Skúli Jón: Maður fær eitthvað auka með KR geninu Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. maí 2015 09:30 „Mér líst mjög vel á þetta. Það er búinn að vera stígandi í þessu og síðan ég kom í febrúar hefur bæst í hópinn. Maður finnur mun á liðinu með hverri viku og nú er þetta orðið mjög flott.“ Þetta segir Skúli Jón Friðgeirsson, miðvörður KR, við Vísi, en Fréttablaðið og Vísir spáir bikarmeisturunum öðru sæti á eftir FH í Pepsi-deildinni. KR-liðið byrjaði undirbúningstímabilið ekki vel en leikur þess hefur verið að skána. „Það er kominn fínn taktur í þetta. Við þurfum kannski að vera beinskeittari, en rólegri á síðasta þriðjungnum. Varnarleikurinn var almennt var góður og spilið fínt þannig þetta var eins og það á að vera viku fyrir mót,“ sagði Skúli Jón um leikinn gegn Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ. „Það segir sitt að við misstum fullt af mönnum og fengum marga nýja. Það eru líka komnir nýir þjálfarar. Auðvitað er erfitt að ætla byrja frábærlega með nýjan mannskap. Liðið þarf tíma en ég er alveg tilbúinn að tapa í febrúar ef við vinnum í júlí.“ Bjarni Guðjónsson er tekinn við KR og Guðmundur Benediktsson honum til aðstoðar, en báðir eru miklir KR-ingar. Hvorugir hafa þó mikla reynslu sem aðalþjálfarar. „Það skiptir máli fyrir KR og fyrir félagið að vera með KR-inga innanborðs. Klárlega hjálpar það til þegar þjálfararnir eru grjótharðir KR-ingar. Það er eitthvað auka sem menn eru með, en það er erfitt að útskýra það. Það er eitthvað KR gen sem menn fá í uppvextinum og það gefur eitthvað auka,“ segir Skúli Jón. Miðvörðurinn er að snúa aftur úr atvinnumennsku og kveðst spenntur fyrir deildinni sem hann segir betri en hann mundi. „Það eru meiri gæði en mann minnti. Manni hættir til að vanmeta deildina. Þegar maður var úti heyrði maður umtalið og það líta allir niður á Íslendinga þannig þó ég hafi spilað í þessari deild í sjö ár þá var ég samt á því að gæðin væru ekkert sérstök,“ segir Skúli Jón. „Síðan kemur maður til baka og sér bara hörku leikmenn og liðin sækja aðra hörku leikmenn í efstu deildir Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Þetta er alvöru deild þannig það er ekkert að því að koma hingað heim,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Mér líst mjög vel á þetta. Það er búinn að vera stígandi í þessu og síðan ég kom í febrúar hefur bæst í hópinn. Maður finnur mun á liðinu með hverri viku og nú er þetta orðið mjög flott.“ Þetta segir Skúli Jón Friðgeirsson, miðvörður KR, við Vísi, en Fréttablaðið og Vísir spáir bikarmeisturunum öðru sæti á eftir FH í Pepsi-deildinni. KR-liðið byrjaði undirbúningstímabilið ekki vel en leikur þess hefur verið að skána. „Það er kominn fínn taktur í þetta. Við þurfum kannski að vera beinskeittari, en rólegri á síðasta þriðjungnum. Varnarleikurinn var almennt var góður og spilið fínt þannig þetta var eins og það á að vera viku fyrir mót,“ sagði Skúli Jón um leikinn gegn Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ. „Það segir sitt að við misstum fullt af mönnum og fengum marga nýja. Það eru líka komnir nýir þjálfarar. Auðvitað er erfitt að ætla byrja frábærlega með nýjan mannskap. Liðið þarf tíma en ég er alveg tilbúinn að tapa í febrúar ef við vinnum í júlí.“ Bjarni Guðjónsson er tekinn við KR og Guðmundur Benediktsson honum til aðstoðar, en báðir eru miklir KR-ingar. Hvorugir hafa þó mikla reynslu sem aðalþjálfarar. „Það skiptir máli fyrir KR og fyrir félagið að vera með KR-inga innanborðs. Klárlega hjálpar það til þegar þjálfararnir eru grjótharðir KR-ingar. Það er eitthvað auka sem menn eru með, en það er erfitt að útskýra það. Það er eitthvað KR gen sem menn fá í uppvextinum og það gefur eitthvað auka,“ segir Skúli Jón. Miðvörðurinn er að snúa aftur úr atvinnumennsku og kveðst spenntur fyrir deildinni sem hann segir betri en hann mundi. „Það eru meiri gæði en mann minnti. Manni hættir til að vanmeta deildina. Þegar maður var úti heyrði maður umtalið og það líta allir niður á Íslendinga þannig þó ég hafi spilað í þessari deild í sjö ár þá var ég samt á því að gæðin væru ekkert sérstök,“ segir Skúli Jón. „Síðan kemur maður til baka og sér bara hörku leikmenn og liðin sækja aðra hörku leikmenn í efstu deildir Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Þetta er alvöru deild þannig það er ekkert að því að koma hingað heim,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00