Lífið

Ung móðir frá Akranesi söng Selmu upp úr skónum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ung móðir frá Akranesi stal senunni í Ísland Got Talent þætti kvöldsins. Hún söng lagið Hometown Glory með Adele og heillaði dómarana upp úr skónum, eða tvo þeirra hið minnsta.

Margrét Saga Gunnarsdóttir er tvítug móðir sem í augnablikinu starfar á Subway. Hún stefnir að því að fara í skóla eftir áramót en í kvöld var hún söngkona. Flutningur hennar á lagi Adele var hnökralaus og var salurinn himinlifandi.

„Þetta er ekki flókið. Þessi keppni er einmitt til að finna fólk eins og þig. Þegar svona miklir hæfileikar stíga á svið vil ég vera handviss um að þeir komist áfram,“ sagði Selma Björnsdóttir skömmu áður en hún ýtti á gullhnappinn.

Margrét Saga er þriðji keppandinn sem kemst áfram eftir að ýtt var á gullhnappinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er eini dómarinn sem ekki hefur ýtt á gula hnappinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×