Leikið um veldisstólinn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. febrúar 2015 10:39 Tyrion Lannister fer mikinn í Game of Thrones. VÍSIR/TELLTALE Leikjaframleiðandinn Telltale hefur vakið verðskuldaða athygli á síðustu misserum. Framleiðandinn hefur lagt línurnar fyrir tiltölulega nýja tegund styttri leikja sem gefnir eru út með nokkurra vikna millibili. Telltale ákvað að þróa nýja seríu byggða á söguheimi Game of Thrones. Eins og við var að búast er afraksturinn nokkuð merkilegur. Telltale kann að matreiða spennandi leiki þar sem hasarinn felst í ákvörðunum og samtölum spilarans við sögupersónurnar. Þetta er skáldsaga, dulbúin sem tölvuleikur. Í fyrstu tveimur köflunum í Game of Thrones leikjaröðinni er ættbálkur Forrester, drottnara Ironwood, til umfjöllunar. Rétt eins og skáldsögurnar og sjónvarpsþættirnir eru leikirnir með eindæmum blóðugur, en jafnframt vel skrifaðir og áhugaverðir. Grafíkin er ekki upp á marga fiska en það skiptir í raun ekki máli, sagan sjálf er stjarnan. Game of Thrones eftir Telltale er eitthvað sem allir aðdáendur GOT ættu að spila.Leikurinn er fáanlegur í gegnum leikjaverslun PS4 og XBOX One. Game of Thrones Leikjavísir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Leikjaframleiðandinn Telltale hefur vakið verðskuldaða athygli á síðustu misserum. Framleiðandinn hefur lagt línurnar fyrir tiltölulega nýja tegund styttri leikja sem gefnir eru út með nokkurra vikna millibili. Telltale ákvað að þróa nýja seríu byggða á söguheimi Game of Thrones. Eins og við var að búast er afraksturinn nokkuð merkilegur. Telltale kann að matreiða spennandi leiki þar sem hasarinn felst í ákvörðunum og samtölum spilarans við sögupersónurnar. Þetta er skáldsaga, dulbúin sem tölvuleikur. Í fyrstu tveimur köflunum í Game of Thrones leikjaröðinni er ættbálkur Forrester, drottnara Ironwood, til umfjöllunar. Rétt eins og skáldsögurnar og sjónvarpsþættirnir eru leikirnir með eindæmum blóðugur, en jafnframt vel skrifaðir og áhugaverðir. Grafíkin er ekki upp á marga fiska en það skiptir í raun ekki máli, sagan sjálf er stjarnan. Game of Thrones eftir Telltale er eitthvað sem allir aðdáendur GOT ættu að spila.Leikurinn er fáanlegur í gegnum leikjaverslun PS4 og XBOX One.
Game of Thrones Leikjavísir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira