Lífið

Fólkið á Sónar: Sótti mig eins og alvöru víkingur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Elísabet og Francesco.
Elísabet og Francesco. vísir/andri marinó
„Hún var eiginlega eins og alvöru víkingur, kom út og sótti mig,” segir Francesco Barbaccia. Hann elti Elísabet Frick til Íslands fyrir tveimur árum. Tæpum fjórum árum áður hafði Elísabet farið sem au pair til Ítalíu. Þau voru meðal gesta á Sónar hátíðinni sem lauk í gær.

„Ég ætlaði að fara út og vera þar í eitt ár en ílengdist örlítið,“ segir Elísabet. Hún er nú að ljúka námi í líffræði við Háskóla Íslands en Francesco er á fyrsta ári að læra íslensku sem annað tungumál.

Þetta var fyrsta Sónar hátíð Elísabetar en Francesco hafði farið í fyrra líka og tókst að draga hana með sér á þessa. Hann hefur einnig farið á Sónar í Barcelona.

„Paul Kalkbrenner var flottur og svo verður ábyggilega frábært á Skrillex,“ segja þau. Annars séu þau að skoða sig um og sjá tilraunakennda tónlist. 


Tengdar fréttir

Rafmögnuð stemning á Sónar

Vel á fjórða þúsund manns munu koma saman og skemmta sér á Sónar tónlistarhátíðinni sem fram fer í Hörpu um helgina en henni líkur í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×