Ljomandi með Þorbjörgu - Glúten Rikka skrifar 16. apríl 2015 11:00 Mikil umræða hefur verið um prótínið glúten á undanförnum árum og viðkvæmni í meltingafærum sem einstaklingar finna fyrir við neyslu þess. Prótínið er að finna í allmörgum korntegundum og má þar helst nefna hveiti, bygg, rúgur, spelt og sumum gerðum hafra.Glútenofnæmi (celiac disease) er sjúkdómur sem framkallar ofnæmisviðbrögð í líkamanum og getur smám saman valdið eyðingu í meltingafærum sé glútens neytt en getur gengið tilbaka sé því hætt. Einkenni við þessum sjúkdómi eru alvarlegar meltingatruflanir, þreyta, þyngdartap og næringaskortur svo dæmi séu nefnd. Kenningar hafa verið settar fram um annað afbrigði af sjúkdómnum sem gæti kallast glútenóþol en það framkallar ekki ofnæmisviðbrögð og hægt að halda í skefjum á glútenlausu fæði. Þó svo að einstaklingar finni fyrir óþægindum við neyslu vara sem innihalda glúten er ekki sjálfgefið að þeir þjáist af sjúkdómnum og mikilvægt að leita til lækna liggi grunur um að svo sé. Iðraólga (Irritable Bowel Syndrome) er svo annað fyrirbæri sem hefur ekki ósvipuð einkenni og glútenofnæmi. Glúten getur því snert marga viðkvæma fleti þegar kemur að meltingunni og réttast að sneiða hjá því sé fundið fyrir fyrrnefndum einkennum.Steinaldarbollur Tobbuúr matreiðslubókinni: Matur sem yngir og eflir. Salka Forlag 2008 200 g graskersfræ eða sólblómafræ250 g hörfræ / hörfræmjöl300 g malaðar möndlur eða möndlufræ450 rifnar gulrætur6 eggsafi og rifinn börkur af 1 lífrænni sítrónu1 msk hunang2 tsk kanilduft4 tsk sjávarsalt2 tsk allrahandana eða múskat duft1 msk smátt skorin engiferrótHitaðu ofninn í 170°C. Grófmalaðu fræin í matvinnsluvél. Blandaðu öllu innihaldi saman í stóra skál. Mótaðu 15-15 bollur og raðaðu þeim á pappírsklædda ofnplötu, bakaðu í 45 mínútur. Gott er að útbúa tvöfalda uppskrift, í einn hlutann er hægt að bæta við rúsínum eða kakónibbum og verða þær þá í sætari kantinum. Bollurnar geymast í 2-3 daga í kæli en einnig er hægt að frysta þær.Kjúklingabringur4-6 stk lífrænar kjúklingabringur1l soðLátið suðuna koma upp á vatninu og sjóðið bringurnar í 15-20 mínútur með lokið á. Kælið bringurnar í soðinu og geymið í vel lokuðu íláti. Kjúklingurinn geymist í u.þ.b. 4-5 daga.Pestó1 dl graskersfræ1 dl hesslihnetur1 dl lífræn ólífuolía frá Himneskt2 tsk sjávarsalt4-5 þurrkaðir tómatar/ lagðir í bleyti í vatni í 1 klst eða lengur1 rif hvítlaukursafi úr 1/2 sítrónuhandfylli af ferskri steinselju eða basilikuBlandið öllu vel saman í matvinnsluvél en þó ekki of lengi þar sem að pestóið á að vera gróft. Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu Þorbjargar Brauð Heilsa Uppskriftir Tengdar fréttir Ljómandi með Þorbjörgu - Fita Ljómandi með Þorbjörgu eru nýir örþættir á Heilsuvísi þar sem fjallað verður um heilsuna og hvernig þú getur bætt hana með einföldum og góðum ráðum úr fórum Þorbjargar eða Tobbu. Í fyrsta þættinum fræðir hún okkur um lífsnauðsynlega fitu og hvernig við getum nýtt hana til þess að halda okkur í góðu formi og til þess að halda uppi jafnri orku allan daginn. 9. apríl 2015 13:45 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um prótínið glúten á undanförnum árum og viðkvæmni í meltingafærum sem einstaklingar finna fyrir við neyslu þess. Prótínið er að finna í allmörgum korntegundum og má þar helst nefna hveiti, bygg, rúgur, spelt og sumum gerðum hafra.Glútenofnæmi (celiac disease) er sjúkdómur sem framkallar ofnæmisviðbrögð í líkamanum og getur smám saman valdið eyðingu í meltingafærum sé glútens neytt en getur gengið tilbaka sé því hætt. Einkenni við þessum sjúkdómi eru alvarlegar meltingatruflanir, þreyta, þyngdartap og næringaskortur svo dæmi séu nefnd. Kenningar hafa verið settar fram um annað afbrigði af sjúkdómnum sem gæti kallast glútenóþol en það framkallar ekki ofnæmisviðbrögð og hægt að halda í skefjum á glútenlausu fæði. Þó svo að einstaklingar finni fyrir óþægindum við neyslu vara sem innihalda glúten er ekki sjálfgefið að þeir þjáist af sjúkdómnum og mikilvægt að leita til lækna liggi grunur um að svo sé. Iðraólga (Irritable Bowel Syndrome) er svo annað fyrirbæri sem hefur ekki ósvipuð einkenni og glútenofnæmi. Glúten getur því snert marga viðkvæma fleti þegar kemur að meltingunni og réttast að sneiða hjá því sé fundið fyrir fyrrnefndum einkennum.Steinaldarbollur Tobbuúr matreiðslubókinni: Matur sem yngir og eflir. Salka Forlag 2008 200 g graskersfræ eða sólblómafræ250 g hörfræ / hörfræmjöl300 g malaðar möndlur eða möndlufræ450 rifnar gulrætur6 eggsafi og rifinn börkur af 1 lífrænni sítrónu1 msk hunang2 tsk kanilduft4 tsk sjávarsalt2 tsk allrahandana eða múskat duft1 msk smátt skorin engiferrótHitaðu ofninn í 170°C. Grófmalaðu fræin í matvinnsluvél. Blandaðu öllu innihaldi saman í stóra skál. Mótaðu 15-15 bollur og raðaðu þeim á pappírsklædda ofnplötu, bakaðu í 45 mínútur. Gott er að útbúa tvöfalda uppskrift, í einn hlutann er hægt að bæta við rúsínum eða kakónibbum og verða þær þá í sætari kantinum. Bollurnar geymast í 2-3 daga í kæli en einnig er hægt að frysta þær.Kjúklingabringur4-6 stk lífrænar kjúklingabringur1l soðLátið suðuna koma upp á vatninu og sjóðið bringurnar í 15-20 mínútur með lokið á. Kælið bringurnar í soðinu og geymið í vel lokuðu íláti. Kjúklingurinn geymist í u.þ.b. 4-5 daga.Pestó1 dl graskersfræ1 dl hesslihnetur1 dl lífræn ólífuolía frá Himneskt2 tsk sjávarsalt4-5 þurrkaðir tómatar/ lagðir í bleyti í vatni í 1 klst eða lengur1 rif hvítlaukursafi úr 1/2 sítrónuhandfylli af ferskri steinselju eða basilikuBlandið öllu vel saman í matvinnsluvél en þó ekki of lengi þar sem að pestóið á að vera gróft. Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu Þorbjargar
Brauð Heilsa Uppskriftir Tengdar fréttir Ljómandi með Þorbjörgu - Fita Ljómandi með Þorbjörgu eru nýir örþættir á Heilsuvísi þar sem fjallað verður um heilsuna og hvernig þú getur bætt hana með einföldum og góðum ráðum úr fórum Þorbjargar eða Tobbu. Í fyrsta þættinum fræðir hún okkur um lífsnauðsynlega fitu og hvernig við getum nýtt hana til þess að halda okkur í góðu formi og til þess að halda uppi jafnri orku allan daginn. 9. apríl 2015 13:45 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Ljómandi með Þorbjörgu - Fita Ljómandi með Þorbjörgu eru nýir örþættir á Heilsuvísi þar sem fjallað verður um heilsuna og hvernig þú getur bætt hana með einföldum og góðum ráðum úr fórum Þorbjargar eða Tobbu. Í fyrsta þættinum fræðir hún okkur um lífsnauðsynlega fitu og hvernig við getum nýtt hana til þess að halda okkur í góðu formi og til þess að halda uppi jafnri orku allan daginn. 9. apríl 2015 13:45