Tónlist

Stórskotalið tónlistarmanna kemur fram á Kótelettunni í ár

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá hátíðinni í fyrra.
Frá hátíðinni í fyrra. Myndir/Kótelettan

Sálin hans Jóns míns, AmabAdamA, Páll Óskar, Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar og SSSól eru meðal þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Kótelettunni, sem haldin verður á Selfossi 12. til 14. júní.



„Við erum afar ánægð með að fá öll þessi frábæru tónlistaratriði á hátíðina,“ segir Einar Björnsson, aðalskipuleggjandi Kótelettunnar, í tilkynningu. „Það er mikill metnaður í mönnum að gera þetta vel. Við finnum að við höfum mikinn meðbyr með okkur enda hefur hátíðin heppnast vel undanfarin ár.“



Þetta er í sjötta skiptið sem Kótelettan, stærsta „grill-tónlistarveisla Íslands,“ er haldin. Einar segir hana heldur betur hafa stimplað sig inn hjá landsmönnum og að hún fari stækkandi ár frá ári.



„Við erum alla vega komnir það vel á kortið að það var minnst á okkur í síðasta áramótaskaupi,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.