Skorar þú hátt á tilfinningagreind? sigga dögg skrifar 30. apríl 2015 16:00 Vísir/Getty Upphaflega skilgreiningin á tilfinningagreind var sú að það sé getan til að þekkja eigin tilfinningar og hafa áhrif á þær. Maður að nafni Coleman tók hugtakið, snéri því í nokkra hringi, víkkaði út og skilgreindi tilfinningagreind sem:Hæfni til að þekkja og nefna réttilega eigin tilfinningar ásamt skilningi á tengslum hugsana, tilfinninga og hegðunar.Hæfni til að stjórna eigin tilfinningum, til dæmis til að bæta eigin líðan. Hæfni til að setja sig inn í ákveðið tilfinningalegt ástand ásamt vilja til að ná árangri. Hæfni til að skynja, þekkja og taka tillit til tilfinninga annarra. Hæfni í mannlegum samskiptum. Það er hefur gjarnan verið talið að þeir sem eru háir á tilfinningagreind séu betri starfskraftar og gangi almennt betur í lífinu.Vísir/GettyVefsíða Time Magazine tók saman nokkur einkenni fólks sem skarar fram úr í lífinu og í tilfinningagreind. - Þú ert með víðfeðman tilfinningalegan orðaforða og þekkir muninn þegar á pirring, kvíða og óþreyju - Þú ert forvitin/-nn um annað fólk - Þú tekur vel í breytingar - Þú þekkir styrkleika þína og veikleika - Þú stendur þig vel í að dæma karakter fólks - Þú móðgast ekki léttilega - Þú kannt að segja nei við þig sem og aðra - Þú fyrirgefur þér eigin mistök - Þú gefur af þér en ætlast ekki til einhvers tilbaka - Þú ert ekki langrækin/-nn - Þú verð þig andlega gegn neikvæðni og fólki með leiðindi og kemur fram við slíkt fólk af yfirvegun og leyfir þeim ekki að draga þig í sín eigin leiðindi - Þú ert ekki með fullkomnunaráráttu, hlutir þurfa ekki að vera fullkomnir - Þú kannt að meta það sem þú hefur og hver þú ert - Þú getur lokað á umheiminn (farið af facebook og slökkt á símanum) - Þú takmarkar inntöku koffíns - Þú sefur nóg - Þú stöðvar neikvæðar hugsanir um leið og þær byrja - Þú leyfir engum að stöðva eigin gleði og ánægjuVísir/GettyÞví fleiri atriði sem þú getur merkt við, því hærra skorar þú á tilfinningagreind. Rannsóknir á þessu fyrirbæri eru ögn misvísandi því skilgreiningar á því eru nokkrar en gott er að slá smá varnagla í þetta. Margir hafa litið á þetta sem mælikvarða fyrir starfsárangur en greindarvísitala veitir enn betri forspá um starfsárangur frekar en tilfinningagreind, ef það er þá til. Þó auðvitað segir það sig sjálft að það sé gott að þekkja eigin tilfinningar og geta stjórnað þeim. Heilsa Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Upphaflega skilgreiningin á tilfinningagreind var sú að það sé getan til að þekkja eigin tilfinningar og hafa áhrif á þær. Maður að nafni Coleman tók hugtakið, snéri því í nokkra hringi, víkkaði út og skilgreindi tilfinningagreind sem:Hæfni til að þekkja og nefna réttilega eigin tilfinningar ásamt skilningi á tengslum hugsana, tilfinninga og hegðunar.Hæfni til að stjórna eigin tilfinningum, til dæmis til að bæta eigin líðan. Hæfni til að setja sig inn í ákveðið tilfinningalegt ástand ásamt vilja til að ná árangri. Hæfni til að skynja, þekkja og taka tillit til tilfinninga annarra. Hæfni í mannlegum samskiptum. Það er hefur gjarnan verið talið að þeir sem eru háir á tilfinningagreind séu betri starfskraftar og gangi almennt betur í lífinu.Vísir/GettyVefsíða Time Magazine tók saman nokkur einkenni fólks sem skarar fram úr í lífinu og í tilfinningagreind. - Þú ert með víðfeðman tilfinningalegan orðaforða og þekkir muninn þegar á pirring, kvíða og óþreyju - Þú ert forvitin/-nn um annað fólk - Þú tekur vel í breytingar - Þú þekkir styrkleika þína og veikleika - Þú stendur þig vel í að dæma karakter fólks - Þú móðgast ekki léttilega - Þú kannt að segja nei við þig sem og aðra - Þú fyrirgefur þér eigin mistök - Þú gefur af þér en ætlast ekki til einhvers tilbaka - Þú ert ekki langrækin/-nn - Þú verð þig andlega gegn neikvæðni og fólki með leiðindi og kemur fram við slíkt fólk af yfirvegun og leyfir þeim ekki að draga þig í sín eigin leiðindi - Þú ert ekki með fullkomnunaráráttu, hlutir þurfa ekki að vera fullkomnir - Þú kannt að meta það sem þú hefur og hver þú ert - Þú getur lokað á umheiminn (farið af facebook og slökkt á símanum) - Þú takmarkar inntöku koffíns - Þú sefur nóg - Þú stöðvar neikvæðar hugsanir um leið og þær byrja - Þú leyfir engum að stöðva eigin gleði og ánægjuVísir/GettyÞví fleiri atriði sem þú getur merkt við, því hærra skorar þú á tilfinningagreind. Rannsóknir á þessu fyrirbæri eru ögn misvísandi því skilgreiningar á því eru nokkrar en gott er að slá smá varnagla í þetta. Margir hafa litið á þetta sem mælikvarða fyrir starfsárangur en greindarvísitala veitir enn betri forspá um starfsárangur frekar en tilfinningagreind, ef það er þá til. Þó auðvitað segir það sig sjálft að það sé gott að þekkja eigin tilfinningar og geta stjórnað þeim.
Heilsa Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira