Íslenski boltinn

Sjáið mörkin á Fylkisvellinum í kvöld og vítið sem Gunnleifur varði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fylkismenn fagna fyrsta marki leiksins.
Fylkismenn fagna fyrsta marki leiksins. Vísir/Stefán
Fylkir og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Fylkisvellinum í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta.

Liðin fengu því sitthvort stigið og voru einu liðin sem hvorki unnu eða töpuðu leik í fyrstu umferðinni.

Albert Brynjar Ingason skoraði mark Fylkis á 38. mínútu og kom liðinu yfir í fyrri hálfleik en Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði úr vítaspyrnu á upphafsmínútum síðari hálfleiks.

Albert Brynjar Ingason fékk tækifæri til að tryggja Fylkismönnum öll þrjú stigin en hann lét Gunnleif Gunnleifsson verja frá sér víti á 59. mínútu leiksins.

Blikar jöfnuðu úr vítaspyrnu á 48. mínútu en rétt áður en brotið var á Blikanum Davíð Kristjáni Ólafssyni vildu Fylkismenn fá aukaspyrnu.

Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk sem og vítaspyrnuna sem Gunnleifur Gunnleifsson varði.

1-0 Albert skorar fyrir Fylki 1-1 Guðjón Pétur jafnar úr víti Gunnleifur ver víti frá Alberti

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×