Formúla 1

Bottas vonandi klár fyrir Malasíu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Bottas er á batavegi og verður vonandi klár fyrir Malasíu.
Bottas er á batavegi og verður vonandi klár fyrir Malasíu. Vísir/Getty
Valtteri Bottas, ökumaður Williams liðsins í Formúlu 1 hlaut bakmeiðsl í tímatökunni fyrir ástralska kappaksturinn um síðustu helgi.

Hann hafði kvartað yfir bakverkjum snemma í tímatökunni og fékk svo vænt högg er hann fór yfir brautarkant, sem leiddi til enn frekari verkja.

FIA dæmdi hann ókeppnishæfan eftir að hann stóðst ekki öryggispróf. Prófin snúast meðal annars um að komast upp úr ökumannsklefanum á skemmri tíma en fimm sekúndum. Klefinn er afar þröngur og klárt mál að bakverkir hafa ekki auðveldað Bottas að standast prófið. Enda féll hann á einu þeirra að minnsta kosti.

Williams liðið vonast til að Bottas fái grænt ljós á þáttöku í keppninni í Malasíu.

„Við stöndum við bakið á Valtteri og áræðni hans að komast aftur undir stýri í Malasíu. Hann hlýtur bestu mögulegu meðhöndlun og er að gera allt sem hann getur til að það verði að veruleika,“ sagði talsmaður liðsins.

„Þar sem FIA dæmdi hann ókeppnishæfan í Ástralíu þarf hann að fá endanlegt samþykki frá læknateymi FIA í Malasíu komandi fimmtudag,“ bætti talsmaður Williams liðsins við.


Tengdar fréttir

Hamilton hóf titilvörnina af krafti

Lewis Hamilton á Mercedes vann fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Sebastian Vettel varð þriðji í sinni fyrstu keppni með Ferrari.

Hamilton: Ég verð hér aftur

Viðbrögðin við keppninni í Ástralíu. Hvað höfðu ökumenn og aðrir að segja um atburðarásina?

Bílskúrinn: Mercedes á móti rest

Fyrsta keppnin á Formúlu 1 tímabilinu fór fram um nýliðna helgi. Helgin í heild sinni svaraði sumum spurningum en vakti aðrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×