Íslenski boltinn

FH tapaði lokaleiknum á Spáni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
FH tapaði í dag þriðja og síðasta æfingaleik sínum á Marbella á Spáni er Hafnfirðingar mættu SJK Seinajoen frá Finnlandi, sem unnu 2-0 sigur.

Finnarnir skoruðu bæði mörk sín í fyrri hálfleik en þetta var fyrsti tapleikur FH á mótinu. FH-ingar gerðu jafntefli við Vålerenga og unnu svo Noregsmeistara Molde.

FH leikur næst gegn Fylki í Lengjubikarnum á sunnudag. FH hefur unnið þrjá af fjóra leiki sínum í A-riðli keppninnar en Fylkir er ósigrað að loknum fimm leikjum.


Tengdar fréttir

FH-ingar gerðu jafntefli við Vålerenga

FH-ingar gerðu 1-1 jafntefli í æfingaleik á móti norska úrvalsdeildarliðinu Vålerenga í dag en FH-liðið er í æfingaferð til Marbella á Spáni.

Frábær endurkoma FH gegn Molde

FH gerði sér lítið fyrir og lagði tvöfalda Noregsmeistara, Molde, að velli 3-2 á Marbella æfingarmótinu á Spáni í dag. FH lenti 0-2 undir, en sýndu frábæran karakter og komu til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×