Frumsýnt á Vísi: Samkvæmisdansar Óla Geirs í nýju myndbandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. maí 2015 16:21 Samkvæmisdansararnir eru fyrirferðamiklir mynd/óli geir „Það er ógeðslega heitt þarna, stundum alveg fjörutíu gráður,“ segir Ólafur Geir Jónsson, yfirleitt kallaður Óli Geir, en hann er nýkominn heim frá Filipseyjum. Hann sendir í dag frá sér glænýtt lag. Lagið heitir Crank it up en Anna Hlín Sekulic syngur lagið. Þess má til gamans geta að akkúrat á þessum degi, fyrir sex árum síðan, endaði Anna Hlín í öðru sæti í fjórðu þáttaröð af Idol stjörnuleit. „Mér fannst röddin hennar henta laginu vel og ég hafði samband við hana. Hún var til í þetta og við dembdum okkur í hljóðver og kláruðum dæmið. Hún er ég með mjög töff rödd og ég man að ég hélt með henni í Idol,“ segir Óli Geir.Keypt af þýsku útgáfufyrirtæki Óli Geir vann að síðasta lagi sínu með Friðriki Dór en það var sungið á íslensku. „Það var erfiðara að koma því út en það hefur gengið betur með þetta. Þýskt útgáfufyrirtæki sem heitir Bang It! er búið að kaupa það og ætlar að dreifa því. Ég er nýbúinn að spila úti og er á leiðinni út til að spila meira.“ Á döfinni eru fleiri lög en engin plata. „Ég er ekki að spá í neinni plötu. Ég á tilbúin einhver fjögur lög og óþolinmæðin er alveg að fara með mig. Mann langar helst að koma þeim öllum út strax. En ætli það verði ekki um sex vikur í næsta lag,“ segir Óli Geir. Handritið að myndbandinu er eftir Birgi Ólaf Pétursson og Jóhann Birgi Jónasson en Birgir leikstýrir jafnframt myndbandinu. Viktor Aleksander Bogdanski var bak við linsuna og Aníta Hlín Guðnadóttir, Jón Eyþór Gottskálksson og Sveinbjörn Fjölnir Pétursson léku.Ekki hægt að gera öllum til geðs Myndbandið er eilítið öðruvísi en fyrri myndbönd Óla Geirs en þau hafa mörg hver innihaldið sæmilega stór partí og hann að spila. „Yfirleitt eru myndbönd við þessa tónlistarstefnu mjög svipuð. Það er einhver smá söguþráður og inn á milli má sjá brjálað partí þar sem DJ-inn er að spila. Það var annaðhvort að gera það eða fara í allt, allt aðra átt.“ Niðurstaðan var sú að fá tvo samkvæmisdansara til að taka sveiflu á meðan lagið spilast undir. Síðasta myndband Óla vakti umtal þar sem einhverjir vildu meina að hann væri að hvetja til áfengisneyslu unglinga en Óli segir að það tal hafi ekki haft nein áhrif á þetta myndband. „Það er alltaf einhver sem er óhress en ég leiddi það bara hjá mér. Þetta var svo mikil vitleysa. Tónlistarmyndbönd eru í raun stuttmyndir og hafa sinn eigin söguþráð. Ég meina ef þú sérð ungan alka í bíómynd, myndi þér detta í hug að myndin væri að hvetja til neyslu? Þetta gengur bara ekki upp,“ segir Óli Geir að lokum. Myndbandið má sjá hér að neðan. Tónlist Tengdar fréttir Herra Ísland þá, nú Herra Óli Geir í Asíu. 2. maí 2015 11:30 Óli Geir, Sjomlatips og Beauty Tips safna fyrir Fjölskylduhjálp Íslands Á laugardaginn verður djammað fyrir gott málefni. „Það verður enginn á bömmer eftir þetta kvöld," segir Óli Geir. 11. desember 2014 14:49 Óli Geir brann illa í Asíu: „Mér er illt. Ái. Áiiiiiii“ Plötusnúðurinn virðist hræddur um að fólk óski sér illt þar sem uppfærsla hans hefst á orðunum: "Gleður líklega marga að lesa þetta.“ 11. maí 2015 13:52 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er ógeðslega heitt þarna, stundum alveg fjörutíu gráður,“ segir Ólafur Geir Jónsson, yfirleitt kallaður Óli Geir, en hann er nýkominn heim frá Filipseyjum. Hann sendir í dag frá sér glænýtt lag. Lagið heitir Crank it up en Anna Hlín Sekulic syngur lagið. Þess má til gamans geta að akkúrat á þessum degi, fyrir sex árum síðan, endaði Anna Hlín í öðru sæti í fjórðu þáttaröð af Idol stjörnuleit. „Mér fannst röddin hennar henta laginu vel og ég hafði samband við hana. Hún var til í þetta og við dembdum okkur í hljóðver og kláruðum dæmið. Hún er ég með mjög töff rödd og ég man að ég hélt með henni í Idol,“ segir Óli Geir.Keypt af þýsku útgáfufyrirtæki Óli Geir vann að síðasta lagi sínu með Friðriki Dór en það var sungið á íslensku. „Það var erfiðara að koma því út en það hefur gengið betur með þetta. Þýskt útgáfufyrirtæki sem heitir Bang It! er búið að kaupa það og ætlar að dreifa því. Ég er nýbúinn að spila úti og er á leiðinni út til að spila meira.“ Á döfinni eru fleiri lög en engin plata. „Ég er ekki að spá í neinni plötu. Ég á tilbúin einhver fjögur lög og óþolinmæðin er alveg að fara með mig. Mann langar helst að koma þeim öllum út strax. En ætli það verði ekki um sex vikur í næsta lag,“ segir Óli Geir. Handritið að myndbandinu er eftir Birgi Ólaf Pétursson og Jóhann Birgi Jónasson en Birgir leikstýrir jafnframt myndbandinu. Viktor Aleksander Bogdanski var bak við linsuna og Aníta Hlín Guðnadóttir, Jón Eyþór Gottskálksson og Sveinbjörn Fjölnir Pétursson léku.Ekki hægt að gera öllum til geðs Myndbandið er eilítið öðruvísi en fyrri myndbönd Óla Geirs en þau hafa mörg hver innihaldið sæmilega stór partí og hann að spila. „Yfirleitt eru myndbönd við þessa tónlistarstefnu mjög svipuð. Það er einhver smá söguþráður og inn á milli má sjá brjálað partí þar sem DJ-inn er að spila. Það var annaðhvort að gera það eða fara í allt, allt aðra átt.“ Niðurstaðan var sú að fá tvo samkvæmisdansara til að taka sveiflu á meðan lagið spilast undir. Síðasta myndband Óla vakti umtal þar sem einhverjir vildu meina að hann væri að hvetja til áfengisneyslu unglinga en Óli segir að það tal hafi ekki haft nein áhrif á þetta myndband. „Það er alltaf einhver sem er óhress en ég leiddi það bara hjá mér. Þetta var svo mikil vitleysa. Tónlistarmyndbönd eru í raun stuttmyndir og hafa sinn eigin söguþráð. Ég meina ef þú sérð ungan alka í bíómynd, myndi þér detta í hug að myndin væri að hvetja til neyslu? Þetta gengur bara ekki upp,“ segir Óli Geir að lokum. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Tónlist Tengdar fréttir Herra Ísland þá, nú Herra Óli Geir í Asíu. 2. maí 2015 11:30 Óli Geir, Sjomlatips og Beauty Tips safna fyrir Fjölskylduhjálp Íslands Á laugardaginn verður djammað fyrir gott málefni. „Það verður enginn á bömmer eftir þetta kvöld," segir Óli Geir. 11. desember 2014 14:49 Óli Geir brann illa í Asíu: „Mér er illt. Ái. Áiiiiiii“ Plötusnúðurinn virðist hræddur um að fólk óski sér illt þar sem uppfærsla hans hefst á orðunum: "Gleður líklega marga að lesa þetta.“ 11. maí 2015 13:52 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Óli Geir, Sjomlatips og Beauty Tips safna fyrir Fjölskylduhjálp Íslands Á laugardaginn verður djammað fyrir gott málefni. „Það verður enginn á bömmer eftir þetta kvöld," segir Óli Geir. 11. desember 2014 14:49
Óli Geir brann illa í Asíu: „Mér er illt. Ái. Áiiiiiii“ Plötusnúðurinn virðist hræddur um að fólk óski sér illt þar sem uppfærsla hans hefst á orðunum: "Gleður líklega marga að lesa þetta.“ 11. maí 2015 13:52