Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2015 16:54 Hafþór Júlíus Björnsson gerði það sem þurfti til að halda efsta sætinu í sínu riðli í keppninni Sterkasti maður heims í Kuala Lumpur. Hafþór Júlíus og Benedikt Magnússon kepptu aðeins í einni grein í dag, öðrum degi keppninnar, en það var hnébeygjan. Í henni eru notuð risavaxin sirkuslóð sem vega 700 pund, eða 325 kíló. Eiga keppendur síðan að gera eins margar beygjur og þeir mögulega geta innan ákveðins tímaramma. Hafþór Júlíus tók öruggar fimm beygjur sem var nóg fyrir hann til að halda efsta sætinu í sínum riðli. „Það má ekki gleyma því að þessi keppni er maraþon, en ekki spretthlaup og því oft gott að spara orkuna fyrir næstu greinar,“ segir Andri Reyr Vignissonar, sem ásamt Einari Magnúsi Ólafíusyni er augu og eyru Vísi í Kuala Lumpur á meðan keppninni stendur.Óvissa með Benedikt Benedikt hafði ætlað sér að ná allavega sjö beygjum til að ná öðru sæti í greininni og koma sér þannig í annað sætið í sínum riðla á eftir engum öðrum en Zydrunas Savickas, fjörföldum sterkasta manni heims og núverandi meistara. Benedikt meiddist hins vegar illa í annarri beygjunni og voru þeir Andri Reyr og Hafþór Júlíus kallaðir til og beðnir að aðstoða liðsfélaga sinn frá keppnisstað. Þeir tóku hann á sitthvora öxlina og komu honum inn í læknistjaldið þar sem hann fékk aðhlynningu. „Læknarnir hérna úti telja hann hafa rifið vöðvafestingu við hné eða ofan við hnéð. Alvarleiki meiðslanna liggur þó ekki alveg fyrir en samkvæmt því finnst okkur ólíklegt að hann haldi áfram keppni,“ segir Einar.Hitinn og rakinn gera keppendum erfitt fyrir „Hitinn og rakinn hérna í Malasíu er ekki að fara vel í keppendur, hérna eru menn að takast á við þyngstu lóð og erfiðustu greinar sem sést hafa í sögu kepnninnar um sterkasta mann heims, skilyrðin sem átt er við eru því að spila stóran leik og gríðarlegt álag á öllum þáttakendum,“ segir Einar en Benedikt er ekki sá eini sem hefur meiðst það sem af er keppni. „Í hans riðli einum hafa alls þrír keppendur að honum meðtöldum þurft að hætta keppni sökum meiðsla en líkami manna er hreinlega að gefa sig í hitanum og því mikilvægt að passa upp á að okkar maður Hafþór sé vel vökvaður og saltaður út mótið svo hann haldist heill.“Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015. Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Benedikt meiddist í Kuala Lumpur Ekki hefur komið í ljós hve alvarleg meiðslin eru. 20. apríl 2015 13:53 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson gerði það sem þurfti til að halda efsta sætinu í sínu riðli í keppninni Sterkasti maður heims í Kuala Lumpur. Hafþór Júlíus og Benedikt Magnússon kepptu aðeins í einni grein í dag, öðrum degi keppninnar, en það var hnébeygjan. Í henni eru notuð risavaxin sirkuslóð sem vega 700 pund, eða 325 kíló. Eiga keppendur síðan að gera eins margar beygjur og þeir mögulega geta innan ákveðins tímaramma. Hafþór Júlíus tók öruggar fimm beygjur sem var nóg fyrir hann til að halda efsta sætinu í sínum riðli. „Það má ekki gleyma því að þessi keppni er maraþon, en ekki spretthlaup og því oft gott að spara orkuna fyrir næstu greinar,“ segir Andri Reyr Vignissonar, sem ásamt Einari Magnúsi Ólafíusyni er augu og eyru Vísi í Kuala Lumpur á meðan keppninni stendur.Óvissa með Benedikt Benedikt hafði ætlað sér að ná allavega sjö beygjum til að ná öðru sæti í greininni og koma sér þannig í annað sætið í sínum riðla á eftir engum öðrum en Zydrunas Savickas, fjörföldum sterkasta manni heims og núverandi meistara. Benedikt meiddist hins vegar illa í annarri beygjunni og voru þeir Andri Reyr og Hafþór Júlíus kallaðir til og beðnir að aðstoða liðsfélaga sinn frá keppnisstað. Þeir tóku hann á sitthvora öxlina og komu honum inn í læknistjaldið þar sem hann fékk aðhlynningu. „Læknarnir hérna úti telja hann hafa rifið vöðvafestingu við hné eða ofan við hnéð. Alvarleiki meiðslanna liggur þó ekki alveg fyrir en samkvæmt því finnst okkur ólíklegt að hann haldi áfram keppni,“ segir Einar.Hitinn og rakinn gera keppendum erfitt fyrir „Hitinn og rakinn hérna í Malasíu er ekki að fara vel í keppendur, hérna eru menn að takast á við þyngstu lóð og erfiðustu greinar sem sést hafa í sögu kepnninnar um sterkasta mann heims, skilyrðin sem átt er við eru því að spila stóran leik og gríðarlegt álag á öllum þáttakendum,“ segir Einar en Benedikt er ekki sá eini sem hefur meiðst það sem af er keppni. „Í hans riðli einum hafa alls þrír keppendur að honum meðtöldum þurft að hætta keppni sökum meiðsla en líkami manna er hreinlega að gefa sig í hitanum og því mikilvægt að passa upp á að okkar maður Hafþór sé vel vökvaður og saltaður út mótið svo hann haldist heill.“Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015.
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Benedikt meiddist í Kuala Lumpur Ekki hefur komið í ljós hve alvarleg meiðslin eru. 20. apríl 2015 13:53 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
Benedikt meiddist í Kuala Lumpur Ekki hefur komið í ljós hve alvarleg meiðslin eru. 20. apríl 2015 13:53
Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55