Rakel Eva hvetur fólk áfram: „Það eru algjör lífsgæði að geta staðið upp úr rúminu“ Elísabet Margeirsdóttir skrifar 7. maí 2015 08:45 Elísabet og Rakel EvaVísir/Egill Aðalsteinsson Mörgum finnst tilhugsunin um að vakna eldsnemma á dimmum og köldum morgnum til að fara út að hreyfa sig ekki mjög spennandi. Það á svo sannarlega ekki við Rakel Evu Sævarsdóttur og æfingahópinn Áform sem hún stofnaði síðasta sumar. Ég prófaði æfingu með hópnum í vikunni og skemmti mér konunglega, en hún var einföld, skemmtileg og fyrir fólk í öllu mögulegu formi. „Það eru allir velkomnir, æfingarnar henta öllum og eru fyrir alla. Sama í hvaða formi þú ert, hvort sem þú ert sófakartafla og vilt snúa við blaðinu eða íþróttamaður í toppformi. Allir eru mættir til að hreyfa sig, taka vel á því, ná árangri, ýta sér út fyrir þægindarammann og síðast en ekki síst að hitta vini síni og njóta þess að svitna saman,“ segir Rakel.Vísir/Rakel EvaÞað má segja að Áform eigi rætur sínar að rekja til Boston í Bandaríkjunum en þar bjó Rakel um tíma og kynntist November Project hreyfingunni í ágúst árið 2013. „í stuttu máli byrjuðu tveir félagar í nóvember árið 2011 að hvetja hvorn annan til að halda sér í formi yfir háveturinn sér að kostnaðarlausu. Eftir að þeir fóru að auglýsa æfingarnar sínar á samfélagsmiðlum hefur þetta vaxið gríðarlega og má finna hreyfinguna í 19 borgum um Bandaríkin og eru um samtals 3000 manns sem mæta reglulega á æfingar á vegum November Project.“Rakel náði ótrúlegum árangri og þakkar góðri hvatningu frá vinum og ókunnugu fólki á æfingum. „Þessi frábæra tilfinning eftir góða æfingu togaði mann á lappir á morgnana og að vita að brosandi fólk beið mín, meira að segja þegar frostið fór niður í 15-20 stig yfir veturinn.“Hvað segir Rakel við fólk sem kýs að sofa lengur en hefði gott af því að mæta?„Ef þú vilt koma þér í form eru engar afsakanir gildar. Það eru algjör lífsgæði að geta staðið upp úr rúmini, klætt sig í hlaupagallann, reimað á sig skóna og farið út. Af hverju að nýta ekki þessi lífsgæði ef þau eru fyrir hendi?“ Áform hittist alla miðvikudagsmorgna við aðalbyggingu Háskóla Íslands og á föstudagsmorgnum við Hallgrímskirkju. Æfingar byrja á slaginu hálf sjö og er tekið á því í 40 mínútur. Allir eru velkomnir og það kostar ekkert.Áform á Facebook og Instagram Heilsa Heilsa video Tengdar fréttir "Við þurfum fleira fólk út að hjóla" Sesselja Traustadóttir hjá Hjólafærni lífgar upp á hjólamenningu landsins og gefur okkur ráð. Hlaupasumarið byrjaði með trompi á sumardaginn fyrsta með Víðavangshlaupi ÍR og Vormaraþoninu í Elliðaárdalnum. 1. maí 2015 13:30 Ókeypis hreyfing fyrir alla Tvo morgna í viku má sjá sístækkandi hóp fólks stunda fjölbreyttar æfingar víðsvegar um borginna. Forsprakki framtaksins hér á landi er Rakel Eva Sævarsdóttir. 4. október 2014 12:00 Góð hlaup fyrir byrjendur Elísabet Margeirsdóttir ræðir hlaupasumarið sitt. 6. maí 2015 14:15 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Elísabet og Rakel EvaVísir/Egill Aðalsteinsson Mörgum finnst tilhugsunin um að vakna eldsnemma á dimmum og köldum morgnum til að fara út að hreyfa sig ekki mjög spennandi. Það á svo sannarlega ekki við Rakel Evu Sævarsdóttur og æfingahópinn Áform sem hún stofnaði síðasta sumar. Ég prófaði æfingu með hópnum í vikunni og skemmti mér konunglega, en hún var einföld, skemmtileg og fyrir fólk í öllu mögulegu formi. „Það eru allir velkomnir, æfingarnar henta öllum og eru fyrir alla. Sama í hvaða formi þú ert, hvort sem þú ert sófakartafla og vilt snúa við blaðinu eða íþróttamaður í toppformi. Allir eru mættir til að hreyfa sig, taka vel á því, ná árangri, ýta sér út fyrir þægindarammann og síðast en ekki síst að hitta vini síni og njóta þess að svitna saman,“ segir Rakel.Vísir/Rakel EvaÞað má segja að Áform eigi rætur sínar að rekja til Boston í Bandaríkjunum en þar bjó Rakel um tíma og kynntist November Project hreyfingunni í ágúst árið 2013. „í stuttu máli byrjuðu tveir félagar í nóvember árið 2011 að hvetja hvorn annan til að halda sér í formi yfir háveturinn sér að kostnaðarlausu. Eftir að þeir fóru að auglýsa æfingarnar sínar á samfélagsmiðlum hefur þetta vaxið gríðarlega og má finna hreyfinguna í 19 borgum um Bandaríkin og eru um samtals 3000 manns sem mæta reglulega á æfingar á vegum November Project.“Rakel náði ótrúlegum árangri og þakkar góðri hvatningu frá vinum og ókunnugu fólki á æfingum. „Þessi frábæra tilfinning eftir góða æfingu togaði mann á lappir á morgnana og að vita að brosandi fólk beið mín, meira að segja þegar frostið fór niður í 15-20 stig yfir veturinn.“Hvað segir Rakel við fólk sem kýs að sofa lengur en hefði gott af því að mæta?„Ef þú vilt koma þér í form eru engar afsakanir gildar. Það eru algjör lífsgæði að geta staðið upp úr rúmini, klætt sig í hlaupagallann, reimað á sig skóna og farið út. Af hverju að nýta ekki þessi lífsgæði ef þau eru fyrir hendi?“ Áform hittist alla miðvikudagsmorgna við aðalbyggingu Háskóla Íslands og á föstudagsmorgnum við Hallgrímskirkju. Æfingar byrja á slaginu hálf sjö og er tekið á því í 40 mínútur. Allir eru velkomnir og það kostar ekkert.Áform á Facebook og Instagram
Heilsa Heilsa video Tengdar fréttir "Við þurfum fleira fólk út að hjóla" Sesselja Traustadóttir hjá Hjólafærni lífgar upp á hjólamenningu landsins og gefur okkur ráð. Hlaupasumarið byrjaði með trompi á sumardaginn fyrsta með Víðavangshlaupi ÍR og Vormaraþoninu í Elliðaárdalnum. 1. maí 2015 13:30 Ókeypis hreyfing fyrir alla Tvo morgna í viku má sjá sístækkandi hóp fólks stunda fjölbreyttar æfingar víðsvegar um borginna. Forsprakki framtaksins hér á landi er Rakel Eva Sævarsdóttir. 4. október 2014 12:00 Góð hlaup fyrir byrjendur Elísabet Margeirsdóttir ræðir hlaupasumarið sitt. 6. maí 2015 14:15 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
"Við þurfum fleira fólk út að hjóla" Sesselja Traustadóttir hjá Hjólafærni lífgar upp á hjólamenningu landsins og gefur okkur ráð. Hlaupasumarið byrjaði með trompi á sumardaginn fyrsta með Víðavangshlaupi ÍR og Vormaraþoninu í Elliðaárdalnum. 1. maí 2015 13:30
Ókeypis hreyfing fyrir alla Tvo morgna í viku má sjá sístækkandi hóp fólks stunda fjölbreyttar æfingar víðsvegar um borginna. Forsprakki framtaksins hér á landi er Rakel Eva Sævarsdóttir. 4. október 2014 12:00