Íslenski boltinn

Kvennaknattspyrna gæti orðið augnayndi fyrir sterkara kynið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Edda Garðarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Ólína Viðarsdóttir eru á meðal bestu knattspyrnukvenna sem Ísland hefur alið.
Edda Garðarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Ólína Viðarsdóttir eru á meðal bestu knattspyrnukvenna sem Ísland hefur alið. Vísir/E.Ól.
Steinunn Sigurjónsdóttir, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, vakti athygli á 35 ára gamalli frétt í Þjóðviljanum á dögunum. Fréttaefnið árið 1970 er hið nýja fyrirbæri kvennaknattspyrna sem forráðamenn Knattspyrnusambands Íslands töldu ekki óhugsandi að tekin yrði upp hér á landi.

„Sem kunnugt er, þá er það mjög til siðs víða erlendis að kvenfólk æfi og keppi í knattspyrnu og svo langt er þetta komið sumstaðar, svo sem á Ítalíu, að þar er komin á atvinnumennska í kvennaknattspyrnu,“ segir í frétt Þjóðviljans.

20. júlí 1970 fór fram fyrsti opinberi knattspyrnuleikur kvenna á Íslandi. Þá mættust lið frá Keflavík og Reykjavík fyrir landsleik Íslands og Noregs í karlaknattspyrnu. Hálfleikurinn var tíu mínútur. Sama ár fór fram fyrsta heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu á Ítalíu.

Málfríður Erna Sigurðardótitr, Hallbera Guðný Gísladóttir, Rakel Logadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Pála Marie Einarsdóttir fagna í Valstreyjunni.


„Augnayndi gæti það nú orðið íslenskum knattspyrnuunnendum, sem flestir eru af sterkara kyninu, að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu og þarf varla að efa að hún yrði vinsæl íþróttagrein hér á landi," segir í frétt Morgunblaðsins sem eðli málsins samkvæmt þykir nokkuð spaugileg í dag.

Fyrsta kvennaknattspyrnumótið fór fram í apríl 1971 en þá hafði kvennaknattspyrna nýverið verið viðurkennd sem keppnisgrein innan vébanda KSÍ.

Íslenska kvennalandsliðið spilaði svo sinn fyrsta landsleik í september árið 1981. Þá lá liðið 3-2 gegn Skotum. Bryndís Einarsdóttir og Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoruðu fyrir Ísland. Byrjunarlið Íslands í leiknum má sjá hér.

Hér að neðan má svo sjá Twitter-færslu Steinunnar sem hefur vakið mikla athygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×