Lífið

Fyrst í úrslit Ísland Got Talent: „Alda Dís er náttúrulega stórkostleg söngkona“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Alda tók kraftballöðu og heillaði salinn upp úr skónum.
Alda tók kraftballöðu og heillaði salinn upp úr skónum. Vísir/Andri Marinó
Alda Dís Arnardóttir, söngkonan 22 ára frá Hellissandi, var sú fyrsta til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Ísland Got Talent en hún komst upp úr fyrsta undanúrslitakvöldi þáttarins af þremur í kvöld. Alda Dís vakti mikla athygli þegar hún kom fyrst fram í þáttunum sökum söngraddar sinnar og fór svo að Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís komst því beint í undanúrslitin. Í kvöld var atriði hennar efst í símakosningu. 

Dómararnir voru allir sammála um að flutningur Öldu hefði verið óaðfinnanlegur. „Alda Dís er náttúrulega stórkostleg söngkona,“ sagði Þorgerður Katrín og Selma Björnsdóttir sagði dívu næstu ára vera að fæðast fyrir augum sínum að flutningi loknum.

Alda býr í Reykjavík og starfar á leikskólanum Laufásborg. Hún hefur verið að læra klassískan söng og einnig stundað einsöngsnám.  

Úrslit Ísland Got Talent fara fram 12. apríl á Stöð 2. Hér að neðan má sjá Öldu flytja atriðið sem kom henni áfram í úrslitaþáttinn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×