 23. júní 2014 18:00 Morgunhristingar Evu Laufeyjar Hér koma uppskriftir að tveimur morgunhristingum úr eldhúsinu hennar Evu á Stöð 2. 17. mars 2015 11:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Þegar sumarið svífur yfir mann þá verður meira framboð af ávöxtum og mann langar oft í léttari mat og drykk. Þá er kjörið að henda ávöxtum í blandara með ferskum kryddjurtum, skvettu af safa og svo setja í litlar flöskur sem geyma má í ísskápnum svo hægt sé að grípa með sér útí sólina (nú eða bara rigninguna). Ekki aðeins eru þeir saðsamir heldur líka góð leið til að koma ávöxtum og grænmeti ofan í þá sem ekki eru duglegir við nart á slíku lostæti. Hér eru nokkrar frábærar uppskriftir sem henta bæði fullorðnum og börnum. Hægt er að skreyta þeytinginn með granóla ofan áVísir/Skjáskot Hnetusmjörs- og heslihnetu þeytingur 1 og 1/2 bolli kókosmjólk (ekki er verra ef hún er frosin í klakaboxi) 1 msk súkkulaðiheslihnetusmjör (getur líka búið til þitt eigið eða notað Nutella) 2 msk hnetusmjör 1 bolli grísk jógúrt 1 msk kakónibbur 1/2 frosin banani Skellir þessu í blandarann og þetta er komið. Ef kókosmjólkin er ekki frosin þá getur verið gott að setja nokkra klakamola með útí blandarann. Það má vel frysta alla ávexti sem ætlar að nota í þeytinga og þannig nýtast ávextir sem liggja undir skemmdum betur! Vísir/Skjáskot Hitabeltisþeytingur 1 bolli frosin hindber eða jarðaber (eða bæði!) 1 banani (ekki verra ef hann er frosin) 1 bolli kókosmjólk 1 bolli mangó (frosið) 1 til 1 og 1/2 bolli ananassafi Skvetta af vanillu (dropum eða kornum úr 1 stöng) 1 kiwi Hörfræ (ef vantar smá trefjar í mataræðið þitt) Hentu öllu í blandarann. Ef ávextirnir eru ekki frosnir getur verið gott að bæta klökum við. Vísir/Skjáskot Grænn kókosþeytingur 1/2 bolli kókosmjólk 1/2 bolli grísk jógúrt 1 bolli spínat 1 stór banani 1 grænt epli 2 msk kókosmjöl eða grófar kókosflögur (getur verið gott að létt rista inni í ofni eða á pönnu við vægan hita áður en setur útí en ekki nauðsynlegt) 1 bolli af klökum Eins og með aðra þeytinga, hendir þessu í blandarann og hann er tilbúinn. Vísir/Skjáskot Mangó og goji berja þeytingur 1 til 1 og 1/2 bolli mangó (frosið) 3/4 bolli appelsínusafi + 2 tsk appelsínubörkur 2 msk chia fræ (má sleppa) 1 banani (helst frosin) 3/4 bolli kókosmjólk (eða möndlumjólk) 1/3 bolli hindber (frosin) 1/3 bolli jarðaber (frosin) 2 msk goji ber 1 tsk ferskt engifer (rifið) 1 tsk vanilludropar Þú hendir öllu í blandarann nema chia fræjunum, þú setur þau bara seinast og blandar með skeið. Ef þig langar að gera þetta extra smart þá getur þú blandað uppskriftina í tveimur skrefum þannig að fyrst er helming af ávöxtunum blandað með safa og því hellt í glas eða flösku og svo er seinni helming blandað og þá með mjólkinni og því svo hellt ofan á hinn. Vísir/Getty Kirsuberjakaffi þeytingur 10-12 fersk kirsuber, steinhreinsuð 1 bolli kalt kaffi (hægt er að frysta nýuppáhellt kaffi í klakaboxi til að nýta í slíka drykki og þá getur þú sleppt klökunum) 1 bolli vanillujógúrt (getur notað venjulega jógúrt/AB mjólk en þá bætt vanilludropum við) 2 bollar klakar 1 msk hunang 1 banani Öllu hent í blandarann og þetta er tilbúið!
Drykkir Heilsa Morgunmatur Tengdar fréttir Heilsuþeytingur Þessi safi kemur þér af stað 25. janúar 2015 10:00 Ljúffengur hafra og möndlu þeytingur Án sykurs og tilvalinn í stað sætinda þegar löngunin hellist yfir. 29. október 2014 15:00 Grænn og vænn þeytingur - UPPSKRIFT Gæti ekki verið einfaldara. 21. júní 2014 10:00 Fjölbreyttir og heilsusamlegir sumardrykkir Heilsutorg.is inniheldur ýmsar sniðugar uppskriftir og fróðleik um heilsu. Lífið fékk leyfi til að birta girnilegar uppskriftir að heilsudrykkjum fyrir sumarið. 25. apríl 2014 16:00 Kaffihristingur - UPPSKRIFT Tilvalinn á fallegum sumardögum. 23. júní 2014 18:00 Morgunhristingar Evu Laufeyjar Hér koma uppskriftir að tveimur morgunhristingum úr eldhúsinu hennar Evu á Stöð 2. 17. mars 2015 11:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Ljúffengur hafra og möndlu þeytingur Án sykurs og tilvalinn í stað sætinda þegar löngunin hellist yfir. 29. október 2014 15:00
Fjölbreyttir og heilsusamlegir sumardrykkir Heilsutorg.is inniheldur ýmsar sniðugar uppskriftir og fróðleik um heilsu. Lífið fékk leyfi til að birta girnilegar uppskriftir að heilsudrykkjum fyrir sumarið. 25. apríl 2014 16:00
Morgunhristingar Evu Laufeyjar Hér koma uppskriftir að tveimur morgunhristingum úr eldhúsinu hennar Evu á Stöð 2. 17. mars 2015 11:30