Geðþokki Sigga og skeggvöxtur heillaði OMAM: „Hann er bara svo flottur gæi“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2015 11:15 Frammistaða leikarans Sigurðar Sigurjónssonar í myndbandinu Crystals hefur vakið mikla eftirtekt. „Hugmyndin var að fá einhvern til að syngja með laginu af lífi og sál og útlitið á honum er svo gott contrast á móti röddinni hennar Nönnu,“ sagði Ragnar Þórhallsson, annar af söngvurum hljómsveitarinnar Of Monsters and Men við Rúnar Róberts á Bylgjunni um ástæðu þess að leikarinn Sigurður Sigurjónsson varð fyrir valinu fyrir myndband þeirra við lagið Crystals. „Svo er hann bara eitthvað svo „likeable“ gæi,“ sagði Ragnar um Sigurð sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í myndbandinu þar sem hann syngur með laginu Crystals af mikilli innlifun. Ragnar tók þó fram að hann hefði ekki verið á landinu þegar myndbandið var tekið upp en hins vegar var söngkona Of Monsters and Men, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, á staðnum og segir Sigurð hafa staðið sig ótrúlega vel. „Hann er bara svo flottur gæi. Þetta var hugmynd sem kom svo rosalega skyndilega,“ sagði Nanna og sagði skeggvöxt Sigurðar hafa heillað þau í bandinu upp úr skónum. „Svo stóð hann sig alveg ótrúlega vel. Hafði ekki mikið fyrir þessu,“ sagði Nanna. Vísir ræddi við Sigurð á mánudag skömmu eftir að myndbandið hafði verið birt á myndbandavefnum YouTube og sagði hann við það tilefni að hann sé mikill aðdáandi Of Monsters and Men og það hefði ekki minnkað þegar þau báðu hann um að syngja með laginu. Hljómsveitin mun senda frá sér sína aðra breiðskífu í sumar sem mun bera titilinn Beneath the Skin og mun halda tónleika í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í ágúst.Hér má sjá myndbandið við lagið Crystals. Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30 Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Hugmyndin var að fá einhvern til að syngja með laginu af lífi og sál og útlitið á honum er svo gott contrast á móti röddinni hennar Nönnu,“ sagði Ragnar Þórhallsson, annar af söngvurum hljómsveitarinnar Of Monsters and Men við Rúnar Róberts á Bylgjunni um ástæðu þess að leikarinn Sigurður Sigurjónsson varð fyrir valinu fyrir myndband þeirra við lagið Crystals. „Svo er hann bara eitthvað svo „likeable“ gæi,“ sagði Ragnar um Sigurð sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í myndbandinu þar sem hann syngur með laginu Crystals af mikilli innlifun. Ragnar tók þó fram að hann hefði ekki verið á landinu þegar myndbandið var tekið upp en hins vegar var söngkona Of Monsters and Men, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, á staðnum og segir Sigurð hafa staðið sig ótrúlega vel. „Hann er bara svo flottur gæi. Þetta var hugmynd sem kom svo rosalega skyndilega,“ sagði Nanna og sagði skeggvöxt Sigurðar hafa heillað þau í bandinu upp úr skónum. „Svo stóð hann sig alveg ótrúlega vel. Hafði ekki mikið fyrir þessu,“ sagði Nanna. Vísir ræddi við Sigurð á mánudag skömmu eftir að myndbandið hafði verið birt á myndbandavefnum YouTube og sagði hann við það tilefni að hann sé mikill aðdáandi Of Monsters and Men og það hefði ekki minnkað þegar þau báðu hann um að syngja með laginu. Hljómsveitin mun senda frá sér sína aðra breiðskífu í sumar sem mun bera titilinn Beneath the Skin og mun halda tónleika í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í ágúst.Hér má sjá myndbandið við lagið Crystals.
Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30 Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30
Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31