Formúla 1

Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins.
Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Vísir/Getty
Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Spáni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar. Hamilton var fljótastur á seinni æfingunni en Sebastian Vettel á Ferrari varð þá annar.

Það munaði sjö hundraðshlutum úr sekúndu á Mercedes mönnum. Ferrari var næsta lið á eftir Mercedes en það munaði næstum heilli sekúndu á Rosberg og Vettel í þriðja sæti og Kimi Raikkonen í fjórða sæti báðir á Ferrari.

Carlos Sainz og Max Verstappen á Toro Rosso náðu fimmta og sjötta sæti.

Þróunarökumennirnir Raffaele Marciello hjá Sauber, Jolyon Palmer hjá Lotus og Susie Wolff hjá Williams fengu tækifæri á fyrri æfingunni.

Fernando Alonso á nýsprautuðum McLaren bílnum, varð 11. á seinni æfingunni en 15. á fyrri á heimavelli.Vísir/getty
Á seinni æfingunni var Hamilton hraðastur og Vettel annar, Rosberg þriðji og Raikkonen fjórði. Jafnara var á með ökumönnum og mörg lið einbeittu sér að löngum aksturslotum sem eru hluti af undirbuningi liðanna fyrir keppni sunnudagsins.

Romain Grosjean lenti í því að vélarhlífin á Lotus bíl hans losnaði af á miklum hraða og splundraðist. Hann varði því talsverðum tíma á þjónustusvæðinu meðan viðgerð fór fram.

Vélavandræði gerðu það að verkum að Daniel Ricciardo á Red Bull komst ekki út af þjónustusvæðinu fyrr en rétt undir lokin þegar um 10 mínútur voru eftir af 90 mínútna langri æfingunni. Hann komst fjóra hringi.

Tímatakan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 á morgun útsendingin hefst klukkan 11:50.

Keppnin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 11:30 á sunnudag.

Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort sem inniheldur allar helstu upplýsingar um tíma og uppröðun ökumanna.


Tengdar fréttir

Moss: Rosberg vinnur Hamilton aldrei

Formúlu 1 goðsögnin Stirling Moss segir að Nico Rosberg eigi ekki möguleika á að vinna Lewis Hamilton í baráttunni um heimsmeistaratitil á meðan þeir eru í sama liði.

Nýtt útlit hjá McLaren

McLaren liðið hefur birt myndir af nýju útliti Formúlu 1 bíl sínum. Liðið vonar að nýja útlitið veiti því meðbyrinn sem það vantar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×