Bauð sjálfur í eigin disk: „Sennilega föngulegur safngripur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. apríl 2015 20:00 Hlynur ásamt gripnum sem er til sölu. „Þetta er platan SP sem við gáfum út árið 2001 rétt áður en rappbylgjan skall á af fullum þunga,“ segir Hlynur Ingólfsson en á árum áður var hann einn meðlima akureyrsku hljómsveitarinnar Skyttnanna. Fyrir skemmstu var eintak af disknum til sölu í hópnum Gamalt íslenskt hiphop og Hlynur bauð í sinn eigin disk. „Mér finnst hálfkjánalegt að bjóða í eigin disk en mig langar að eiga þetta. Ég átti eintak en það hefur einhver rænt því eða það týnst í flutningum. Ég sé svolítið eftir því þar sem ég á ekki einu sinni stafrænar útgáfur af öllum lögunum þarna.“ Meðal laga á plötunni má nefna MC Sökker og Ég geri það sem ég vil en alls voru níu lög á henni. Plötuna er hvergi að finna á vefnum þó að einhver laga hennar megi finna á Youtube. Líkt og áður segir kom gripurinn út árið 2001 en þá voru meðlimir sveitarinnar flestir í kringum sextán ára gamlir. „Við tókum allt upp sjálfir og skrifuðum sjálfir á geisladiska sem við höfðum keypt. Prentuðum umslagið út sjálfir og tússuðum á diskana. Maður þurfti að redda sér,“ segir Hlynur. „Alls held ég að það hafi verið gerð sjötíu eintök sem seldust ágætlega. Mig minnir að þær hafi verið seldar í SMASH eða Brim fyrir sunnan og selst upp eftir að Ég geri það sem ég vil byrjaði að fá spilun í útvarpi.“ „Ég bauð 2.999 krónur í gripinn sem er það sama og ég borgaði fyrir nýju Gísla Pálma plötuna. Því var hafnað enda platan sennilega föngulegur safngripur.“ Skytturnar hafa ekki komið saman í fullri mynd síðan árið 2010 er þær spiluðu í afmæli landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar í Sjallanum. „Ef tilefnið er rétt er aldrei að vita annað en eitthvað gerist aftur. Ég hef rappið sem áhugamál fyrir mig og tek vers og vers með góðum vinum.“ Tónlist Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er platan SP sem við gáfum út árið 2001 rétt áður en rappbylgjan skall á af fullum þunga,“ segir Hlynur Ingólfsson en á árum áður var hann einn meðlima akureyrsku hljómsveitarinnar Skyttnanna. Fyrir skemmstu var eintak af disknum til sölu í hópnum Gamalt íslenskt hiphop og Hlynur bauð í sinn eigin disk. „Mér finnst hálfkjánalegt að bjóða í eigin disk en mig langar að eiga þetta. Ég átti eintak en það hefur einhver rænt því eða það týnst í flutningum. Ég sé svolítið eftir því þar sem ég á ekki einu sinni stafrænar útgáfur af öllum lögunum þarna.“ Meðal laga á plötunni má nefna MC Sökker og Ég geri það sem ég vil en alls voru níu lög á henni. Plötuna er hvergi að finna á vefnum þó að einhver laga hennar megi finna á Youtube. Líkt og áður segir kom gripurinn út árið 2001 en þá voru meðlimir sveitarinnar flestir í kringum sextán ára gamlir. „Við tókum allt upp sjálfir og skrifuðum sjálfir á geisladiska sem við höfðum keypt. Prentuðum umslagið út sjálfir og tússuðum á diskana. Maður þurfti að redda sér,“ segir Hlynur. „Alls held ég að það hafi verið gerð sjötíu eintök sem seldust ágætlega. Mig minnir að þær hafi verið seldar í SMASH eða Brim fyrir sunnan og selst upp eftir að Ég geri það sem ég vil byrjaði að fá spilun í útvarpi.“ „Ég bauð 2.999 krónur í gripinn sem er það sama og ég borgaði fyrir nýju Gísla Pálma plötuna. Því var hafnað enda platan sennilega föngulegur safngripur.“ Skytturnar hafa ekki komið saman í fullri mynd síðan árið 2010 er þær spiluðu í afmæli landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar í Sjallanum. „Ef tilefnið er rétt er aldrei að vita annað en eitthvað gerist aftur. Ég hef rappið sem áhugamál fyrir mig og tek vers og vers með góðum vinum.“
Tónlist Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira