Martröðin í Yarnham Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2015 18:00 Yarnham er ekki mjög viðkunnaleg borg og íbúar eru ekkert sérlega gestrisnir. Bloodborne virðist reyna að gera spilara pirraða og reiða. Fyrstu klukkutímana sem undirritaður spilaði þennan leik fylltist ég af hatri og viðurstyggð á leiknum sem og sjálfum mér. Ég var reiður yfir því að vera kastað inn í einhvern heim án nokkurra útskýringa né hjálpar og gert að brytja niður hin ýmsu skrímsli, án þess að vita af hverju. Ég var enn reiðari yfir því hvað ég var lélegur í því að brytja þessi skrímsli niður. Í hvert sinn sem maður deyr, og það gerist mjög oft, líða rúmlega þrjátíu sekúndur á meðan tölvan er að hugsa. Það er fullmikið og gerir ekki mikið til að hjálpa manni með skapið. Það sem verra er, þegar þú mætir aftur til borgarinnar Yharnam, eftir að þú deyrð, þá eru öll þau skrímsli sem höfðu verið drepin einnig risin aftur upp frá dauðum.Eftir að ég slökkti á tölvunni í líklega þriðja sinn í pirringskasti, fór ég að kynna mér leikinn og lesa mig til um hvernig best væri að leysa þrautir leiksins og ráða niðurlögum skrímsla. Framleiðendur Bloodborne, From Software, hafa gert þetta áður. Dark Souls leikirnir þykja meistaraverk, en þeir eru gífurlega erfiðir og spilarar eru hvattir til að deila upplýsingum og hjálpa hvorum öðrum í gegnum leikinn. Eftir að ég hafði lesið mér til og jafnað mig í skapinu settist ég aftur niður fyrir framan sjónvarpið. Að þessu sinni tók á móti mér allt annar leikur og ég var fljótlega farinn að sætta mig við og jafnvel fagna því að deyja. Þegar skapið jafnaðist varð Bloodborne fljótt stórskemmtilegur leikur.Spilun Bloodborne er skemmtileg og byggir að miklu leyti á svokölluðu hack and slash, en samt ekki. Fari maður inn í bardaga pikkandi á hina og þessa takka og sveiflandi öllum vopnum í gríð og erg mun maður fljótt þurfa að ganga í gegnum 40 sekúndna biðtíma og svo að berjast við sömu karlana aftur. Þannig manar Bloodborne þig til þess að fara varlega áfram, en á sama tíma er erfitt að standast að drífa sig ekki til að komast fljótt á sama stað aftur. Þetta er ákveðinn vítahringur. Graffík leiksins er furðulega léleg miðað við að hann er eingöngu til á PS4 og minnir á PS3 leiki. Það er margt í leiknum sem lítur mjög vel út, en á heildina litið er hann bara „mehh“. Spilunin er, eins og áður hefur komið fram, skemmtileg og krefjandi. Til þess að taka saman, þá er Bloodborne mjög góður leikur, falli spilarar ekki í sömu reiðiholu og ég. Þeir sem hafa spilað Dark Souls leikina ættu að kannast við leikinn og verða líklega ekki fyrir vonbrigðum. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Bloodborne virðist reyna að gera spilara pirraða og reiða. Fyrstu klukkutímana sem undirritaður spilaði þennan leik fylltist ég af hatri og viðurstyggð á leiknum sem og sjálfum mér. Ég var reiður yfir því að vera kastað inn í einhvern heim án nokkurra útskýringa né hjálpar og gert að brytja niður hin ýmsu skrímsli, án þess að vita af hverju. Ég var enn reiðari yfir því hvað ég var lélegur í því að brytja þessi skrímsli niður. Í hvert sinn sem maður deyr, og það gerist mjög oft, líða rúmlega þrjátíu sekúndur á meðan tölvan er að hugsa. Það er fullmikið og gerir ekki mikið til að hjálpa manni með skapið. Það sem verra er, þegar þú mætir aftur til borgarinnar Yharnam, eftir að þú deyrð, þá eru öll þau skrímsli sem höfðu verið drepin einnig risin aftur upp frá dauðum.Eftir að ég slökkti á tölvunni í líklega þriðja sinn í pirringskasti, fór ég að kynna mér leikinn og lesa mig til um hvernig best væri að leysa þrautir leiksins og ráða niðurlögum skrímsla. Framleiðendur Bloodborne, From Software, hafa gert þetta áður. Dark Souls leikirnir þykja meistaraverk, en þeir eru gífurlega erfiðir og spilarar eru hvattir til að deila upplýsingum og hjálpa hvorum öðrum í gegnum leikinn. Eftir að ég hafði lesið mér til og jafnað mig í skapinu settist ég aftur niður fyrir framan sjónvarpið. Að þessu sinni tók á móti mér allt annar leikur og ég var fljótlega farinn að sætta mig við og jafnvel fagna því að deyja. Þegar skapið jafnaðist varð Bloodborne fljótt stórskemmtilegur leikur.Spilun Bloodborne er skemmtileg og byggir að miklu leyti á svokölluðu hack and slash, en samt ekki. Fari maður inn í bardaga pikkandi á hina og þessa takka og sveiflandi öllum vopnum í gríð og erg mun maður fljótt þurfa að ganga í gegnum 40 sekúndna biðtíma og svo að berjast við sömu karlana aftur. Þannig manar Bloodborne þig til þess að fara varlega áfram, en á sama tíma er erfitt að standast að drífa sig ekki til að komast fljótt á sama stað aftur. Þetta er ákveðinn vítahringur. Graffík leiksins er furðulega léleg miðað við að hann er eingöngu til á PS4 og minnir á PS3 leiki. Það er margt í leiknum sem lítur mjög vel út, en á heildina litið er hann bara „mehh“. Spilunin er, eins og áður hefur komið fram, skemmtileg og krefjandi. Til þess að taka saman, þá er Bloodborne mjög góður leikur, falli spilarar ekki í sömu reiðiholu og ég. Þeir sem hafa spilað Dark Souls leikina ættu að kannast við leikinn og verða líklega ekki fyrir vonbrigðum.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira