Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. apríl 2015 16:45 Sólveig Helga Hjarðar og myndin sem hún birti í síðustu viku. myndir/sólveig helga „Mér fannst eins og ég væri að taka valdið aftur til mín, að ég væri einhvernvegin að eignast líkamann minn upp á nýtt,“ segir Sólveig Helga Hjarðar. Þegar hún var í grunnskóla varð hún fyrir barðinu á hrelliklámi. Í liðinni viku tók hún þátt í #FreeTheNipple herferðinni og vildi með því slá vopnin úr höndum gerenda í slíkum málum. „Á þessum tíma vissi ég ekki einu sinni að print screen takkinn væri til,“ segir Sólveig. Skömmu fyrir fermingu var hún að nota samskiptaforritið MSN og strákarnir sem hún var að ræða við tók skjáskot af myndinni. Þaðan fór myndin í dreifingu og innan skamms var hún umtöluð á Egilsstöðum og bæjarfélögunum í kring. „Það vissu allir af þessu. Fólk talaði um þetta og þó það hafi ekki verið sagt beint við mig þá skiluðu sögurnar sér oft til mín. „Hún er náttúrulega drusla“ og „Hvaða hálfviti myndi sýna sig í gegnum vefinn?“ var meðal þess sem ég heyrði. Stundum þegar kynntist krökkum úr nágrenninu þá átti það til að segja „Jááá, ert það þú?“ Það var enginn vondur við mig beint en ég fann alltaf að þetta var þarna bakvið.“ „Þetta var alveg ömurlegt. Mér leið illa þegar ég fór í skólann og í langan tíma grét ég mig í svefn á hverju kvöldi,“ segir Sólveig. Hún leitaði sér aldrei aðstoðar sálfræðinga heldur tókst á við málið á eigin spýtur og með aðstoð móður sinnar. Hún segir að hún hafi hjálpað henni mjög í gegnum allt saman og gert henni ljóst að sökin væri ekki hennar heldur þeirra sem deildu myndinni. „En hún minnti mig líka á að ég þyrfti að vara á því hverja ég ræði við á netinu.“Sólveig Helga Hjarðarmynd/sólveig helgaHafði áhyggjur af Ringulreið Fáum árum síðar spratt vefsíðan Ringulreið upp en þar deildu notendur myndum af stúlkum sem margar hverjar höfðu engan áhuga á því að myndunum væri dreift. Sumir notendur áttu það til að setja inn andlitsmyndir af stúlkum og óska eftir því að einhver myndi útvega nektarmyndir. Þar mátti jafnvel finna nöfn, heimilisföng og símanúmer þeirra. „Ég fékk fyrir hjartað þegar ég frétti af síðunni og óttaðist það að myndin af mér myndi rata þarna inn. Ég kveið því ógurlega og sendi meira að segja stjórnendunum langt bréf um myndina og að hún mætti ekki birtast því þá myndi ég fara til lögreglunnar. Skömmu síðar var síðan tekin niður,“ segir Sólveig. Síður á borð við Ringulreið eru enn til og eru menn sem skiptast á myndum af stúlkum allt niður í þrettán ára aldur. „Þetta er í raun næsta kynslóð að verða fyrir barðinu á þessum viðbjóði. Nú er það ekki lengur MSN heldur hefur Snapchat tekið við sem miðillinn,“ segir Sólveig. „Einhverjar lenda meira að segja í því að fólk reyni að kúga þær. Biðji þær um fleiri myndir, ellegar setji þær eldri myndir í dreifingu.“Sólveig tók þátt í Free The Nipple og deildi þessari mynd á Facebook.mynd/sólveig helgaFannst hún eignast líkama sinn upp á nýtt Eftir að stúdentsprófi lauk fluttist Sólveig suður og hóf nám í stjórnmálafræði. Myndin hafði ekki truflað hana í lengri tíma og hún unnið úr atvikinu. Þegar #FreeTheNipple fór á flug ákvað hún að taka mynd af geirvörtu á sér og setja inn á vefinn á nýjan leik. „Ég var mjög snemma í þessu. Sá myndina hennar Öddu og setti mína inn í kjölfarið, í raun án þess að hugsa,“ segir hún og bætir því við að viðbrögðin hafi verið misjöfn. „Sumir hrósuðu mér meðan aðrir hneyksluðust og spurðu mig að því hvað ég myndi gera ef einhver myndi nú vista myndina, dreifa henni áfram og nota hana gegn mér.“ „Í sannleika sagt hafði ég ekki velt því fyrir mér áður en ég setti myndina inn. Ég sat og hugsaði um þetta og hugsaði með mér hvernig einhver ætti að geta notað hana gegn mér? Ég setti myndina sjálf inn og vildi hafa hana þannig að allir gætu séð hana. Það má einhver reyna það, gangi honum vel.“ Sólveig segir að hún hafi fundið fyrir ákveðinni frelsun þegar hún hugsaði til gömlu myndarinnar. „Mér fannst eins og ég væri að taka valdið aftur til mín, að ég væri einhvernvegin að eignast líkamann minn upp á nýtt,“ segir hún. Sökin liggur hjá gerendunum Hún bendir á að sökin liggi ekki hjá henni. Hún hafi verið unglingsstúlka sem vildi athygli frá drengjum á sama aldri og valið þessa leið. Það að einhver hafi tekið mynd af því og dreift henni er ekki hennar sök heldur þeirra sem það gerðu. Í kjölfar myndbirtingarinnar skrifaði hún einnig stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún sagði í fyrsta sinn frá því hvernig henni hafði liðið með myndbirtinguna. Margir hafi haft samband við hana og sagt að þeir muni eftir atvikinu og hún hafi fundið fyrir miklum samhug. „Frelsun geirvörtunnar er svo margþætt. Það þurfa ekki allir að bera sig. Þeir sem vilja taka þátt með því að bera sig, þeir gera það, og þeir sem vilja það ekki þeir geta sleppt því. Það er hægt að taka þátt með því að sýna skilning og standa ekki í vegi fyrir framtakinu,“ segir Sólveig. „Ég vil að ungar stelpur viti að þó þær sendi myndir af sér þá er það ekki þeim að kenna ef þær fara í dreifingu. Að fólk kalli þær druslur fyrir að taka af sér mynd er ekki vandamál stelpnanna heldur þeirra sem tala um þær,“ segir hún að lokum.Þegar ég var yngri á grunnskólaaldri þá berađi ég mig í webcam á MSN sem var vinsælt á þeim tíma. Nokkrir strákar tóku...Posted by Sólveig Helga Þorvaldsdóttir Hjarðar on Thursday, 26 March 2015 #FreeTheNipple Tengdar fréttir #FreeTheNipple er byltingarkennt af mörgum ástæðum 27. mars 2015 04:26 Gengu berbjósta um miðbæinn: "Ein hljóp út og beraði sig með okkur“ Fjórtán stelpur úr Kvennaskólanum gengu um miðbæinn 26. mars 2015 13:45 Nippurnar í prófæl: „Ætla sjálf aðeins að sýna geirvörtuna en ekki brjóstin“ Bylgja Babýlóns hvetur fólk til að setja geirvörtur sínar sem forsíðumynd á Facebook. 31. mars 2015 17:00 Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
„Mér fannst eins og ég væri að taka valdið aftur til mín, að ég væri einhvernvegin að eignast líkamann minn upp á nýtt,“ segir Sólveig Helga Hjarðar. Þegar hún var í grunnskóla varð hún fyrir barðinu á hrelliklámi. Í liðinni viku tók hún þátt í #FreeTheNipple herferðinni og vildi með því slá vopnin úr höndum gerenda í slíkum málum. „Á þessum tíma vissi ég ekki einu sinni að print screen takkinn væri til,“ segir Sólveig. Skömmu fyrir fermingu var hún að nota samskiptaforritið MSN og strákarnir sem hún var að ræða við tók skjáskot af myndinni. Þaðan fór myndin í dreifingu og innan skamms var hún umtöluð á Egilsstöðum og bæjarfélögunum í kring. „Það vissu allir af þessu. Fólk talaði um þetta og þó það hafi ekki verið sagt beint við mig þá skiluðu sögurnar sér oft til mín. „Hún er náttúrulega drusla“ og „Hvaða hálfviti myndi sýna sig í gegnum vefinn?“ var meðal þess sem ég heyrði. Stundum þegar kynntist krökkum úr nágrenninu þá átti það til að segja „Jááá, ert það þú?“ Það var enginn vondur við mig beint en ég fann alltaf að þetta var þarna bakvið.“ „Þetta var alveg ömurlegt. Mér leið illa þegar ég fór í skólann og í langan tíma grét ég mig í svefn á hverju kvöldi,“ segir Sólveig. Hún leitaði sér aldrei aðstoðar sálfræðinga heldur tókst á við málið á eigin spýtur og með aðstoð móður sinnar. Hún segir að hún hafi hjálpað henni mjög í gegnum allt saman og gert henni ljóst að sökin væri ekki hennar heldur þeirra sem deildu myndinni. „En hún minnti mig líka á að ég þyrfti að vara á því hverja ég ræði við á netinu.“Sólveig Helga Hjarðarmynd/sólveig helgaHafði áhyggjur af Ringulreið Fáum árum síðar spratt vefsíðan Ringulreið upp en þar deildu notendur myndum af stúlkum sem margar hverjar höfðu engan áhuga á því að myndunum væri dreift. Sumir notendur áttu það til að setja inn andlitsmyndir af stúlkum og óska eftir því að einhver myndi útvega nektarmyndir. Þar mátti jafnvel finna nöfn, heimilisföng og símanúmer þeirra. „Ég fékk fyrir hjartað þegar ég frétti af síðunni og óttaðist það að myndin af mér myndi rata þarna inn. Ég kveið því ógurlega og sendi meira að segja stjórnendunum langt bréf um myndina og að hún mætti ekki birtast því þá myndi ég fara til lögreglunnar. Skömmu síðar var síðan tekin niður,“ segir Sólveig. Síður á borð við Ringulreið eru enn til og eru menn sem skiptast á myndum af stúlkum allt niður í þrettán ára aldur. „Þetta er í raun næsta kynslóð að verða fyrir barðinu á þessum viðbjóði. Nú er það ekki lengur MSN heldur hefur Snapchat tekið við sem miðillinn,“ segir Sólveig. „Einhverjar lenda meira að segja í því að fólk reyni að kúga þær. Biðji þær um fleiri myndir, ellegar setji þær eldri myndir í dreifingu.“Sólveig tók þátt í Free The Nipple og deildi þessari mynd á Facebook.mynd/sólveig helgaFannst hún eignast líkama sinn upp á nýtt Eftir að stúdentsprófi lauk fluttist Sólveig suður og hóf nám í stjórnmálafræði. Myndin hafði ekki truflað hana í lengri tíma og hún unnið úr atvikinu. Þegar #FreeTheNipple fór á flug ákvað hún að taka mynd af geirvörtu á sér og setja inn á vefinn á nýjan leik. „Ég var mjög snemma í þessu. Sá myndina hennar Öddu og setti mína inn í kjölfarið, í raun án þess að hugsa,“ segir hún og bætir því við að viðbrögðin hafi verið misjöfn. „Sumir hrósuðu mér meðan aðrir hneyksluðust og spurðu mig að því hvað ég myndi gera ef einhver myndi nú vista myndina, dreifa henni áfram og nota hana gegn mér.“ „Í sannleika sagt hafði ég ekki velt því fyrir mér áður en ég setti myndina inn. Ég sat og hugsaði um þetta og hugsaði með mér hvernig einhver ætti að geta notað hana gegn mér? Ég setti myndina sjálf inn og vildi hafa hana þannig að allir gætu séð hana. Það má einhver reyna það, gangi honum vel.“ Sólveig segir að hún hafi fundið fyrir ákveðinni frelsun þegar hún hugsaði til gömlu myndarinnar. „Mér fannst eins og ég væri að taka valdið aftur til mín, að ég væri einhvernvegin að eignast líkamann minn upp á nýtt,“ segir hún. Sökin liggur hjá gerendunum Hún bendir á að sökin liggi ekki hjá henni. Hún hafi verið unglingsstúlka sem vildi athygli frá drengjum á sama aldri og valið þessa leið. Það að einhver hafi tekið mynd af því og dreift henni er ekki hennar sök heldur þeirra sem það gerðu. Í kjölfar myndbirtingarinnar skrifaði hún einnig stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún sagði í fyrsta sinn frá því hvernig henni hafði liðið með myndbirtinguna. Margir hafi haft samband við hana og sagt að þeir muni eftir atvikinu og hún hafi fundið fyrir miklum samhug. „Frelsun geirvörtunnar er svo margþætt. Það þurfa ekki allir að bera sig. Þeir sem vilja taka þátt með því að bera sig, þeir gera það, og þeir sem vilja það ekki þeir geta sleppt því. Það er hægt að taka þátt með því að sýna skilning og standa ekki í vegi fyrir framtakinu,“ segir Sólveig. „Ég vil að ungar stelpur viti að þó þær sendi myndir af sér þá er það ekki þeim að kenna ef þær fara í dreifingu. Að fólk kalli þær druslur fyrir að taka af sér mynd er ekki vandamál stelpnanna heldur þeirra sem tala um þær,“ segir hún að lokum.Þegar ég var yngri á grunnskólaaldri þá berađi ég mig í webcam á MSN sem var vinsælt á þeim tíma. Nokkrir strákar tóku...Posted by Sólveig Helga Þorvaldsdóttir Hjarðar on Thursday, 26 March 2015
#FreeTheNipple Tengdar fréttir #FreeTheNipple er byltingarkennt af mörgum ástæðum 27. mars 2015 04:26 Gengu berbjósta um miðbæinn: "Ein hljóp út og beraði sig með okkur“ Fjórtán stelpur úr Kvennaskólanum gengu um miðbæinn 26. mars 2015 13:45 Nippurnar í prófæl: „Ætla sjálf aðeins að sýna geirvörtuna en ekki brjóstin“ Bylgja Babýlóns hvetur fólk til að setja geirvörtur sínar sem forsíðumynd á Facebook. 31. mars 2015 17:00 Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Gengu berbjósta um miðbæinn: "Ein hljóp út og beraði sig með okkur“ Fjórtán stelpur úr Kvennaskólanum gengu um miðbæinn 26. mars 2015 13:45
Nippurnar í prófæl: „Ætla sjálf aðeins að sýna geirvörtuna en ekki brjóstin“ Bylgja Babýlóns hvetur fólk til að setja geirvörtur sínar sem forsíðumynd á Facebook. 31. mars 2015 17:00
Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22