Íslenski boltinn

Nýliðar á toppnum í þriðja sinn á fjórum árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Valli
Nýliðar Leiknis sitja í efsta sætinu eftir fyrstu umferð Pepsi-deildar karla en þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum þar sem nýliðar eru á toppnum eftir fyrstu umferð.

Fjölnir (2014) og Selfoss (2012) voru líka á toppnum eftir fyrsta leik og alveg eins var hjá Leikni þá var þessum liðum spáð neðsta sætinu í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna.

Fjölnismenn unnu tvo fyrstu leiki sína í fyrra og náðu ennfremur í stig í fyrstu sex leikjum sínum en Selfossliðið frá 2012 tapaði leikjum sínum í umferðum tvö og þrjú.

Stjörnumenn (2009) voru líka í sömu aðstöðu og fyrrnefnd lið fyrir sex árum en þeir sem nýliðar unnu þá þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-1 eftir að hafa verið spáð neðsta sætinu í spánni.  

Næsti leikur Leiknis er nýliðarslagur á móti ÍA í Efra-Breiðholtinu á mánudagskvöldið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×