Vantar ykkur krydd í kynlífið? sigga dögg skrifar 14. apríl 2015 15:00 Vísir/Glamour Natalía Ósk og Jón Gestur hafa verið saman í níu ár, þarf af gift í sex ár, og eiga þau þrjú börn. Þau eru hin hefðbundna íslenska vísitölufjölskylda og eins og hjá svo mörgum þá vantaði krydd í kynlífið. Hversdagsleikinn með sinni rútínu og barnauppeldi er til þess fallinn að kæfa erótíska strauma og klúrt tal. Þegar talað eru um að „krydda kynlífið“ þá dettur mörgum í hug kynlífstæki eða að prófa nýjar stellingar en hvernig er hægt að koma slíku við þegar fólk varla kyssist? Nánir vinir eru gjarnan spurðir hversu oft þeir stundi kynlíf með sínum mökum svo einhverjar tölur sé hægt að styðjast við. Því miður er það þannig að tölfræði annars pars dugar þér skammt. Eina tölfræðin sem skiptir máli í kynlífi er sú sem þið komið ykkur saman um, hvort sem það sé einu sinni í viku eða þrisvar. Það að elda kvöldmat, vaska upp og svæfa börnin getur varla talist æsandi forleikur. Munnmök og kynfæranudd er fólki ekki endilega efst í huga eftir heimilisverkin og langan vinnudag. Staðreyndin er sú að í langtímasamböndum þá tekur kynlífið dýfur. Við gleymum okkur í rútínu og stillum okkur á vélmennið þar sem hver virkur dagur er endurtekning á þeim sem á undan kom. Ef þið eruð par sem læðist með tölvuna upp í rúm á kvöldin til að horfa á einn þátt þá endilega lesið áfram. Þessi pistill gæti fengið ykkur til að leggja frá ykkur tölvuna og fara í staðinn í sleik…og kannski eitthvað meira! Gottman, þekktur hjónabandsráðgjafi, segir að þegar kynlífið gengur vel þá útskýri það lítinn hluta af ánægju innan samband en þegar það gengur illa þá skýri það stóran hluta óánægjunnar. Með þessa vitneskju bakvið eyrað þá leitaði ég að pörum sem voru tilbúin að fara í gegnum tíu daga kynlífsátak. Já þú last rétt. Ég leitaði að pörum sem vantaði að koma sér af stað í að sleikja, sjúga, nudda og fullnægja. Ég vildi benda þeim á leiðir til að tengjast upp á nýtt og í raun núllstilla sig kynferðislega. Pörin sem höfðu samband greindu frá því að þegar kynlíf var stundað þá var það einsleitt, óspennandi og jafnvel ófullnægjandi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og það ringdi yfir mig tölvupóstum. Kynlífsdoði virðist vera algengt áhyggjuefni hjá íslenskum pörum (reyndar er þetta alþjóðlegt vandamál). Þá er gott að muna eitt, kynlíf er meira en bara samfarir. Það gleymist oft en þar getur lykilinn að betra kynlífi leynist, að muna að stundum má bara gefa og stundum bara þiggja. Kynlíf er tungumál nándar í sambandinu. Þess vegna stundum við kynlíf. Við viljum eiga notalega stund með þeim sem við elskum og ein leið til að sýna ástina er með kynlífi. Það er mikilvægur hluti af æfingunum að taka samfarirnar tímabundið úr kynlífinu til að létta á væntingum og minna okkur á að hugsa á annan hátt um kynlíf. Natalía Ósk og Jón Gestur lögðu af stað í tíu daga kynlífsátak með temmilega mikla bjartsýni. Natalía segir að þau hafi verið spennt fyrir því að taka þátt því það var „löngu komin tími á að fara gera eitthvað almennilegt í bólinu, og jafnvel á fleiri stöðum“. Daglega sendi ég þeim verkefni þar sem fyrirmælin voru skýr og svo þurftu þau bæði að halda dagbók um upplifun sína af æfingunum og hvernig þær höfðu áhrif á sambandið. Á hverju kvöldi lásu þau æfingu kvöldsins og lögðu af stað í að leysa verkefnið. Í hverri æfingu var lögð áhersla á að neyta ekki áfengis því það deyfir skynfærin og kynfærin og tala saman eftir æfinguna. Eins og hjá hvaða pari sem er þá gekk þetta ekki alltaf vel. Stundum var stemmingin á heimilinu slík að það var erfitt að hugsa sér að fara kela eftir leiðinlegan dag í samskiptum og stundum var þreyta að trufla. Það er algjörlega eðlilegt og gott að muna að það kemur annar dagur eftir þennan. Natalía Ósk og Jón Gestur segja sambandið hafa batnað og ssamskiptin þeirra á milli kjölfar æfingannaFréttablaðið/Villi Fyrsta æfingin Strokuæfingar Strjúkið hvort öðru nakin í 10 mínútur, 5 mínútur á hvorri hlið. Undirbúa herbergið þannig að það sé nógu heitt til að vera allsber í. Dempa ljós, tónlist (ef viljið), lykt (ef viljið). Liggið fyrst á maganum, svo bakinu. Strjúka maka eins og mann langar sjálfan að strjúka, þetta er ekki nudd. Kynfæri og brjóst eru ekki með, bannað að strjúka þá líkamshluta og bannað að stunda samfarir. Ef þið verðið gröð af þessu er gott að dvelja í því í smá tíma og leyfa sér að vera í því án þess að bregðast við því.Hún segir: Þegar ég var að strjúka honum þá var það mjög notalegt og kveikti alveg smá í mér en hann er svolítið kitlinn svo ég er ekki viss hvort hann hafi slakað alveg á. En það er greinilegt að ég þarf að vera duglegri að gæla við hann. Þegar hann strauk mér þá var ég svolítið meðvituð og það var skrýtið að hann mætti ekki snerta brjóstin en mér þótti þetta mjög notalegt. Fínt að hafa svona verkefni því við færum ekki nakin upp í ból nema ef annað væri á dagskránni.Hann segir: Mér leið bara ágætlega að gera þetta þó það hafi verið erfitt að strjúka ekki brjóstin á henni og ég játa að ég varð alveg spenntur við að strjúka henni enda geri ég það oftar. Mér fannst betra að vera sá sem strýkur heldur en að vera strokið en það getur líka verið því ég er kitlin og smá óöruggur með líkama minn.Fjórða æfinginMunnmakaæfing Hann veitir henni munnmök og hér reynir á ykkur að tala saman og gefa leiðbeiningar. Hann getur spurt hvað henni þykir gott og hún gefur leiðbeiningar um hvað sér þyki gott og segir þegar eitthvað er gott. Það má endilega tala saman á meðan þessu stendur ef áhugi er fyrir því en á uppbyggilegum og jákvæðum nótum með hvatningu og leiðbeiningum. Áfram samfarabann.Hún segir: Þetta var frábær æfing. Ég leiðbeindi honum en ég er reyndar ekkert feimin við að gera það og hef gert það áður en ég var mjög fljót að fá fullnægingu.Hann segir: Mér fannst þetta mjög gaman en skrýtið að ræða þetta fyrirfram og hafa það sem plan áður en fórum í bólið. Við spjölluðum smá á undan en ekki lengi því við gerum þetta alveg við og við en þetta var svona eins og upprifjun og það var bara mjög gott.Sjötta æfinginInnsetning lims í leggöng Strokuæfingar með örvun á kynfærum og kynferðislega næmum stöðum, setja lim inn í leggöngin og vera svo bara kyrr þannig. Ekki hreyfa sig. Markmiðið er ekki fullnæging eða samfarir við innsetingu limsins. Fullnæging má koma á eftir, þegar limur er tekinn út því þetta eru ekki samfarir. Áfram samfarabann.Hún segir: Við vorum mjög náin í þessari æfingu því ég er æfðari í strokunum og veit betur hvað honum þykir gott. Mér fannst samt erfitt að vera bara með hann inni í mér og ekki fara hreyfa mig því lostinn var mjög mikill. Við náðum þó að njóta þess að vera bara saman og strjúka hvort öðru og njóta nándarinnar. En í við leyfðum okkur að fullnægja hvort öðru að lokinni æfingunni með munnmökum og handagælum.Hann segir: Þessi æfing var mjög skemmtileg og hafði svakaleg áhrif á okkur og vorum við orðin verulega spennt og gröð. Hún var svo vel stemmd í þessa æfingu allt gekk bara svo vel og var því svo skemmtilegt. Það var alveg erfitt að halda sér rólegum en við náðum að fullnægja hvort öðru að lokinni æfingu enda koma varla neitt annað til greina á þessum tímapunkti fyrir okkur bæði. Natalía og Jón Gestur eru sammála um að eftir að hafa farið í gegnum æfingarnar þá séu þau nánari, þau kyssist oftar og séu opinskárri og dulegri að njóta hvors annars og orðin spenntari fyrir hvort öðru. Andrúmsloftið sé því þægilegra á milli þeirra. Þetta sem er svo eftirsóknarvert í byrjun sambands, þessi hrifning, spenna og losti er því hægt að endurvekja ef fólk bara núllstillir sig og passar að viðhalda kynlífi sem hentar þeim. Þannig getur bætt nánd og innileiki leitt af sér betri samskipti og öfugt. Í framhaldi af æfingunum segjast þau ætla að halda áfram að nota æfingarnar til að brjóta upp rútínuna og minna hvort annað á að þetta sé mikilvægur hluti fyrir sambandið en einnig þau sem einstaklinga. Glamour Líf og heilsa Glamour pennar Glamour Sigga Dögg Mest lesið Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Föstudagslag Glamour: I'll be there með CHIC feat Nile Rodgers Glamour Skreyttu þig með töskum Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour
Natalía Ósk og Jón Gestur hafa verið saman í níu ár, þarf af gift í sex ár, og eiga þau þrjú börn. Þau eru hin hefðbundna íslenska vísitölufjölskylda og eins og hjá svo mörgum þá vantaði krydd í kynlífið. Hversdagsleikinn með sinni rútínu og barnauppeldi er til þess fallinn að kæfa erótíska strauma og klúrt tal. Þegar talað eru um að „krydda kynlífið“ þá dettur mörgum í hug kynlífstæki eða að prófa nýjar stellingar en hvernig er hægt að koma slíku við þegar fólk varla kyssist? Nánir vinir eru gjarnan spurðir hversu oft þeir stundi kynlíf með sínum mökum svo einhverjar tölur sé hægt að styðjast við. Því miður er það þannig að tölfræði annars pars dugar þér skammt. Eina tölfræðin sem skiptir máli í kynlífi er sú sem þið komið ykkur saman um, hvort sem það sé einu sinni í viku eða þrisvar. Það að elda kvöldmat, vaska upp og svæfa börnin getur varla talist æsandi forleikur. Munnmök og kynfæranudd er fólki ekki endilega efst í huga eftir heimilisverkin og langan vinnudag. Staðreyndin er sú að í langtímasamböndum þá tekur kynlífið dýfur. Við gleymum okkur í rútínu og stillum okkur á vélmennið þar sem hver virkur dagur er endurtekning á þeim sem á undan kom. Ef þið eruð par sem læðist með tölvuna upp í rúm á kvöldin til að horfa á einn þátt þá endilega lesið áfram. Þessi pistill gæti fengið ykkur til að leggja frá ykkur tölvuna og fara í staðinn í sleik…og kannski eitthvað meira! Gottman, þekktur hjónabandsráðgjafi, segir að þegar kynlífið gengur vel þá útskýri það lítinn hluta af ánægju innan samband en þegar það gengur illa þá skýri það stóran hluta óánægjunnar. Með þessa vitneskju bakvið eyrað þá leitaði ég að pörum sem voru tilbúin að fara í gegnum tíu daga kynlífsátak. Já þú last rétt. Ég leitaði að pörum sem vantaði að koma sér af stað í að sleikja, sjúga, nudda og fullnægja. Ég vildi benda þeim á leiðir til að tengjast upp á nýtt og í raun núllstilla sig kynferðislega. Pörin sem höfðu samband greindu frá því að þegar kynlíf var stundað þá var það einsleitt, óspennandi og jafnvel ófullnægjandi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og það ringdi yfir mig tölvupóstum. Kynlífsdoði virðist vera algengt áhyggjuefni hjá íslenskum pörum (reyndar er þetta alþjóðlegt vandamál). Þá er gott að muna eitt, kynlíf er meira en bara samfarir. Það gleymist oft en þar getur lykilinn að betra kynlífi leynist, að muna að stundum má bara gefa og stundum bara þiggja. Kynlíf er tungumál nándar í sambandinu. Þess vegna stundum við kynlíf. Við viljum eiga notalega stund með þeim sem við elskum og ein leið til að sýna ástina er með kynlífi. Það er mikilvægur hluti af æfingunum að taka samfarirnar tímabundið úr kynlífinu til að létta á væntingum og minna okkur á að hugsa á annan hátt um kynlíf. Natalía Ósk og Jón Gestur lögðu af stað í tíu daga kynlífsátak með temmilega mikla bjartsýni. Natalía segir að þau hafi verið spennt fyrir því að taka þátt því það var „löngu komin tími á að fara gera eitthvað almennilegt í bólinu, og jafnvel á fleiri stöðum“. Daglega sendi ég þeim verkefni þar sem fyrirmælin voru skýr og svo þurftu þau bæði að halda dagbók um upplifun sína af æfingunum og hvernig þær höfðu áhrif á sambandið. Á hverju kvöldi lásu þau æfingu kvöldsins og lögðu af stað í að leysa verkefnið. Í hverri æfingu var lögð áhersla á að neyta ekki áfengis því það deyfir skynfærin og kynfærin og tala saman eftir æfinguna. Eins og hjá hvaða pari sem er þá gekk þetta ekki alltaf vel. Stundum var stemmingin á heimilinu slík að það var erfitt að hugsa sér að fara kela eftir leiðinlegan dag í samskiptum og stundum var þreyta að trufla. Það er algjörlega eðlilegt og gott að muna að það kemur annar dagur eftir þennan. Natalía Ósk og Jón Gestur segja sambandið hafa batnað og ssamskiptin þeirra á milli kjölfar æfingannaFréttablaðið/Villi Fyrsta æfingin Strokuæfingar Strjúkið hvort öðru nakin í 10 mínútur, 5 mínútur á hvorri hlið. Undirbúa herbergið þannig að það sé nógu heitt til að vera allsber í. Dempa ljós, tónlist (ef viljið), lykt (ef viljið). Liggið fyrst á maganum, svo bakinu. Strjúka maka eins og mann langar sjálfan að strjúka, þetta er ekki nudd. Kynfæri og brjóst eru ekki með, bannað að strjúka þá líkamshluta og bannað að stunda samfarir. Ef þið verðið gröð af þessu er gott að dvelja í því í smá tíma og leyfa sér að vera í því án þess að bregðast við því.Hún segir: Þegar ég var að strjúka honum þá var það mjög notalegt og kveikti alveg smá í mér en hann er svolítið kitlinn svo ég er ekki viss hvort hann hafi slakað alveg á. En það er greinilegt að ég þarf að vera duglegri að gæla við hann. Þegar hann strauk mér þá var ég svolítið meðvituð og það var skrýtið að hann mætti ekki snerta brjóstin en mér þótti þetta mjög notalegt. Fínt að hafa svona verkefni því við færum ekki nakin upp í ból nema ef annað væri á dagskránni.Hann segir: Mér leið bara ágætlega að gera þetta þó það hafi verið erfitt að strjúka ekki brjóstin á henni og ég játa að ég varð alveg spenntur við að strjúka henni enda geri ég það oftar. Mér fannst betra að vera sá sem strýkur heldur en að vera strokið en það getur líka verið því ég er kitlin og smá óöruggur með líkama minn.Fjórða æfinginMunnmakaæfing Hann veitir henni munnmök og hér reynir á ykkur að tala saman og gefa leiðbeiningar. Hann getur spurt hvað henni þykir gott og hún gefur leiðbeiningar um hvað sér þyki gott og segir þegar eitthvað er gott. Það má endilega tala saman á meðan þessu stendur ef áhugi er fyrir því en á uppbyggilegum og jákvæðum nótum með hvatningu og leiðbeiningum. Áfram samfarabann.Hún segir: Þetta var frábær æfing. Ég leiðbeindi honum en ég er reyndar ekkert feimin við að gera það og hef gert það áður en ég var mjög fljót að fá fullnægingu.Hann segir: Mér fannst þetta mjög gaman en skrýtið að ræða þetta fyrirfram og hafa það sem plan áður en fórum í bólið. Við spjölluðum smá á undan en ekki lengi því við gerum þetta alveg við og við en þetta var svona eins og upprifjun og það var bara mjög gott.Sjötta æfinginInnsetning lims í leggöng Strokuæfingar með örvun á kynfærum og kynferðislega næmum stöðum, setja lim inn í leggöngin og vera svo bara kyrr þannig. Ekki hreyfa sig. Markmiðið er ekki fullnæging eða samfarir við innsetingu limsins. Fullnæging má koma á eftir, þegar limur er tekinn út því þetta eru ekki samfarir. Áfram samfarabann.Hún segir: Við vorum mjög náin í þessari æfingu því ég er æfðari í strokunum og veit betur hvað honum þykir gott. Mér fannst samt erfitt að vera bara með hann inni í mér og ekki fara hreyfa mig því lostinn var mjög mikill. Við náðum þó að njóta þess að vera bara saman og strjúka hvort öðru og njóta nándarinnar. En í við leyfðum okkur að fullnægja hvort öðru að lokinni æfingunni með munnmökum og handagælum.Hann segir: Þessi æfing var mjög skemmtileg og hafði svakaleg áhrif á okkur og vorum við orðin verulega spennt og gröð. Hún var svo vel stemmd í þessa æfingu allt gekk bara svo vel og var því svo skemmtilegt. Það var alveg erfitt að halda sér rólegum en við náðum að fullnægja hvort öðru að lokinni æfingu enda koma varla neitt annað til greina á þessum tímapunkti fyrir okkur bæði. Natalía og Jón Gestur eru sammála um að eftir að hafa farið í gegnum æfingarnar þá séu þau nánari, þau kyssist oftar og séu opinskárri og dulegri að njóta hvors annars og orðin spenntari fyrir hvort öðru. Andrúmsloftið sé því þægilegra á milli þeirra. Þetta sem er svo eftirsóknarvert í byrjun sambands, þessi hrifning, spenna og losti er því hægt að endurvekja ef fólk bara núllstillir sig og passar að viðhalda kynlífi sem hentar þeim. Þannig getur bætt nánd og innileiki leitt af sér betri samskipti og öfugt. Í framhaldi af æfingunum segjast þau ætla að halda áfram að nota æfingarnar til að brjóta upp rútínuna og minna hvort annað á að þetta sé mikilvægur hluti fyrir sambandið en einnig þau sem einstaklinga.
Glamour Líf og heilsa Glamour pennar Glamour Sigga Dögg Mest lesið Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Föstudagslag Glamour: I'll be there með CHIC feat Nile Rodgers Glamour Skreyttu þig með töskum Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour