Tónlist

Ásgeir Trausti í Ástralíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásgeir Trausti er í tónleikaferð.
Ásgeir Trausti er í tónleikaferð.
Tónlistarmaðurinn vinsæli Ásgeir Trausti er staddur í Ástralíu ásamt hljómsveit sinni en félagarnir eru á tónleikaferðalagi og munu á næstu dögum spila fyrir um 40.000 manns í fimm borgum þar í landi. Með þeim á ferðalaginu er breska rokkhljómsveitin alt-J, en sú var meðal annars tilnefnd til Grammy verðlauna árið 2012 fyrir breiðskífuna This Is All Yours.

Til þess að gefa íslenskum aðdáendum innsýn í lífið á tónleikaferðalaginu ætla Ásgeir og aðrir hljómsveitarmeðlimir að taka yfir NOVA snappið og munu snappa frá borgunum Melbourne og Sidney dagana 9. – 11. maí næstkomandi.

Ásgeir Trausti treður síðan upp í Hörpu 16. júní og verða það síðustu tónleikarnir sem hann spilar á til að fylgja eftir frumraun sinni, Dýrð í dauðaþögn, sem kom út í september árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.