Maður dagsins: Hver er Patrick Demarchelier? Glamour skrifar 24. mars 2015 00:01 Patrick Demarchelier, ljósmyndari Patrick Demarchelier er einn eftirsóttasti tískuljósmyndari heims og hefur átt mikilli velgengni að fagna á ferlinum. Demarchelier hefur meðal annars starfað mikið fyrir Condé Nast, eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims, en fyrirtækið gefur út tímarit á heimsmælikvarða, á borð við Glamour, Vogue, GQ, Wired, Bon Appetit, Vanity Fair og Architectural Digest. Demarchelier fæddist árið 1943 í úthverfi Parísar. Ástríða hans fyrir ljósmyndun kviknaði þegar hann varð 17 ára gamall, en þá fékk hann Eastman Kodak myndavél í afmælisgjöf frá stjúpföður sínum. Þegar Patrick varð tvítugur flutti hann frá úthverfi Parísar og inn í miðja borgina þar sem hann ræktaði ljósmyndahæfileika sína. Hann varð aðstoðarljósmyndari tímaritsins Cinémonde til að byrja með og stuttu seinna byrjaði hann að starfa hjá módelskrifstofu í París. Árið 1964, þá 21 árs gamall, hitti hann svissneska ljósmyndarann Hans Feurer sem sýndi honum hvernig ætti að verða eftirtektarverður tískuljósmyndari í þessum stranga bransa.. Patrick gerðist aðstoðarljósmyndari Feurer sem starfaði þá hjá Nova magazine.Í kringum þrítugsaldurinn varð Patrick uppgötvaður af Alexander Liberman, ritstjóra útgáfufyrirtækisins Condé Nast. Demarchelier fór þá til New York og hóf störf hjá Glamour. Í New York lærði hann meira um tískuljósmyndun og vann með mörgum þekktum tískuljósmyndurum sem hann lærði margt af, þar á meðal Henri Cartier-Bresson og Terry King. Vinna hans vakti athygli fjölmargra tímarita á borð við Elle og Marie Claire. Þá leið ekki að löngu að hann tók sína fyrstu ljósmynd fyrir forsíðu Vogue árið 1989 sem hafa orðið talsvert fleiri til dagsins í dag. Þetta sama ár varð hann opinber ljósmyndari Díönu Prinsessu sem gerir hann að fyrsta útlenda ljósmyndara bresku konungsfjölskyldunnar. Einnig hefur hann getið sér gott orðspor fyrir ljósmyndir sem hann tók af Madonnu og Kate Hudson. Nokkrum árum seinna hóf Demarchelier störf hjá tímaritinu Harper’s Bazaar og Vogue. Á sama tíma tók hann margar alþjóðlegar auglýsingaherferðir fyrir Louis Vuitton, Dior, TAG Heuer, Celine, Chanel, Lacoste, Yves Saint Laurent, Ralph Lauren, Revlon, Elizabeth Arden, Lancôme and Calvin Klein. Frá árinu 1992 hefur Demarchelier unnið fyrir Harper’s Bazaar og er hann þeirra aðal ljósmyndari. Árið 2005 og 2008 tók hann ljósmyndir fyrir Pirelli dagatalið sem margar fyrirsætur sækjast eftir því að sitja fyrir í og tískuljósmyndarar keppast um að mynda. Demarchelier átti einnig innslag í kvikmyndinni Sex and the City þar sem hann myndar Carrie Bradshaw fyrir Vogue. Hann tók þátt í sjöttu seríu af America’s Next Top Model og var einn af fimmtíu best klæddu mönnum yfir fimmtugt í blaðinu Guardian árið 2013. Þrátt fyrir að þennan mikla ljósmyndaáhuga sem Patrick hefur tekur hann hvorki mikið af myndum í daglegu lífi né á ferðalögum sínum heldur reynir hann frekar að fanga augnablikið og safna minningum. Nú í dag býr Patrick enn í New York með konunni sinni, Miu, sem hann á þrjú uppkomin börn með. Þrátt fyrir að hafa náð 72 ára aldri er ferli hans hvergi nærri lokið. Ljósmyndir eftir Patrick Demarchelier má líta í fyrsta tölublaði Glamour. Glamour Tíska Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour
Patrick Demarchelier er einn eftirsóttasti tískuljósmyndari heims og hefur átt mikilli velgengni að fagna á ferlinum. Demarchelier hefur meðal annars starfað mikið fyrir Condé Nast, eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims, en fyrirtækið gefur út tímarit á heimsmælikvarða, á borð við Glamour, Vogue, GQ, Wired, Bon Appetit, Vanity Fair og Architectural Digest. Demarchelier fæddist árið 1943 í úthverfi Parísar. Ástríða hans fyrir ljósmyndun kviknaði þegar hann varð 17 ára gamall, en þá fékk hann Eastman Kodak myndavél í afmælisgjöf frá stjúpföður sínum. Þegar Patrick varð tvítugur flutti hann frá úthverfi Parísar og inn í miðja borgina þar sem hann ræktaði ljósmyndahæfileika sína. Hann varð aðstoðarljósmyndari tímaritsins Cinémonde til að byrja með og stuttu seinna byrjaði hann að starfa hjá módelskrifstofu í París. Árið 1964, þá 21 árs gamall, hitti hann svissneska ljósmyndarann Hans Feurer sem sýndi honum hvernig ætti að verða eftirtektarverður tískuljósmyndari í þessum stranga bransa.. Patrick gerðist aðstoðarljósmyndari Feurer sem starfaði þá hjá Nova magazine.Í kringum þrítugsaldurinn varð Patrick uppgötvaður af Alexander Liberman, ritstjóra útgáfufyrirtækisins Condé Nast. Demarchelier fór þá til New York og hóf störf hjá Glamour. Í New York lærði hann meira um tískuljósmyndun og vann með mörgum þekktum tískuljósmyndurum sem hann lærði margt af, þar á meðal Henri Cartier-Bresson og Terry King. Vinna hans vakti athygli fjölmargra tímarita á borð við Elle og Marie Claire. Þá leið ekki að löngu að hann tók sína fyrstu ljósmynd fyrir forsíðu Vogue árið 1989 sem hafa orðið talsvert fleiri til dagsins í dag. Þetta sama ár varð hann opinber ljósmyndari Díönu Prinsessu sem gerir hann að fyrsta útlenda ljósmyndara bresku konungsfjölskyldunnar. Einnig hefur hann getið sér gott orðspor fyrir ljósmyndir sem hann tók af Madonnu og Kate Hudson. Nokkrum árum seinna hóf Demarchelier störf hjá tímaritinu Harper’s Bazaar og Vogue. Á sama tíma tók hann margar alþjóðlegar auglýsingaherferðir fyrir Louis Vuitton, Dior, TAG Heuer, Celine, Chanel, Lacoste, Yves Saint Laurent, Ralph Lauren, Revlon, Elizabeth Arden, Lancôme and Calvin Klein. Frá árinu 1992 hefur Demarchelier unnið fyrir Harper’s Bazaar og er hann þeirra aðal ljósmyndari. Árið 2005 og 2008 tók hann ljósmyndir fyrir Pirelli dagatalið sem margar fyrirsætur sækjast eftir því að sitja fyrir í og tískuljósmyndarar keppast um að mynda. Demarchelier átti einnig innslag í kvikmyndinni Sex and the City þar sem hann myndar Carrie Bradshaw fyrir Vogue. Hann tók þátt í sjöttu seríu af America’s Next Top Model og var einn af fimmtíu best klæddu mönnum yfir fimmtugt í blaðinu Guardian árið 2013. Þrátt fyrir að þennan mikla ljósmyndaáhuga sem Patrick hefur tekur hann hvorki mikið af myndum í daglegu lífi né á ferðalögum sínum heldur reynir hann frekar að fanga augnablikið og safna minningum. Nú í dag býr Patrick enn í New York með konunni sinni, Miu, sem hann á þrjú uppkomin börn með. Þrátt fyrir að hafa náð 72 ára aldri er ferli hans hvergi nærri lokið. Ljósmyndir eftir Patrick Demarchelier má líta í fyrsta tölublaði Glamour.
Glamour Tíska Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour