Tónlist

ÚTÓN hélt kynningarfund á íslenskri tónlist í Los Angeles

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
ÚTÓN, Útflutningssrifstofa íslenskrar tónlistar, hélt á dögunum viðburð í Los Angeles þar sem tónlistarstjórum þar í borg var boðið að kynna sér íslenska tónlist. Á viðburðinum komu fram Högni Egilsson og Samaris. Þetta er í sjöunda sinn sem viðburður af þessu tagi er haldinn í LA.

„Það tekur fimm ár að koma einhverju af stað í heiminum en hérna má gera ráð fyrir fimm árum til viðbótar,“ segir Sigurjón Sighvatsson. „Einhver sagði mér að bara í dag væru alls tólf tónlistarsamkomur í gangi og við verðum að keppa við það.“

Sigtryggur Baldursson segir að ÚTÓN hafi síðan verið að taka í notkun nýtt kerfi sem kallast synchtank og er notað af flestum tónlistarstjórum þar vestra við kaup á tónlist í kvikmyndir, þætti og auglýsingar.

Myndband og myndir frá viðburðinum má sjá hér í fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.