Lífið

Leikkonan Anne Meara látin

Atli Ísleifsson skrifar
Hjónin Anne Meara og Jerry Stiller.
Hjónin Anne Meara og Jerry Stiller. Vísir/AFP
Bandaríska leikkonan og grínistinn Anne Meara er látin, 85 ára að aldri.

Meara og eiginmaður hennar Jerry Stiller unnu lengi saman og voru meðal annars með innslög undir heitinu Stiller & Meara í spjallþættinum Ed Sullivan Show.

Meara var móðir leikarans Ben Stiller og kom til að mynda fram í litlu hlutverki í myndinni Zoolander í leikstjórn Stiller frá árinu 2001. Jerry Stiller lék einnig í myndinni.

Feðgarnir Jerry og Ben Stiller staðfestu í yfirlýsingu að Meara væri látin, en gáfu engar frekari upplýsingar.

Meara starfaði lengi í sjónvarpi og kom meðal annars fram í þáttunum „All My Children“, „Rhoda“, „Alf“, „Sex and the City“ og „The King of Queens“.

Auk Ben átti Meara eina dóttur og nokkur barnabörn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.