Steinunn: Sjálfstraust er ofmetnasti mannkosturinn Ritstjórn skrifar 30. apríl 2015 16:23 Steinunn Sigurðardóttir Glamour/Axel Sig Steinunni Sigurðardóttur þekkja flestir Íslendingar fyrir hönnun sína. Steinunn, kölluð Steina af fjölskyldu og vinum, gegndi starfi yfirhönnuðar hjá merkjum á borð við Gucci, Calvin Klein og La Perla, auk þess sem hún hefur starfað sjálfstætt með mörgum þekktum hönnuðum. Árið 2000 stofnaði Steinunn merki undir eigin nafni, og hefur sýnt föt sín um allan heim, auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga, þar sem fatahönnun hennar teygir anga sína inn í önnur listform. Sjálf segir hún að hrærigrautur listar og menningar hér á landi veiti sér mestan innblástur.Í hverju felst hamingjan?Að vera með eiginmanni og syni mínum í Hólmanum.Hver er þinn stærsti ótti?Flughræðsla.Hvaða persónu úr mannkynsögunni samsvarar þú þér mest með?Katharine Graham.Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til?Hillary Clinton.Hvað finnst þér erfiðast í eigin fari?Óþolinmæði.Hvað finnst þér erfiðast í fari annarra?Að geta ekki komið hreint til dyra.Hvað leyfirðu þér sem þú hefur eiginlega ekki efni á?Að kaupa íslenska samtímalist.Hvert er uppáhalds ferðalagið þitt?Ferðin mín til Patmos og Momenvasia á Grikklandi.Hver er ofmetnasti mannkosturinn?Sjálfstraust.Hvenær finnst þér í lagi að ljúga?Þegar ég segi hundinum mínum að ég fari með hann út eftir 10 mínútur og svo líða 20 mínútur.Hvaða núlifandi manneskja finnst þér óbærileg?Kim Kardashian.Hvaða orð eða frasa ofnotar þú? „Geðveikt“Hver er þín mesta eftirsjá?Að eiga ekki 4 börn.Hvað eða hver er stóra ástin í lífi þínu?Eiginmaðurinn til 28 ára.Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir?Að geta spilað vel á gítar.Hverju myndirðu helst vilja breyta við sjálfa þig?Að fá gamla slétta hárið mitt til bakaHverju myndirðu vilja breyta við fjölskyldu þína?Að hún hittist meira, hún er að hluta erlendis.Hvert er þitt mesta afrek?Að takast á við son minn og hans fötlun.Hvað verður þú í næsta lífi?Fatahönnuður. Hvað er það verðmætasta sem þú átt?Að gefast ekki upp.Hvað gerir þig dapra?Frekja annarra.Hvar myndirðu vilja búa?Í New YorkHvaða starf er virðingarverðast?Að vinna í sorpi.Hvað kanntu best við í fari karlmanna?Að þeir komist til tunglsins og til baka.Hvað kanntu best við í fari kvenna?Að sjá út fyrir fegurðarrammann.Hvað kanntu best við í fari vina þinna?Heiðarleika.Hverjir eru uppáhaldshöfundarnir þínir?Á mér ekki uppáhaldshöfund.Hver er uppáhaldskvikmyndin þín?Lawrence of Arabia.Hvaða nöfn finnst þér fallegust?Alexander og Esja.Hvert er þitt mottó?Að bæta heiminn. Glamour Tíska Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Pallíettutíminn er runninn upp Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour
Steinunni Sigurðardóttur þekkja flestir Íslendingar fyrir hönnun sína. Steinunn, kölluð Steina af fjölskyldu og vinum, gegndi starfi yfirhönnuðar hjá merkjum á borð við Gucci, Calvin Klein og La Perla, auk þess sem hún hefur starfað sjálfstætt með mörgum þekktum hönnuðum. Árið 2000 stofnaði Steinunn merki undir eigin nafni, og hefur sýnt föt sín um allan heim, auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga, þar sem fatahönnun hennar teygir anga sína inn í önnur listform. Sjálf segir hún að hrærigrautur listar og menningar hér á landi veiti sér mestan innblástur.Í hverju felst hamingjan?Að vera með eiginmanni og syni mínum í Hólmanum.Hver er þinn stærsti ótti?Flughræðsla.Hvaða persónu úr mannkynsögunni samsvarar þú þér mest með?Katharine Graham.Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til?Hillary Clinton.Hvað finnst þér erfiðast í eigin fari?Óþolinmæði.Hvað finnst þér erfiðast í fari annarra?Að geta ekki komið hreint til dyra.Hvað leyfirðu þér sem þú hefur eiginlega ekki efni á?Að kaupa íslenska samtímalist.Hvert er uppáhalds ferðalagið þitt?Ferðin mín til Patmos og Momenvasia á Grikklandi.Hver er ofmetnasti mannkosturinn?Sjálfstraust.Hvenær finnst þér í lagi að ljúga?Þegar ég segi hundinum mínum að ég fari með hann út eftir 10 mínútur og svo líða 20 mínútur.Hvaða núlifandi manneskja finnst þér óbærileg?Kim Kardashian.Hvaða orð eða frasa ofnotar þú? „Geðveikt“Hver er þín mesta eftirsjá?Að eiga ekki 4 börn.Hvað eða hver er stóra ástin í lífi þínu?Eiginmaðurinn til 28 ára.Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir?Að geta spilað vel á gítar.Hverju myndirðu helst vilja breyta við sjálfa þig?Að fá gamla slétta hárið mitt til bakaHverju myndirðu vilja breyta við fjölskyldu þína?Að hún hittist meira, hún er að hluta erlendis.Hvert er þitt mesta afrek?Að takast á við son minn og hans fötlun.Hvað verður þú í næsta lífi?Fatahönnuður. Hvað er það verðmætasta sem þú átt?Að gefast ekki upp.Hvað gerir þig dapra?Frekja annarra.Hvar myndirðu vilja búa?Í New YorkHvaða starf er virðingarverðast?Að vinna í sorpi.Hvað kanntu best við í fari karlmanna?Að þeir komist til tunglsins og til baka.Hvað kanntu best við í fari kvenna?Að sjá út fyrir fegurðarrammann.Hvað kanntu best við í fari vina þinna?Heiðarleika.Hverjir eru uppáhaldshöfundarnir þínir?Á mér ekki uppáhaldshöfund.Hver er uppáhaldskvikmyndin þín?Lawrence of Arabia.Hvaða nöfn finnst þér fallegust?Alexander og Esja.Hvert er þitt mottó?Að bæta heiminn.
Glamour Tíska Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Pallíettutíminn er runninn upp Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour