Heilsa

Af hverju höldum við framhjá?

sigga dögg skrifar
Vísir/Getty
Esther Perel er sambandsráðgjafi sem hefur hefur sérhæft sig í framhjáhöldum.

Hér er hún á TED ráðstefnu og talar um framhjáhald og hvernig megi komast lengra en framhjáhaldið og af hverju við höldum framhjá og hvað það raunverulega þýði.

Esther segir fólk oft leggja ofurkröfur á makann sinn sem eigi að uppfylla langan lista af kröfum; eigi að vera besti vinur minn og sálufélagi og að þú sért ómissandi en þegar haldið er framhjá þá er sagt að þú sért ekki ómissandi og traust er brotið, ekki bara til makans heldur til allra. Heimur viðkomandi virðist hrynja.

Framhjáhald í sögulegu sambandi hefur alltaf verið til ama, sérstaklega með nútíma skilgreiningu á pari en það getur verið að skilgreining okkar á samböndum og kröfur sem setjum á samband geti verið óraunhæf. Sérstaklega í menningu þar sem eigum að sækjast eftir hamingju og við skiljum og höldum framhjá í leit að þessari hamingju, enn meiri hamingju en er í sambandinu. Samkvæmt Esther, er það í raun orðið tabú að vera áfram í sambandi þar sem annar aðili hefur haldið framhjá.

Lógíkin segir að ef allt er í lagi heima þá ferðu ekki annað. Tilfinningar og lógík fara hinsvegar sjaldan saman. 

En hvað ef ástríða rennur út? Hvað ef gott samband getur ekki fært þér allt?

Getur verið að framhjáhald snúist ekki um kynlíf heldur löngun í athygli? Þrá eftir því sem ekki er hægt að fá? Jafnvel máttur hins forboðna?

Hvað segir framhjáhald um hvað þig vantar sem einstakling og sem sambandið skortir?

Esther svarar því hér í myndbandinu að neðan og bendir á að hægt er að komast yfir framhjáhald.


Tengdar fréttir

Framhjáhald

Hvernig höldum við erótíkinni gangandi í langtímsambandi og af hverju eru framhjáhöld svona algeng? Sérfræðingar sitja fyrir svörum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.