Lífið

Læra að láta ráðamenn lúta sínum vilja

Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast hinir viðkunnanlegu félagar Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.

Vinirnir eru nú komnir á Vesturland og Vestfirðina og í þættinum nú kíkja þeir meðal annars á Galdrasetrið á Hólmavík þar sem þeir læra um nábrækur og að láta ráðamenn landsins lúta sínum vilja. Einnig kíkja þeir til Stellu á sveitahótelið hennar í Heydal í Mjóafirði en Stella stýrir því eins og hershöfðingi.

Það er sjaldnast lognmolla í kringum nafnana Davíð Arnar og Arnar Þór og þetta er engin undantekning.


Tengdar fréttir

Láta allt flakka á Norðurlandi

Strákarnir í Illa farnir fara um víðan völl. Þeir renna sér niður brekkur, kíkja á Grettislaug og fá sér spikfeita tvíhleypu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×