Tónlist

Trommari Radiohead fer fögrum orðum um Mammút

Birgir Olgeirsson skrifar
Philip Selway spilaði Salt með Mammút í þættinum Finest hour á BBC nýverið.
Philip Selway spilaði Salt með Mammút í þættinum Finest hour á BBC nýverið. Vísir/Getty
Hljómsveitin Mammút er á miklu flugi um þessar mundir en hún skrifaði nýverið undir plötusamning við bresku plötuútgáfuna Bella Union. Sveitin hefur gefið út fimm laga plötu sem nefnist River´s end en á henni eru að finna lög sveitarinnar á ensku.

Sveitin var nýverið spiluð í þættinum Finest Hour hjá breska ríkisútvarpinu BBC en í þeim þætti hafði trommari Radiohead, Philip Selway, hlaupið í skarðið fyrir stjórnanda þáttarins Guy Garvey.

„Þetta er kvintett sem heldur uppi merkjum frábærrar tónlistar frá Íslandi. Mjög kröftugur staður,“ sagði Selway sem fór fögrum orðum um íslenska bandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.