Ef þú vilt strák, vertu í sokkum sigga dögg skrifar 17. mars 2015 16:00 Vísir/Getty Hver hefur ekki heyrt ráð eins og ef þú vilt geta strák þá skaltu vera í sokkum við getnaðinn nú eða passa að setja fæturnar upp í loft að loknum samförum? Einnig á pabbinn að passa að drekka mikið af gosi, en mamman á að borða mikið af hnetum, bönunum, söltu snakki og kjöti. Þá er gott að gera það í standandi stöðu, eða aftan frá og passa að pabbinn njóti sín. Og passaðu að tunglið sé kvartfullt og að dagurinn sé oddadagur. Annað eins er uppi á teningnum ef þú vilt eignast stelpu. Mamman á að borða mikið af fræjum, grænu grænmeti, ferskum fisk (þó ekki hráum) og mjólkurvörum. Ef þú vilt stelpu þá á mamman að vera ofan á og passa að hún fái fullnægingu. Ekki skemmir það fyrir ef það er fullt tungl og dagur á sléttri tölu. Kyn er fyrir mörgum foreldrum stórmál og gengur fólk mislangt til að tryggja ákveðna kynjasamsetningu barna sinna.Vísir/GettyÞú getur einnig prófað kínversku stjörnuspánna þar sem aldur móður og mánuður getnaðar á að segja til um kynið. Það eru til fleiri tilgátur eins og þær mæður sem borða vel af mat séu líklegri til að eignast stráka, en staðreyndin er sú að það eru helmingslíkur á að eignast strák og að eignast stelpu. Það eru um 20% líkur á getnaði í hverjum tíðahring ef samfarir lims í leggöng með sáðláti eru stundað á tíma í kringum egglos. (Gott að muna að sæði getur lifað allt að fimm daga inni í leggöngum) Það er þó eitt sem pör geta prófað og það er að fylgjast með slímmyndun og líkamshita. Sumir sverja við það þegar kemur að því að reyna stýra kyni.Tilgátan er sú að sæði með Y litning syndi hraðar en lifi skemur og því ef þú vilt geta strák ættu samfarir að eiga sér stað sem næst egglosi. Öfugt ef ert að reyna geta stelpu.Ömmunni brá við bleyjuskipti á barninu sem hún taldi vera stúlku en henni mætti typpiVísir/SkjáskotNú ef getnaður hefur þegar átt sér stað þá getur þú tekið þetta próf hér til að kanna hvort þú sért með stelpu eða strák. Það er kannski ágætt að taka fram að hjartsláttur, lega og stærð kúlunnar og hvort þig langi frekar í súran brjóstsykur frekar en súkkulaði spáir ekki fyrir um kyn. Það má hafa gaman af þessum vangaveltum en ekki taka sem heilögum sannleika. Þá getur sónar einnig klikkað eins og þessi breska fjölskylda komst að þegar þeim var sagt að þau ættu von á stelpu og höfðu innréttuðu herbergið bleikt frá toppi til táar og valið stelpunafn á ófætt barnið. Þegar það svo kom í heiminn með lítið typpi þá brá þeim, og fjölskyldu þeirra heldur betur í brún. Það þarf ekki að hafa áhyggjur að kvenlegar hugsunir móður móti ófætt barnið á meðgöngu, börn eru bara börn og hugsanir móður um kyn stýrir hvorki kynvitund né kynhneigð. Kannski best að leyfa bara því að koma í ljós þegar barnið kemur í heiminn. Heilsa Tengdar fréttir Fæðingarsögur Fæðingar geta verið allskonar og því getur verið gaman að renna í gegnum fæðingarreynslu nokkurra kvenna og eins föðurs 16. mars 2015 16:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hver hefur ekki heyrt ráð eins og ef þú vilt geta strák þá skaltu vera í sokkum við getnaðinn nú eða passa að setja fæturnar upp í loft að loknum samförum? Einnig á pabbinn að passa að drekka mikið af gosi, en mamman á að borða mikið af hnetum, bönunum, söltu snakki og kjöti. Þá er gott að gera það í standandi stöðu, eða aftan frá og passa að pabbinn njóti sín. Og passaðu að tunglið sé kvartfullt og að dagurinn sé oddadagur. Annað eins er uppi á teningnum ef þú vilt eignast stelpu. Mamman á að borða mikið af fræjum, grænu grænmeti, ferskum fisk (þó ekki hráum) og mjólkurvörum. Ef þú vilt stelpu þá á mamman að vera ofan á og passa að hún fái fullnægingu. Ekki skemmir það fyrir ef það er fullt tungl og dagur á sléttri tölu. Kyn er fyrir mörgum foreldrum stórmál og gengur fólk mislangt til að tryggja ákveðna kynjasamsetningu barna sinna.Vísir/GettyÞú getur einnig prófað kínversku stjörnuspánna þar sem aldur móður og mánuður getnaðar á að segja til um kynið. Það eru til fleiri tilgátur eins og þær mæður sem borða vel af mat séu líklegri til að eignast stráka, en staðreyndin er sú að það eru helmingslíkur á að eignast strák og að eignast stelpu. Það eru um 20% líkur á getnaði í hverjum tíðahring ef samfarir lims í leggöng með sáðláti eru stundað á tíma í kringum egglos. (Gott að muna að sæði getur lifað allt að fimm daga inni í leggöngum) Það er þó eitt sem pör geta prófað og það er að fylgjast með slímmyndun og líkamshita. Sumir sverja við það þegar kemur að því að reyna stýra kyni.Tilgátan er sú að sæði með Y litning syndi hraðar en lifi skemur og því ef þú vilt geta strák ættu samfarir að eiga sér stað sem næst egglosi. Öfugt ef ert að reyna geta stelpu.Ömmunni brá við bleyjuskipti á barninu sem hún taldi vera stúlku en henni mætti typpiVísir/SkjáskotNú ef getnaður hefur þegar átt sér stað þá getur þú tekið þetta próf hér til að kanna hvort þú sért með stelpu eða strák. Það er kannski ágætt að taka fram að hjartsláttur, lega og stærð kúlunnar og hvort þig langi frekar í súran brjóstsykur frekar en súkkulaði spáir ekki fyrir um kyn. Það má hafa gaman af þessum vangaveltum en ekki taka sem heilögum sannleika. Þá getur sónar einnig klikkað eins og þessi breska fjölskylda komst að þegar þeim var sagt að þau ættu von á stelpu og höfðu innréttuðu herbergið bleikt frá toppi til táar og valið stelpunafn á ófætt barnið. Þegar það svo kom í heiminn með lítið typpi þá brá þeim, og fjölskyldu þeirra heldur betur í brún. Það þarf ekki að hafa áhyggjur að kvenlegar hugsunir móður móti ófætt barnið á meðgöngu, börn eru bara börn og hugsanir móður um kyn stýrir hvorki kynvitund né kynhneigð. Kannski best að leyfa bara því að koma í ljós þegar barnið kemur í heiminn.
Heilsa Tengdar fréttir Fæðingarsögur Fæðingar geta verið allskonar og því getur verið gaman að renna í gegnum fæðingarreynslu nokkurra kvenna og eins föðurs 16. mars 2015 16:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Fæðingarsögur Fæðingar geta verið allskonar og því getur verið gaman að renna í gegnum fæðingarreynslu nokkurra kvenna og eins föðurs 16. mars 2015 16:00