Mikla athygli hefur vakið að tveir vestrænir gíslar sem voru í haldi al-Qaeda létu lífið í drónaárás Bandaríkjanna í janúar. Barack Obama Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir mikilli eftirsjá vegna þessa, en stærði sig jafnframt af því að bandarísk stjórnvöld hefðu brugðist við með því að greina opinskátt frá því sem gerðist. Mennirnir sem létu lífið í árásinni hétu Warren Weinstein frá Bandaríkjunum og Giovanni Lo Porto frá Ítalíu. Frá því að drónaárásir Bandaríkjanna hófust árið 2004 hafa hins vegar hundruð almennra borgara í Pakistan, Jemen og Afganistan látið lífið.Sjá einnig: Tveir gíslar létu lífið Obama hét því að læra af þessu atviki. Þá vottaði utanríkisráðuneyti Pakistan fjölskyldum Weinstein og Lo Porta samúð sína. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að Pakistanar þekki þá sorg, enda hafi þúsundir þeirra látið lífið í stríðinu gegn hryðjuverkum. „Dauði þeirra Weinstein og Lo Porto í drónaárás sýna fram á áhættuna og þær afleiðingar sem notkun þessarar tækni getur haft og Pakistan hefur bent á í langan tíma.“ Samkvæmt tölum AFP, sem unnar eru upp úr rannsókn Samtaka rannsóknarblaðamanna, hafa verið gerðar 415 drónaárásir í Pakistan frá 2004 og í þeim hafa fallið 3.949 manns. Af þeim er talið að 962 hafi verið almennir borgarar. Þá hafa 111 árásir verið gerðar í Jemen. Í þeim hafa 1.106 fallið, þar af 157 almennir borgarar. Tölurnar er hægt að sjá á myndinni hér að neðan: #INFOGRAPHIC: US drone strikes since 2004 pic.twitter.com/0bjFkYgqp4— Agence France-Presse (@AFP) April 24, 2015 Óttast heiðskíran himin Flestar drónaárásanna hafa verið gerðar í vesturhluta Pakistan, þar sem fjölmargir talíbanar halda til á landamærunum við Afganistan. Þann 24. október 2012 dó hin 67 ára gamla Momina Bibi þar sem hún var að vinna í garði sínum. Með henni var meðal annars hin 19 ára gamla Nabeela og inni í húsinu var Zubair sem þá var tólf ára gamall. Talið var að drónaárás hafi verið gerð á fjölskylduna. Fjölmiðlar sem vitnuðu í ónafngreinda heimildarmenn hjá pakistanska hernum sögðu að fjórir vígamenn hefðu verið felldir í drónaárás. Það vakti athygli rannsakenda hjá Amnesty International.Rafiq ur Rehman fór með fjölskyldu sína til Washington til að segja sögu þeirra fyrir bandaríska þinginu.Vísir/AFP„Til að byrja með heyrðum við fjölmargar mismunandi sögur,“ sagði Mustafa Qadri frá Amnesty við Guardian. „Ein var á þá leið að konan hafi verið að elda fyrir vígamenn og þess vegna hafi hún látið lífið. Önnur var um að vígamaður á mótorhjóli hefði verið við hlið hennar. Svo var ein enn sem var um að vígamaður í Jeppa hefði hringt úr farsíma á þeim stað sem hún lést, bara tíu mínútum áður.“ Qadri fékk útsendara sína til að spyrja fjölskylduna út í atvikið, án þess að þau vissu að Amnesty væri að rannsaka málið. Hann sagði að saga fjölskyldunnar hefði verið trúverðug og samræmd. Þá voru sprengjubrot á vettvangi rannsökuð af sérfræðingi sem sagði nánast öruggt að þau væru úr Hellfire flugskeyti. Þar að auki sögðust sjónarvottar hafa heyrt í flugskeytunum. Fjölskyldan hélt til Bandaríkjanna ári seinna þar sem þau sögðu sögu sína fyrir framan bandaríska þingið og ræddu við fjölmiðla. Tilgangurinn var að leita svara við spurningunni sem hafði nagað þau öll: Hvers vegna lést Momina Bibi í drónaárás? Zubair sjálfur, sem særðist í árásinni, sagði fjölmiðlum á þeim tíma að hann væri fullur ótta þegar himinn væri heiðskír, þá kæmu drónarnir. Því þætti honum betra þegar það væri skýjað. Í viðtali við Al Jazeera sagðist hann viss um að drónaárás hefði verið gerð. Hann sagðist hafa heyrt í dróna sveimandi yfir svæðinu og að jafnvel tveggja ára börn viti hvernig hljóðið frá þeim er. „Við hlustum á þetta hljóð allan sólarhringinn.“ Yfirvöld í Bandaríkjunum staðfestu ekki að um drónaárás hafi verið að ræða og talsmaður CIA neitaði að tjá sig um málið.Bandaríkin er með flugstöðvar fyrir dróna víða um Mið-Austurlönd.Vísir/GraphicNewsSkortur á flugmönnum Drónunum, sem notaðir eru til loftárása í Mið-Austurlöndum og í Afríku, er flogið af flugmönnum sem sitja í þægilegum stólum í herstöðvum í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að flugmenn dróna séu í þúsunda kílómetra fjarlægð tekur álagið sinn toll á þeim. Í síðasta mánuði bárust fregnir af því að 240 flugmenn hefðu sagt upp á einu ári. Flugher Bandaríkjanna glímir nú við manneklu og hafa flugmenn í varaliði sem að mestu fljúga farþega- og farmvélum verið boðaðir til starfa. Flugherinn segir þessa menn hafa hætt vegna mikils vinnuálags. Flugmennirnir sjálfir segja að aðrir flugmenn komi fram við þá af fyrirlitningu og það sé erfitt að horfa upp á hrylling stríðs á hverjum degi. Að mestu leyti safna drónaflugmenn upplýsingum með myndavélum og standa vörð um hermenn á jörðu niðri.Lagaleg óvissa Fimm dögum eftir að gíslarnir tveir létu lífið í janúar var maður að nafni Adam Gadahn felldur í annarri drónaárás í Pakistan. Hann var Bandaríkjamaður og kom mikið fram í áróðri al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna. Samkvæmt Reuters er líklegt að fráfall hans sé mikið högg fyrir samtökin. Sérstaklega þegar litið er til áróðursstríðs al-Qaeda og Íslamska ríkisins.Adam Gadahn.Vísir/EPAAdam Gadahn var sá fyrsti í Bandaríkjunum sem kærður var fyrir landráð frá seinni heimstyrjöldinni og höfðu yfirvöld í Washington heitið milljón dollurum fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku hans eða dauða. Annar Bandaríkjamaður sem gengið hafði til liðs við hryðjuverkasamtökin lét lífið í árásinni sem Weinstein og Lo Porto féllu í. Alls hafa tíu bandarískir ríkisborgarar látið lífið í drónaárásum samkvæmt Samtökum rannsóknarblaðamanna. Lagaleg óvissa ríkir varðandi þau atvik, þar sem hægt er að líta á þau sem svo að þar séu yfirvöld að taka borgara sína af lífi án dóms og laga. Yfirvöld í Washington geta þó komist hjá því með því að segja að þeir hafi ekki verið skotmörk árásanna.Hafa dregið verulega úr árásumSérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir að það sé óhjákvæmilegt að almennir borgarar láti lífið séu drónar notaðir til að fella hryðjuverkamenn. Michael O'Hanlon sagði að þrátt fyrir að Bandaríkin reyni að draga úr þeim skaða sé ómögulegt að vera „hundrað prósent“. Hann segir einnig að dregið hafi verulega úr fjölda drónaárása á síðustu árum, meðal annars vegna þrýstings frá yfirvöldum í Pakistan, eins og sést á gögnum frá AFP hér að ofan. Samkvæmt Samtökum rannsóknarblaðamanna, hafa 38 vestrænir borgarar látið lífið í drónaárásum, en rúmlega fimm þúsund hafa fallið í heildina síðan árásirnar hófust árið 2004. Obama sagði að Bandaríkin ætluðu að læra af dauða Weinstein og Lo Porto og hefur sett af stað rannsókn á árásinni. Sá lærdómur sem hann nefnir kemur hins vegar mögulega nokkrum árum of seint. Ef satt reynist að um fjórðungur þeirra sem látið hafa lífið í árásum sem þessum í Pakistan hafi verið almennir borgarar, getur það varla reynst ásættanlegt. Fréttaskýringar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent
Mikla athygli hefur vakið að tveir vestrænir gíslar sem voru í haldi al-Qaeda létu lífið í drónaárás Bandaríkjanna í janúar. Barack Obama Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir mikilli eftirsjá vegna þessa, en stærði sig jafnframt af því að bandarísk stjórnvöld hefðu brugðist við með því að greina opinskátt frá því sem gerðist. Mennirnir sem létu lífið í árásinni hétu Warren Weinstein frá Bandaríkjunum og Giovanni Lo Porto frá Ítalíu. Frá því að drónaárásir Bandaríkjanna hófust árið 2004 hafa hins vegar hundruð almennra borgara í Pakistan, Jemen og Afganistan látið lífið.Sjá einnig: Tveir gíslar létu lífið Obama hét því að læra af þessu atviki. Þá vottaði utanríkisráðuneyti Pakistan fjölskyldum Weinstein og Lo Porta samúð sína. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að Pakistanar þekki þá sorg, enda hafi þúsundir þeirra látið lífið í stríðinu gegn hryðjuverkum. „Dauði þeirra Weinstein og Lo Porto í drónaárás sýna fram á áhættuna og þær afleiðingar sem notkun þessarar tækni getur haft og Pakistan hefur bent á í langan tíma.“ Samkvæmt tölum AFP, sem unnar eru upp úr rannsókn Samtaka rannsóknarblaðamanna, hafa verið gerðar 415 drónaárásir í Pakistan frá 2004 og í þeim hafa fallið 3.949 manns. Af þeim er talið að 962 hafi verið almennir borgarar. Þá hafa 111 árásir verið gerðar í Jemen. Í þeim hafa 1.106 fallið, þar af 157 almennir borgarar. Tölurnar er hægt að sjá á myndinni hér að neðan: #INFOGRAPHIC: US drone strikes since 2004 pic.twitter.com/0bjFkYgqp4— Agence France-Presse (@AFP) April 24, 2015 Óttast heiðskíran himin Flestar drónaárásanna hafa verið gerðar í vesturhluta Pakistan, þar sem fjölmargir talíbanar halda til á landamærunum við Afganistan. Þann 24. október 2012 dó hin 67 ára gamla Momina Bibi þar sem hún var að vinna í garði sínum. Með henni var meðal annars hin 19 ára gamla Nabeela og inni í húsinu var Zubair sem þá var tólf ára gamall. Talið var að drónaárás hafi verið gerð á fjölskylduna. Fjölmiðlar sem vitnuðu í ónafngreinda heimildarmenn hjá pakistanska hernum sögðu að fjórir vígamenn hefðu verið felldir í drónaárás. Það vakti athygli rannsakenda hjá Amnesty International.Rafiq ur Rehman fór með fjölskyldu sína til Washington til að segja sögu þeirra fyrir bandaríska þinginu.Vísir/AFP„Til að byrja með heyrðum við fjölmargar mismunandi sögur,“ sagði Mustafa Qadri frá Amnesty við Guardian. „Ein var á þá leið að konan hafi verið að elda fyrir vígamenn og þess vegna hafi hún látið lífið. Önnur var um að vígamaður á mótorhjóli hefði verið við hlið hennar. Svo var ein enn sem var um að vígamaður í Jeppa hefði hringt úr farsíma á þeim stað sem hún lést, bara tíu mínútum áður.“ Qadri fékk útsendara sína til að spyrja fjölskylduna út í atvikið, án þess að þau vissu að Amnesty væri að rannsaka málið. Hann sagði að saga fjölskyldunnar hefði verið trúverðug og samræmd. Þá voru sprengjubrot á vettvangi rannsökuð af sérfræðingi sem sagði nánast öruggt að þau væru úr Hellfire flugskeyti. Þar að auki sögðust sjónarvottar hafa heyrt í flugskeytunum. Fjölskyldan hélt til Bandaríkjanna ári seinna þar sem þau sögðu sögu sína fyrir framan bandaríska þingið og ræddu við fjölmiðla. Tilgangurinn var að leita svara við spurningunni sem hafði nagað þau öll: Hvers vegna lést Momina Bibi í drónaárás? Zubair sjálfur, sem særðist í árásinni, sagði fjölmiðlum á þeim tíma að hann væri fullur ótta þegar himinn væri heiðskír, þá kæmu drónarnir. Því þætti honum betra þegar það væri skýjað. Í viðtali við Al Jazeera sagðist hann viss um að drónaárás hefði verið gerð. Hann sagðist hafa heyrt í dróna sveimandi yfir svæðinu og að jafnvel tveggja ára börn viti hvernig hljóðið frá þeim er. „Við hlustum á þetta hljóð allan sólarhringinn.“ Yfirvöld í Bandaríkjunum staðfestu ekki að um drónaárás hafi verið að ræða og talsmaður CIA neitaði að tjá sig um málið.Bandaríkin er með flugstöðvar fyrir dróna víða um Mið-Austurlönd.Vísir/GraphicNewsSkortur á flugmönnum Drónunum, sem notaðir eru til loftárása í Mið-Austurlöndum og í Afríku, er flogið af flugmönnum sem sitja í þægilegum stólum í herstöðvum í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að flugmenn dróna séu í þúsunda kílómetra fjarlægð tekur álagið sinn toll á þeim. Í síðasta mánuði bárust fregnir af því að 240 flugmenn hefðu sagt upp á einu ári. Flugher Bandaríkjanna glímir nú við manneklu og hafa flugmenn í varaliði sem að mestu fljúga farþega- og farmvélum verið boðaðir til starfa. Flugherinn segir þessa menn hafa hætt vegna mikils vinnuálags. Flugmennirnir sjálfir segja að aðrir flugmenn komi fram við þá af fyrirlitningu og það sé erfitt að horfa upp á hrylling stríðs á hverjum degi. Að mestu leyti safna drónaflugmenn upplýsingum með myndavélum og standa vörð um hermenn á jörðu niðri.Lagaleg óvissa Fimm dögum eftir að gíslarnir tveir létu lífið í janúar var maður að nafni Adam Gadahn felldur í annarri drónaárás í Pakistan. Hann var Bandaríkjamaður og kom mikið fram í áróðri al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna. Samkvæmt Reuters er líklegt að fráfall hans sé mikið högg fyrir samtökin. Sérstaklega þegar litið er til áróðursstríðs al-Qaeda og Íslamska ríkisins.Adam Gadahn.Vísir/EPAAdam Gadahn var sá fyrsti í Bandaríkjunum sem kærður var fyrir landráð frá seinni heimstyrjöldinni og höfðu yfirvöld í Washington heitið milljón dollurum fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku hans eða dauða. Annar Bandaríkjamaður sem gengið hafði til liðs við hryðjuverkasamtökin lét lífið í árásinni sem Weinstein og Lo Porto féllu í. Alls hafa tíu bandarískir ríkisborgarar látið lífið í drónaárásum samkvæmt Samtökum rannsóknarblaðamanna. Lagaleg óvissa ríkir varðandi þau atvik, þar sem hægt er að líta á þau sem svo að þar séu yfirvöld að taka borgara sína af lífi án dóms og laga. Yfirvöld í Washington geta þó komist hjá því með því að segja að þeir hafi ekki verið skotmörk árásanna.Hafa dregið verulega úr árásumSérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir að það sé óhjákvæmilegt að almennir borgarar láti lífið séu drónar notaðir til að fella hryðjuverkamenn. Michael O'Hanlon sagði að þrátt fyrir að Bandaríkin reyni að draga úr þeim skaða sé ómögulegt að vera „hundrað prósent“. Hann segir einnig að dregið hafi verulega úr fjölda drónaárása á síðustu árum, meðal annars vegna þrýstings frá yfirvöldum í Pakistan, eins og sést á gögnum frá AFP hér að ofan. Samkvæmt Samtökum rannsóknarblaðamanna, hafa 38 vestrænir borgarar látið lífið í drónaárásum, en rúmlega fimm þúsund hafa fallið í heildina síðan árásirnar hófust árið 2004. Obama sagði að Bandaríkin ætluðu að læra af dauða Weinstein og Lo Porto og hefur sett af stað rannsókn á árásinni. Sá lærdómur sem hann nefnir kemur hins vegar mögulega nokkrum árum of seint. Ef satt reynist að um fjórðungur þeirra sem látið hafa lífið í árásum sem þessum í Pakistan hafi verið almennir borgarar, getur það varla reynst ásættanlegt.