Golf GTD Variant í Genf Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 16:15 Volkswagen Golf GTD Variant er sportlegur og öflugur dísilbíll sem eyðir litlu. Volkswagen ætlar að kynna nýjan Golf GTD Variant á komandi bílasýningu í Genf í mars. Þarna er á ferðinni lengri útgáfan á Golf GTD sem nú fæst hér á landi. Þessi bíll er enn einn langbakurinn frá hinni stóru Volkswagen bílafjölskyldu sem státar af ríflegu afli þó hann sé nú ekkert í líkingu við bíl eins og Audi RS6, en þá fremur Skoda Octavia RS og Seat Leon ST Cupra. Golf GTD Variant verður með 181 hestafla dísilvél, eins og nafnið gefur til kynna, og sprengirými hennar er 2,0 lítrar og togið 280 Nm. Hann er 7,9 sekúndur í hundraðið og ætti því að verða ári skemmtilegur bíl, enda með stífa sportfjöðrun og stýringu. Auk þess er hann með breytta brettaumgerð frá hefbundnum Golf og nýtt grill, allt til að gera hann örlítið gæjalegri. Bíllinn stendur á 17 tommu álfelgum og þakbogarnir eru svartir. Sportsæti eru í bílnum og pedalarnir eru úr ryðfríu stáli. Eitt það athygliverðasta við þennan bíl er lág eyðsla hans þrátt fyrir gott aflið, en hún er uppgefin 4,5 lítrar. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent
Volkswagen ætlar að kynna nýjan Golf GTD Variant á komandi bílasýningu í Genf í mars. Þarna er á ferðinni lengri útgáfan á Golf GTD sem nú fæst hér á landi. Þessi bíll er enn einn langbakurinn frá hinni stóru Volkswagen bílafjölskyldu sem státar af ríflegu afli þó hann sé nú ekkert í líkingu við bíl eins og Audi RS6, en þá fremur Skoda Octavia RS og Seat Leon ST Cupra. Golf GTD Variant verður með 181 hestafla dísilvél, eins og nafnið gefur til kynna, og sprengirými hennar er 2,0 lítrar og togið 280 Nm. Hann er 7,9 sekúndur í hundraðið og ætti því að verða ári skemmtilegur bíl, enda með stífa sportfjöðrun og stýringu. Auk þess er hann með breytta brettaumgerð frá hefbundnum Golf og nýtt grill, allt til að gera hann örlítið gæjalegri. Bíllinn stendur á 17 tommu álfelgum og þakbogarnir eru svartir. Sportsæti eru í bílnum og pedalarnir eru úr ryðfríu stáli. Eitt það athygliverðasta við þennan bíl er lág eyðsla hans þrátt fyrir gott aflið, en hún er uppgefin 4,5 lítrar.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent