Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2015 16:54 Hafþór Júlíus Björnsson gerði það sem þurfti til að halda efsta sætinu í sínu riðli í keppninni Sterkasti maður heims í Kuala Lumpur. Hafþór Júlíus og Benedikt Magnússon kepptu aðeins í einni grein í dag, öðrum degi keppninnar, en það var hnébeygjan. Í henni eru notuð risavaxin sirkuslóð sem vega 700 pund, eða 325 kíló. Eiga keppendur síðan að gera eins margar beygjur og þeir mögulega geta innan ákveðins tímaramma. Hafþór Júlíus tók öruggar fimm beygjur sem var nóg fyrir hann til að halda efsta sætinu í sínum riðli. „Það má ekki gleyma því að þessi keppni er maraþon, en ekki spretthlaup og því oft gott að spara orkuna fyrir næstu greinar,“ segir Andri Reyr Vignissonar, sem ásamt Einari Magnúsi Ólafíusyni er augu og eyru Vísi í Kuala Lumpur á meðan keppninni stendur.Óvissa með Benedikt Benedikt hafði ætlað sér að ná allavega sjö beygjum til að ná öðru sæti í greininni og koma sér þannig í annað sætið í sínum riðla á eftir engum öðrum en Zydrunas Savickas, fjörföldum sterkasta manni heims og núverandi meistara. Benedikt meiddist hins vegar illa í annarri beygjunni og voru þeir Andri Reyr og Hafþór Júlíus kallaðir til og beðnir að aðstoða liðsfélaga sinn frá keppnisstað. Þeir tóku hann á sitthvora öxlina og komu honum inn í læknistjaldið þar sem hann fékk aðhlynningu. „Læknarnir hérna úti telja hann hafa rifið vöðvafestingu við hné eða ofan við hnéð. Alvarleiki meiðslanna liggur þó ekki alveg fyrir en samkvæmt því finnst okkur ólíklegt að hann haldi áfram keppni,“ segir Einar.Hitinn og rakinn gera keppendum erfitt fyrir „Hitinn og rakinn hérna í Malasíu er ekki að fara vel í keppendur, hérna eru menn að takast á við þyngstu lóð og erfiðustu greinar sem sést hafa í sögu kepnninnar um sterkasta mann heims, skilyrðin sem átt er við eru því að spila stóran leik og gríðarlegt álag á öllum þáttakendum,“ segir Einar en Benedikt er ekki sá eini sem hefur meiðst það sem af er keppni. „Í hans riðli einum hafa alls þrír keppendur að honum meðtöldum þurft að hætta keppni sökum meiðsla en líkami manna er hreinlega að gefa sig í hitanum og því mikilvægt að passa upp á að okkar maður Hafþór sé vel vökvaður og saltaður út mótið svo hann haldist heill.“Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015. Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Benedikt meiddist í Kuala Lumpur Ekki hefur komið í ljós hve alvarleg meiðslin eru. 20. apríl 2015 13:53 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson gerði það sem þurfti til að halda efsta sætinu í sínu riðli í keppninni Sterkasti maður heims í Kuala Lumpur. Hafþór Júlíus og Benedikt Magnússon kepptu aðeins í einni grein í dag, öðrum degi keppninnar, en það var hnébeygjan. Í henni eru notuð risavaxin sirkuslóð sem vega 700 pund, eða 325 kíló. Eiga keppendur síðan að gera eins margar beygjur og þeir mögulega geta innan ákveðins tímaramma. Hafþór Júlíus tók öruggar fimm beygjur sem var nóg fyrir hann til að halda efsta sætinu í sínum riðli. „Það má ekki gleyma því að þessi keppni er maraþon, en ekki spretthlaup og því oft gott að spara orkuna fyrir næstu greinar,“ segir Andri Reyr Vignissonar, sem ásamt Einari Magnúsi Ólafíusyni er augu og eyru Vísi í Kuala Lumpur á meðan keppninni stendur.Óvissa með Benedikt Benedikt hafði ætlað sér að ná allavega sjö beygjum til að ná öðru sæti í greininni og koma sér þannig í annað sætið í sínum riðla á eftir engum öðrum en Zydrunas Savickas, fjörföldum sterkasta manni heims og núverandi meistara. Benedikt meiddist hins vegar illa í annarri beygjunni og voru þeir Andri Reyr og Hafþór Júlíus kallaðir til og beðnir að aðstoða liðsfélaga sinn frá keppnisstað. Þeir tóku hann á sitthvora öxlina og komu honum inn í læknistjaldið þar sem hann fékk aðhlynningu. „Læknarnir hérna úti telja hann hafa rifið vöðvafestingu við hné eða ofan við hnéð. Alvarleiki meiðslanna liggur þó ekki alveg fyrir en samkvæmt því finnst okkur ólíklegt að hann haldi áfram keppni,“ segir Einar.Hitinn og rakinn gera keppendum erfitt fyrir „Hitinn og rakinn hérna í Malasíu er ekki að fara vel í keppendur, hérna eru menn að takast á við þyngstu lóð og erfiðustu greinar sem sést hafa í sögu kepnninnar um sterkasta mann heims, skilyrðin sem átt er við eru því að spila stóran leik og gríðarlegt álag á öllum þáttakendum,“ segir Einar en Benedikt er ekki sá eini sem hefur meiðst það sem af er keppni. „Í hans riðli einum hafa alls þrír keppendur að honum meðtöldum þurft að hætta keppni sökum meiðsla en líkami manna er hreinlega að gefa sig í hitanum og því mikilvægt að passa upp á að okkar maður Hafþór sé vel vökvaður og saltaður út mótið svo hann haldist heill.“Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015.
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Benedikt meiddist í Kuala Lumpur Ekki hefur komið í ljós hve alvarleg meiðslin eru. 20. apríl 2015 13:53 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Benedikt meiddist í Kuala Lumpur Ekki hefur komið í ljós hve alvarleg meiðslin eru. 20. apríl 2015 13:53
Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55