Ryan Moore efstur fyrir lokahringinn í Flórída 14. mars 2015 23:00 Ryan Moore einbeittur á þriðja hring í kvöld Getty Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore leiðir eftir þrjá hringi á Valspar Championship sem fram fer á Copperhead vellinum í Flórída en hann er á níu höggum undir pari fyrir lokahringinn. Í öðru sæti er Jordan Spieth á átta höggum undir pari en hann hefur leikið mjög stöðugt golf um helgina eins og honum einum er lagið. Moore hefur sigrað á fjórum mótum á PGA-mótaröðinni á ferlinum og ætti því að hafa reynsluna til þess að gera atlögu að titlinum á morgun en hann er þekktur fyrir mikið jafnaðargeð á golfvellinum og mjög óhefðbundna sveiflu. Nokkur stór nöfn gætu blandað sér í baráttuna um sigurinn á lokahringnum ef Moore og Spieth standast ekki pressuna á morgun en Henrik Stenson, Patrick Reed og Matt Kuchar eru allir á fimm höggum undir pari. Lokahringurinn ætti því að verða mjög spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore leiðir eftir þrjá hringi á Valspar Championship sem fram fer á Copperhead vellinum í Flórída en hann er á níu höggum undir pari fyrir lokahringinn. Í öðru sæti er Jordan Spieth á átta höggum undir pari en hann hefur leikið mjög stöðugt golf um helgina eins og honum einum er lagið. Moore hefur sigrað á fjórum mótum á PGA-mótaröðinni á ferlinum og ætti því að hafa reynsluna til þess að gera atlögu að titlinum á morgun en hann er þekktur fyrir mikið jafnaðargeð á golfvellinum og mjög óhefðbundna sveiflu. Nokkur stór nöfn gætu blandað sér í baráttuna um sigurinn á lokahringnum ef Moore og Spieth standast ekki pressuna á morgun en Henrik Stenson, Patrick Reed og Matt Kuchar eru allir á fimm höggum undir pari. Lokahringurinn ætti því að verða mjög spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira