Bíta moskítóflugur þig? sigga dögg skrifar 29. apríl 2015 16:00 Vísir/Getty Ísland er blessunarlega laust við þessar leiðindaflugur sem moskítóflugur eru. Þó er ekki hægt að treysta á að svo verði að eilífu því slíkar flugur fyrirfinnast víða á Norðurlöndum og á Grænlandi. Ástæða þess að moskótíflugur hafi ekki numið land hér eru veðuraðstæðurnar, þær hafa vissulega borist til landsins enda geta þær lifað í fleiri klukkustundir í hjólskálum flugvéla úr millilanda flugi. Það er talið að þær hafi ekki ná að þrífast hér vegna umhleypinga á voru sem drepur þær á viðkvæmu púpu stigi, meira um það hér. Hins vegar er það annað, íslendingar ferðast víða og gjarnan þar sem moskítóflugur eru landlægar og geta bit þeirra valdið töluverðum leiðindum með kláða og öðrum óþægindum, svo ekki sé minnst á alvarlegri sjúkdóma, svo sem malaríu og gulu, sem þær geta borið með sér.Vísir/GettyMoskítóflugur laðast að koltvísýringi sem kemur þegar við öndum frá okkur. Því meira sem þú andara frá þér, því meira skynja þær og nema þig og laðast að þér. Því hafa rannsóknir bent til þess að moskítóflugur laðist sérstaklega að fólki sem er:í þyngri kantinum,mikið á hreyfingu,með táfýlu,í dökkum fötum,drekkur bjór og / eðaer ólétt Þær eru virkastar í bitum í ljósaskiptunum, á morgnanna og eftirmiðdeginum og virðast vera sérstaklega virkar þegar það er fullt tungl. Þá er gott að muna að það eru til um 2700 afbrigði af moskótóflugum og laðast ólík afbrigði að mismunandi hlutum. Til að draga úr líkum á biti er gott að forðast saltan mat, vera í ljósum fötum, vera helst inni við ljósaskipti (eða allavega í rólegheitum), ekki sýna bert hold á ökklum og úlnliðum og spreyjaðu DEET eitri frekar á fatnað en berskjaldaða húð. Kannski er bara best að vera heima á Íslandinu kalda í sumar. Heilsa Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ísland er blessunarlega laust við þessar leiðindaflugur sem moskítóflugur eru. Þó er ekki hægt að treysta á að svo verði að eilífu því slíkar flugur fyrirfinnast víða á Norðurlöndum og á Grænlandi. Ástæða þess að moskótíflugur hafi ekki numið land hér eru veðuraðstæðurnar, þær hafa vissulega borist til landsins enda geta þær lifað í fleiri klukkustundir í hjólskálum flugvéla úr millilanda flugi. Það er talið að þær hafi ekki ná að þrífast hér vegna umhleypinga á voru sem drepur þær á viðkvæmu púpu stigi, meira um það hér. Hins vegar er það annað, íslendingar ferðast víða og gjarnan þar sem moskítóflugur eru landlægar og geta bit þeirra valdið töluverðum leiðindum með kláða og öðrum óþægindum, svo ekki sé minnst á alvarlegri sjúkdóma, svo sem malaríu og gulu, sem þær geta borið með sér.Vísir/GettyMoskítóflugur laðast að koltvísýringi sem kemur þegar við öndum frá okkur. Því meira sem þú andara frá þér, því meira skynja þær og nema þig og laðast að þér. Því hafa rannsóknir bent til þess að moskítóflugur laðist sérstaklega að fólki sem er:í þyngri kantinum,mikið á hreyfingu,með táfýlu,í dökkum fötum,drekkur bjór og / eðaer ólétt Þær eru virkastar í bitum í ljósaskiptunum, á morgnanna og eftirmiðdeginum og virðast vera sérstaklega virkar þegar það er fullt tungl. Þá er gott að muna að það eru til um 2700 afbrigði af moskótóflugum og laðast ólík afbrigði að mismunandi hlutum. Til að draga úr líkum á biti er gott að forðast saltan mat, vera í ljósum fötum, vera helst inni við ljósaskipti (eða allavega í rólegheitum), ekki sýna bert hold á ökklum og úlnliðum og spreyjaðu DEET eitri frekar á fatnað en berskjaldaða húð. Kannski er bara best að vera heima á Íslandinu kalda í sumar.
Heilsa Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira