Fótbolti

Özil gagnrýndur fyrir að skipta á treyjum í hálfleik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Geoffrey Kondogbia og Mesut Özil með treyjur hvors annars á leið til búningsklefa.
Geoffrey Kondogbia og Mesut Özil með treyjur hvors annars á leið til búningsklefa. vísir/getty
Mesut Özil, miðjumaður Arsenal, var gagnrýndur fyrir að skipta á treyjum við Geoffrey Kondogbia, leikmann Monaco, í leik liðanna í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Arsenal er úr leik þrátt fyrir 2-0 sigur í Mónakó, en 3-1 tapið á heimavelli varð liðinu að falli. Þetta er fimmta árið í röð sem Arsenal kveður Meistaradeildina í 16 liða úrslitum keppninnar.

Sjá einnig:Barátta Arsenal dugði ekki í Mónakó | Sjáðu mörkin

Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var einn af sérfræðingum sjónvarpstöðvarinnar ITV í gærkvöldi sem sýndi leikinn. Hann var ekki ánægður með Özil og treyjuskiptin.

„Mér líkar þetta ekki. Það er kannski í lagi að gera þetta eftir leik en ég er ekki einu sinni hrifinn af því að gera þetta þá,“ sagði Scholes.

„Þetta gerir maður bara inn í göngunum eða í búningsklefanum þegar enginn sér til. Mér finnst ekki að menn eigi að gera þetta í hálfleik.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×