Íslenski boltinn

Karlakórinn Víkingur syngur Barfly með Badda Hall

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pepsi-deildarlið Víkings fer nýjar leiðir í að hvetja fólk til að kaupa ársmiða á Víkingsvöllinn í sumar.

Leikmenn liðsins, þjálfarar og liðsstjórar skelltu sér í hljóðver þar sem þeir sungu viðlagið fræga úr laginu Barfly með Jeff Who?

Lagið gerði allt vitlaust á sínum tíma og hafa Víkingar notað viðlagið sem markastef á Víkingsvellinum í mörg ár enda söngvarinn fyrrverandi leikmaður liðsins.

Bjarni Lárus Ball, eða Baddi í Jeff Who? var öflugur knattspyrnumaður á sínum tíma sem spilaði allan sinn meistaraflokksferil í Víkinni.

Hann spilaði 110 leiki fyrir Víking í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins og bikarnum og skoraði níu mörk.

Fyrsti heimaleikur Víkings verður á sunnudagskvöldið þegar liðið tekur á móti Val klukkan 19.15. Víkingar byrjuðu Pepsi-deildina á sögulegum sigri í Keflavík, en Valur tapaði fyrir nýliðum Leiknis á heimavelli.

Þetta skemmtilega myndband má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×