Páll Óskar í Eurovision 2016? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. mars 2015 11:30 Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari segist vel geta hugsað sér að taka aftur þátt í Eurovision, jafnvel að ári liðnu. Hann ætlar þó ekki að senda lag í undankeppnina fyrr en hann fær rétta lagið, sigurlagið eins og hann orðaði það, í hendurnar. Þetta kom fram í máli hans í nýja hlaðvarpsþættinum Eurovísir sem birtur er í dag. Páll Óskar var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, tónlistarmanni og miðborgarstjóra. Líkt og alþjóð veit tók Páll Óskar þátt í söngvakeppninni fyrir Íslands hönd árið 1997. Hann vakti mikla athygli og jafnvel hægt að segja að hann hafi verið örlítið á undan sinni samtíð og breytt ásýnd keppninnar á vissan hátt með einstöku atriði sínu. Hann var klæddur í latex-buxur, skreyttur semelíusteinum, með augnskugga og tíu hringi á fingum sínum. Hann var ekki með neina hljóðfæraleikara né bakraddir heldur fjórar fáklæddar dansmeyjar og hvítan sófa sér til halds og trausts. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu hafnaði hann í 20. sæti af 25 mögulegum með átján stig „Ég vissi allan tímann að þetta væri ekki sigurlag. Þetta er ekki lag sem fær þig til að rísa úr sætinu og klappa en ef ég myndi fara út í dag myndi ég fara út með „winner, ekki filler“. Þá væri ég að fara út til að bursta þessa keppni og þá yrði ég að fara út með lag sem myndi sigra mig strax frá fyrstu mínútu, fyrsta demói,“ sagði Páll Óskar í þættinum. Jakob Frímann sagðist sjálfur stefna á að verða fulltrúi Íslands á næstu árum, þó líklega í meira gríni en alvöru. Jakob hins vegar þekkir ýmsar hliðar keppninnar en hann hefur fjórum sinnum farið út sem kynnir. Hann fór út með Páli Óskari árið 1997 en Páll tók við kynna-kyndlinum að ári liðnu. Viðtalið við Eurovision-farana fyrrverandi má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins tekur Páll Óskar lagið sitt og Trausta Haraldssonar, Minn hinsti dans, á eftirminnilegan hátt. Ásgeir Ásgeirsson leikur undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari segist vel geta hugsað sér að taka aftur þátt í Eurovision, jafnvel að ári liðnu. Hann ætlar þó ekki að senda lag í undankeppnina fyrr en hann fær rétta lagið, sigurlagið eins og hann orðaði það, í hendurnar. Þetta kom fram í máli hans í nýja hlaðvarpsþættinum Eurovísir sem birtur er í dag. Páll Óskar var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, tónlistarmanni og miðborgarstjóra. Líkt og alþjóð veit tók Páll Óskar þátt í söngvakeppninni fyrir Íslands hönd árið 1997. Hann vakti mikla athygli og jafnvel hægt að segja að hann hafi verið örlítið á undan sinni samtíð og breytt ásýnd keppninnar á vissan hátt með einstöku atriði sínu. Hann var klæddur í latex-buxur, skreyttur semelíusteinum, með augnskugga og tíu hringi á fingum sínum. Hann var ekki með neina hljóðfæraleikara né bakraddir heldur fjórar fáklæddar dansmeyjar og hvítan sófa sér til halds og trausts. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu hafnaði hann í 20. sæti af 25 mögulegum með átján stig „Ég vissi allan tímann að þetta væri ekki sigurlag. Þetta er ekki lag sem fær þig til að rísa úr sætinu og klappa en ef ég myndi fara út í dag myndi ég fara út með „winner, ekki filler“. Þá væri ég að fara út til að bursta þessa keppni og þá yrði ég að fara út með lag sem myndi sigra mig strax frá fyrstu mínútu, fyrsta demói,“ sagði Páll Óskar í þættinum. Jakob Frímann sagðist sjálfur stefna á að verða fulltrúi Íslands á næstu árum, þó líklega í meira gríni en alvöru. Jakob hins vegar þekkir ýmsar hliðar keppninnar en hann hefur fjórum sinnum farið út sem kynnir. Hann fór út með Páli Óskari árið 1997 en Páll tók við kynna-kyndlinum að ári liðnu. Viðtalið við Eurovision-farana fyrrverandi má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins tekur Páll Óskar lagið sitt og Trausta Haraldssonar, Minn hinsti dans, á eftirminnilegan hátt. Ásgeir Ásgeirsson leikur undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira