Lífið

Aprílgabb Vísis: María syngur í Eurovision

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Páll Óskar Hjálmtýsson og Eurovisionhópurinn tóku þátt í aprílgabbi Vísis.
Páll Óskar Hjálmtýsson og Eurovisionhópurinn tóku þátt í aprílgabbi Vísis. Vísir
Rúmlega 200 hlupu apríl í dag og skrifuðu undir áskorun til StopWaitGo þegar Vísir sagði frá því að Friðrik Dór hefði verið fenginn til að flytja Eurovisionframlag Íslendinga í stað Maríu Ólafsdóttur.



Páll Óskar Hjálmtýsson og Eurovisionhópurinn voru með í ráðum en Páll setti inn stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann setti af stað undirskriftasöfnun þar sem hann krafðist þess að ákvörðun lagahöfunda Unbroken yrði endurskoðuð.



Frétt Vísis var þá tilbúin með viðbrögðum Friðriks Dórs og Maríu en í stuttu máli snérist ákvörðunin um það að fá betri söngvarann til að vera aðalrödd lagsins. María ætlaði að skipta um hlutverk við Friðrik og taka að sér bakraddasöng.



Þetta er þó rangt með öllu og verður það að sjálfsögðu María sem flytur lagið á stóra sviðinu í Vín í lok maí.



Þekkir þú einhvern sem hljóp 1. apríl? Nöfn þeirra skrifuðu undir áskorun Páls Óskars má skoða í skjalinu hér fyrir neðan.



Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.