Upprifjun: Robbi Gunn var í Fylkisliðinu sem skellti Arnari og félögum 6-1 fyrir 19 árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2015 12:30 Fylkir og Breiðablik mætast í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á Fylkisvelli klukkan 19.15 í kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á sunnudagskvöldið en var færður vegna vallarskilyrða á Fylkisvelli. Árbæingar vildu vera með völlinn í góðu standi fyrir fjögurra leikja törn um miðjan mánuðinn. Þetta er í annað skiptið á síðustu 19 árum sem Breiðablik og Fylkir eigast við í fyrstu umferð, en þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í fyrstu umferð Sjóvá-Almennra deildarinnar árið 1996 fengu Blikar skell. Fylkir var þá nýliði í deildinni en byrjaði af krafti og vann 6-1 sigur. Það er stærsti sigur nýliða í fyrstu umferð síðustu 30 árin.1-0 yfir í hálfleik Það sem er í raun ótrúlegast við leikinn er að Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé fallegu marki Sævars Péturssonar, bróður Lindu Pé, sem er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA í dag. Nýliðunum héldu engin bönd í seinni hálfleik, en þeir settu sex mörk á Blikana. Andri Marteinsson, sem hafði komið frá Þór um veturinn, kom gestunum á bragðið á 53. mínútu og Enes Cogis kom Fylki yfir, 2-1, þremur mínútum síðar. Fylkisgoðsögnin Kristinn Tómasson kom Árbæjarliðinu í 3-1 á 57. mínútu, en þá voru Fylkismenn búnir að skora þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla. Erfiður dagur fyrir Hajrudin Cardaklija í markinu sem gekk í raðir Leifturs eftir tímabilið. Þórhallur Dan Jóhannsson bætti við fjórða markinu áður en Kristinn Tómasson og Erlendur Þór Gunnarsson innsigluðu stórsigur Fylkis, 6-1, á 80. og 82. mínútu.Bæði lið fóru niður Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari Breiðabliks, var fyrirliði Breiðabliks þetta tímabilið, en í liðinu voru leikmenn á borð við Skagamanninn Pálma Haraldsson og Hákon Sverrisson. Eftir að sleppa naumlega við fall sumarið áður fóru Blikarnir niður í lok tímabilsins 1996. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkt lið og leikmenn á borð við Kjartan Sturluson, Enes Cogic, Ólaf Stígson, Andra Marteinsson, Finn Kolbeinsson og Kristinn Tómasson fylgdu Fylkismenn Blikum niður um deild. Verðandi silfurhetja var í leikmannahópnum hjá Fylki, en varamarkvörður liðsins var Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta. Róbert var efnilegur knattspyrnumarkvörður á árum áður. Vonandi fyrir áhorfendur í kvöld verður boðið upp á sjö mörk eða fleiri, en Arnar Grétarsson vonast vafalítið eftir því að fá ekki sömu útreið í fyrstu umferð gegn Fylki og hann gerði sem fyrirliði liðsins fyrir 19 árum síðan. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Fylkir og Breiðablik mætast í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á Fylkisvelli klukkan 19.15 í kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á sunnudagskvöldið en var færður vegna vallarskilyrða á Fylkisvelli. Árbæingar vildu vera með völlinn í góðu standi fyrir fjögurra leikja törn um miðjan mánuðinn. Þetta er í annað skiptið á síðustu 19 árum sem Breiðablik og Fylkir eigast við í fyrstu umferð, en þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í fyrstu umferð Sjóvá-Almennra deildarinnar árið 1996 fengu Blikar skell. Fylkir var þá nýliði í deildinni en byrjaði af krafti og vann 6-1 sigur. Það er stærsti sigur nýliða í fyrstu umferð síðustu 30 árin.1-0 yfir í hálfleik Það sem er í raun ótrúlegast við leikinn er að Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé fallegu marki Sævars Péturssonar, bróður Lindu Pé, sem er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA í dag. Nýliðunum héldu engin bönd í seinni hálfleik, en þeir settu sex mörk á Blikana. Andri Marteinsson, sem hafði komið frá Þór um veturinn, kom gestunum á bragðið á 53. mínútu og Enes Cogis kom Fylki yfir, 2-1, þremur mínútum síðar. Fylkisgoðsögnin Kristinn Tómasson kom Árbæjarliðinu í 3-1 á 57. mínútu, en þá voru Fylkismenn búnir að skora þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla. Erfiður dagur fyrir Hajrudin Cardaklija í markinu sem gekk í raðir Leifturs eftir tímabilið. Þórhallur Dan Jóhannsson bætti við fjórða markinu áður en Kristinn Tómasson og Erlendur Þór Gunnarsson innsigluðu stórsigur Fylkis, 6-1, á 80. og 82. mínútu.Bæði lið fóru niður Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari Breiðabliks, var fyrirliði Breiðabliks þetta tímabilið, en í liðinu voru leikmenn á borð við Skagamanninn Pálma Haraldsson og Hákon Sverrisson. Eftir að sleppa naumlega við fall sumarið áður fóru Blikarnir niður í lok tímabilsins 1996. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkt lið og leikmenn á borð við Kjartan Sturluson, Enes Cogic, Ólaf Stígson, Andra Marteinsson, Finn Kolbeinsson og Kristinn Tómasson fylgdu Fylkismenn Blikum niður um deild. Verðandi silfurhetja var í leikmannahópnum hjá Fylki, en varamarkvörður liðsins var Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta. Róbert var efnilegur knattspyrnumarkvörður á árum áður. Vonandi fyrir áhorfendur í kvöld verður boðið upp á sjö mörk eða fleiri, en Arnar Grétarsson vonast vafalítið eftir því að fá ekki sömu útreið í fyrstu umferð gegn Fylki og hann gerði sem fyrirliði liðsins fyrir 19 árum síðan. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30