Körfubolti

Snæfell tók forystuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristen Denise McCarthy skoraði 28 stig fyrir Snæfell í kvöld.
Kristen Denise McCarthy skoraði 28 stig fyrir Snæfell í kvöld. Vísir/Vilhelm
Snæfell er með 2-1 forystu í rimmu sinni gegn Grindavík í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna eftir öruggan 21 stigs sigur í kvöld, 69-48.

Snæfell náði undirtökunum í fyrri hálfleik og hélt þá Grindvíkingum í aðeins átján stigum. Liðið gerði svo endanlega út um leikinn í þriðja leikhluta og var með 28 stiga forystu að honum loknum.

Kristen McCarthy skoraði 28 stig fyrir Snæfell og Hildur Sigurðardóttir tíu. Hjá Grindavík var Guðlaug Björt Júlíusdóttir stigahæst með átján stig. Hin bandaríska Kristina King skoraði aðeins þrjú stig í kvöld en hún er með 18,4 stig að meðaltali í vetur.

Keflavík tryggði sér sæti í lokaúrslitunum í kvöld eftir að hafa lagt Hauka, 3-0, í sinni rimmu en Snæfell getur tryggt sig áfram í Grindavík á fimmtudagskvöldið.

Snæfell-Grindavík 69-48 (12-12, 21-6, 26-13, 10-17)

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 28/8 fráköst/8 stolnir, Hildur Sigurðardóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, María Björnsdóttir 7, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 6/4 fráköst/3 varin skot, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 2, Berglind Gunnarsdóttir 2/8 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2.

Grindavík: Guðlaug Björt Júlíusdóttir 18/8 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 14, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 6, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3/4 fráköst, Kristina King 3/5 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2/5 fráköst, Halla Emilía Garðarsdóttir 2, Pálína María Gunnlaugsdóttir 0/5.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×