Icelandair hefur áætlunarflug til Chicago Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2015 15:19 Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna. Mynd/icelandair Icelandair mun hefja áætlunarflug til O‘Hare flugvallar í Chicago í Bandaríkjunum í mars á næsta ári. Fyrst um sinn verður flogið fjórum sinnum í viku en flogið verður allan ársins hring. Sala er þegar hafin samkvæmt tilkynningu frá Icelandair og er þetta fimmti áfangastaður fyrirtækisins í Norður-Ameríku. Icelandair flaug til Chicago á árunum 1973 til 1988. „Chicago hefur verið til skoðunar hjá okkur um hríð. Með stækkun leiðakerfisins, fjölgun áfangastaða og aukinni tíðni, teljum við hafa skapast tækifæri fyrir okkur til að fara inn á þennan stóra markað sem Chicago er,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. „Chicagosvæðið er rúmlega tíu milljón manna markaður og með beinu flugi stefnum við að því að margfalda ferðamannafjöldann frá svæðinu til Íslands og bjóða auk þess upp á frábæra tengimöguleika til áfangastaða okkar í Evrópu. Að auki er Chicago sögufræg og spennandi borg fyrir Evrópubúa og okkur Íslendinga að heimsækja.“Meðfylgjandi er kort sem sýnir leiðakerfi Icelandair þar sem Chicago hefur verið bætt við.Mynd/IcelandairRahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, segir í tilkynningu frá O‘Hare flugvellinum að hann fagni þeim tækifærum og viðskiptum sem hinn nýi áfangastaður muni færa íbúum borgarinnar. Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna á eftir Los Angeles og New York. Í tilkynningunni kemur einnig fram að Icelandair eigi einnig í viðræðum við ferðamálayfirvöld í Montreal og alþjóðaflugvöllinn þar, varðandi mögulegt beint flug. Von er á niðurstöðu úr þeim samskiptum á næstu vikum. Icelandair flýgur á þessu ári til 39 áfangastaða, 14 í Norður-Ameríku og 25 í Evrópu. Tveir nýir áfangastaðir bætast við á árinu, Birmingham í Bretlandi, sem byrjað var að fljúga til í febrúar, og Portland í Oregon í Bandaríkjunum, en fyrsta flugið þangað verður í næstu viku, þriðjudaginn 19. maí. Fréttir af flugi Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Icelandair mun hefja áætlunarflug til O‘Hare flugvallar í Chicago í Bandaríkjunum í mars á næsta ári. Fyrst um sinn verður flogið fjórum sinnum í viku en flogið verður allan ársins hring. Sala er þegar hafin samkvæmt tilkynningu frá Icelandair og er þetta fimmti áfangastaður fyrirtækisins í Norður-Ameríku. Icelandair flaug til Chicago á árunum 1973 til 1988. „Chicago hefur verið til skoðunar hjá okkur um hríð. Með stækkun leiðakerfisins, fjölgun áfangastaða og aukinni tíðni, teljum við hafa skapast tækifæri fyrir okkur til að fara inn á þennan stóra markað sem Chicago er,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. „Chicagosvæðið er rúmlega tíu milljón manna markaður og með beinu flugi stefnum við að því að margfalda ferðamannafjöldann frá svæðinu til Íslands og bjóða auk þess upp á frábæra tengimöguleika til áfangastaða okkar í Evrópu. Að auki er Chicago sögufræg og spennandi borg fyrir Evrópubúa og okkur Íslendinga að heimsækja.“Meðfylgjandi er kort sem sýnir leiðakerfi Icelandair þar sem Chicago hefur verið bætt við.Mynd/IcelandairRahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, segir í tilkynningu frá O‘Hare flugvellinum að hann fagni þeim tækifærum og viðskiptum sem hinn nýi áfangastaður muni færa íbúum borgarinnar. Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna á eftir Los Angeles og New York. Í tilkynningunni kemur einnig fram að Icelandair eigi einnig í viðræðum við ferðamálayfirvöld í Montreal og alþjóðaflugvöllinn þar, varðandi mögulegt beint flug. Von er á niðurstöðu úr þeim samskiptum á næstu vikum. Icelandair flýgur á þessu ári til 39 áfangastaða, 14 í Norður-Ameríku og 25 í Evrópu. Tveir nýir áfangastaðir bætast við á árinu, Birmingham í Bretlandi, sem byrjað var að fljúga til í febrúar, og Portland í Oregon í Bandaríkjunum, en fyrsta flugið þangað verður í næstu viku, þriðjudaginn 19. maí.
Fréttir af flugi Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira