Fótbolti

Casillas: Við höfum náð botninum

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Iker Casillas viðurkenndi sjálfur að hafa átt slæman dag.
Iker Casillas viðurkenndi sjálfur að hafa átt slæman dag. vísir/getty
Real Madrid komst naumlega áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta þrátt fyrir 4-3 tap á heimavelli gegn þýska liðinu Schalke í gærkvöldi.

Þökk sé 2-0 útisigri Evrópumeistarannna Gelsenkirchen komst Real Madrid áfram, en liðið hefur ekki spilað nógu vel að undanförnu og missti toppsætið á Spáni til Barcelona um síðustu helgi.

Sjá einnig:Schalke skoraði fjögur mörk á Bernabéu en Real komst áfram | Sjáið mörkin

„Við höfum náð botninum og gert það af krafti,“ sagði sársvekktur Iker Casillas, markvörður Real Madrid, eftir leikinn í gærkvöldi.

Hægt er að kenna Casillas um þrjú af fjórum mörkum þýska liðsins, en Real er nú án sigurs í þremur síðustu leikjum í öllum keppnum.

„Það eina jákvæða er að við verðum í pottinum þegar dregið verður til átta liða úrslitanna,“ bætti markvörðurinn við.

„Þegar dregið verður gleymum við því sem gerst hefur síðustu tíu daga hjá okkur. Þetta hafa verið dramatískir dagar.“

„Við verðum að hugsa um morgundaginn. Það þýðir ekkert að horfa til baka, ekki einu sinni að hugsa um sigurleikina 22 í röð hjá okkur eða hvað annað sem við höfum afrekað,“ sagði Iker Casillas.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×