Opel rifar seglin í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2015 14:57 Opel bíll í Pétursborg. General Motors, eigandi Opel, hefur fengið leið á því að tapa ógrynni fjár í Evrópu. Ástandið í Rússlandi er ekki beint til að hjálpa til við þau áform að rétta við skútuna í álfunni og því hefur verið tekin sú ákvörðu að loka verksmiðjum Opel í Rússlandi við lok þessa árs. Áhersla GM í Rússlandi verður á dýrari gerðir Chevrolet og Cadillac bíla, en framleiðslu minni og ódýrari bíla hætt. Því verða þeir bílar sem GM selur í Rússlandi innfluttir, en víst er að framleiðsla þeirra í Rússlandi hefur ekki borgað sig í samkeppni við aðra ódýrari bíla þar. Markmið Opel var að ná yfir núllið í Evrópu frá og með árinu 2016 og það rýmar ekki við þær áætlanir að halda úti óbreyttri starfsemi í svo óvissu ástandi sem er í Rússlandi nú og verður líklega á næstu árum. Fyrir stuttu var hér greint frá tímabundnum lokunum bílaverksmiðju Nissan í Rússlandi og svo virðist sem allir bílaframleiðendur séu að rifa seglin í Rússlandi eða minnka starfsemi sína til muna þar. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
General Motors, eigandi Opel, hefur fengið leið á því að tapa ógrynni fjár í Evrópu. Ástandið í Rússlandi er ekki beint til að hjálpa til við þau áform að rétta við skútuna í álfunni og því hefur verið tekin sú ákvörðu að loka verksmiðjum Opel í Rússlandi við lok þessa árs. Áhersla GM í Rússlandi verður á dýrari gerðir Chevrolet og Cadillac bíla, en framleiðslu minni og ódýrari bíla hætt. Því verða þeir bílar sem GM selur í Rússlandi innfluttir, en víst er að framleiðsla þeirra í Rússlandi hefur ekki borgað sig í samkeppni við aðra ódýrari bíla þar. Markmið Opel var að ná yfir núllið í Evrópu frá og með árinu 2016 og það rýmar ekki við þær áætlanir að halda úti óbreyttri starfsemi í svo óvissu ástandi sem er í Rússlandi nú og verður líklega á næstu árum. Fyrir stuttu var hér greint frá tímabundnum lokunum bílaverksmiðju Nissan í Rússlandi og svo virðist sem allir bílaframleiðendur séu að rifa seglin í Rússlandi eða minnka starfsemi sína til muna þar.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent