Lífið

Fólkið á Sónar: Hafa heyrt mikið um næturlífið

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Vinkonurnar Jade og Ck kynntust í gegnum World Wide Friends.
Vinkonurnar Jade og Ck kynntust í gegnum World Wide Friends. Vísir/AndriMarinó
Jade Ament og Ck Yau koma frá Sviss og Hong Kong. Þær eru staddar hér á landi á vegum samtakana World Wide Friends. Jade hefur dvalið hér síðan í janúar og mun vera hér í þrjá mánuði til viðbótar en Ck verður í tvær vikur.

Vinkonurnar, sem kynntust í gengum samtökin eftir komuna til Íslands, eru einnig sjálfboðaliðar á Sónar. Við erum baksviðs, að deila út drykkjum og taka til,” segja þær hressar.

Ck er alsæl með allan sjóinn. Snjórinn hér er fullkominn, það er aldrei snjór í Hong Kong svo ég var mjög glöð að sjá snjóinn,” segir hún, hlær og bætir við: Það er svolítið kalt fyrir mig, í Hong Kong er mjög heitt og rakt."

Þær hafa heyrt mikið um næturlífið í Reykjavík og stefna jafnvel á að kíkja út á lífið eftir hátíðina.

Jade fer til Eskifjarðar eftir þrjár vikur þar sem hún fer í vinnubúðir á vegum World Wide Friends en hún var einnig þar í vinnubúðum í janúar og er mjög hrifin af Austfjörðum. „Ég elska þetta land, það er svo fullt af orku og Íslendingar eru mjög vinalegir og opnir fyrir öllu.”

Hún gat valið á milli nokkra landa til að fara til á vegum samtakan og segir valið hafa verið erfitt en forvitni um landið hafi fengið hana til þess að velja Ísland. „Það var ekki auðvelt að velja en á endanum sagði ég við sjálfan mig að Ísland væri frægt fyrir náttúruna og eldfjöllin, sérstaklega Eyjafjallajökul,” segir hún að lokum áður en þær vinkonurnar kveðja og flýta sér baksviðs.


Tengdar fréttir

Rafmögnuð stemning á Sónar

Vel á fjórða þúsund manns munu koma saman og skemmta sér á Sónar tónlistarhátíðinni sem fram fer í Hörpu um helgina en henni líkur í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×